Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. apríl 2025 22:26 Alma Möller heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra segir alveg ljóst að binda þurfi í lög hversu mörg börn sæðisgjafar megi búa til hér á landi. Ekki sé ráðlegt að hver sæðisgjafi megi frjóvga fleiri en tvö egg í svo litlu samfélagi líkt og á Íslandi. Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að engar reglur væru hér á landi um það hversu margar fjölskyldur sæðisgjafar megi búa til. Þórir Harðarson eigandi frjósemisstofunnar Sunnu kallaði eftir breytingum og sagði æskilegt að stjórnvöld veittu þjónustuaðilum aðhald. Tilefnið eru fréttir frá Hollandi þar sem komið hefur í ljós að tugir sæðisgjafa hafi feðrað að minnsta kosti 25 börn í trássi við lög um áratugaskeið. Þá hafa siðaráð allra Norðurlandanna utan Íslands farið fram á að skorður verði settar við því hve mörg börn megi koma undan einum sæðisgjafa. Heilbrigðisráðherra tekur undir áhyggjur Þóris. Ekki viss um að talan eigi að vera hærri „Ég er alveg sammála því að það þarf að vera bundið í lög eða reglur, hámarksfjöldi sæðisgjafa sem má gefa sæði til að frjóvga egg og það er auðvitað sérstaklega mikilvægt í svona litlu og fámennu samfélagi eins og Ísland er og reyndar lagði ég það til fyrir nokkrum árum sem landlæknir að þetta yrði sett inn í regluverkið.“ Að ýmsu þurfi að huga er varðar lög og reglur um tæknifrjóvganir en Alma segir hlutverk Landlæknis að hafa eftirlit með þessum málum. „Og ég veit að því hefur verið sinnt og reglum hefur verið breytt en það þarf auðvitað að leita ráðgjafar um hver þessi tala eigi að vera. Ég held að vinnureglur fyrritækjanna séu að það sé hægt að frjóvga tvö egg úr sama sæðisgjafa og ég er ekki viss um að sú tala eigi að vera hærri í okkar fámenna samfélagi.“ Óvíst sé á þessum tímapunkti hve langan tíma breytingarnar muni taka. „Það er þannig að ef þetta er einungis að skerpa á reglugerð þá tekur það skamman tíma en fyrst þurfum við að skoða hvort að lagaumgjörðin er nógu sterk eða hvort að það þurfi að breyta lögum og þá er það auðvitað þyngra ferli.“ Heilsa Frjósemi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Börn og uppeldi Tengdar fréttir Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Tugir hollenskra sæðisgjafa hafa feðrað að minnsta kosti 25 börn. Félag hollenskra kvensjúkdómalækna segir að í kjölfar þess að nýtt skráningarkerfi hafi verið tekið í gagnið hafi komið á daginn að frjósemisfyrirtæki hafi verið að brjóta lög um sæðisgjöf í áratugi. 14. apríl 2025 23:52 Sæðisgjafar tilkynni það fjölskyldu sinni svo ekki verði „slys“ Mikil eftirspurn ríkir hér á landi eftir sæði að sögn yfirlæknis hjá Livio. Skyldleiki sæðisgjafa og þeirra sem þiggja sæðið er ekki kannaður. 21. september 2024 21:03 Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að engar reglur væru hér á landi um það hversu margar fjölskyldur sæðisgjafar megi búa til. Þórir Harðarson eigandi frjósemisstofunnar Sunnu kallaði eftir breytingum og sagði æskilegt að stjórnvöld veittu þjónustuaðilum aðhald. Tilefnið eru fréttir frá Hollandi þar sem komið hefur í ljós að tugir sæðisgjafa hafi feðrað að minnsta kosti 25 börn í trássi við lög um áratugaskeið. Þá hafa siðaráð allra Norðurlandanna utan Íslands farið fram á að skorður verði settar við því hve mörg börn megi koma undan einum sæðisgjafa. Heilbrigðisráðherra tekur undir áhyggjur Þóris. Ekki viss um að talan eigi að vera hærri „Ég er alveg sammála því að það þarf að vera bundið í lög eða reglur, hámarksfjöldi sæðisgjafa sem má gefa sæði til að frjóvga egg og það er auðvitað sérstaklega mikilvægt í svona litlu og fámennu samfélagi eins og Ísland er og reyndar lagði ég það til fyrir nokkrum árum sem landlæknir að þetta yrði sett inn í regluverkið.“ Að ýmsu þurfi að huga er varðar lög og reglur um tæknifrjóvganir en Alma segir hlutverk Landlæknis að hafa eftirlit með þessum málum. „Og ég veit að því hefur verið sinnt og reglum hefur verið breytt en það þarf auðvitað að leita ráðgjafar um hver þessi tala eigi að vera. Ég held að vinnureglur fyrritækjanna séu að það sé hægt að frjóvga tvö egg úr sama sæðisgjafa og ég er ekki viss um að sú tala eigi að vera hærri í okkar fámenna samfélagi.“ Óvíst sé á þessum tímapunkti hve langan tíma breytingarnar muni taka. „Það er þannig að ef þetta er einungis að skerpa á reglugerð þá tekur það skamman tíma en fyrst þurfum við að skoða hvort að lagaumgjörðin er nógu sterk eða hvort að það þurfi að breyta lögum og þá er það auðvitað þyngra ferli.“
Heilsa Frjósemi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Börn og uppeldi Tengdar fréttir Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Tugir hollenskra sæðisgjafa hafa feðrað að minnsta kosti 25 börn. Félag hollenskra kvensjúkdómalækna segir að í kjölfar þess að nýtt skráningarkerfi hafi verið tekið í gagnið hafi komið á daginn að frjósemisfyrirtæki hafi verið að brjóta lög um sæðisgjöf í áratugi. 14. apríl 2025 23:52 Sæðisgjafar tilkynni það fjölskyldu sinni svo ekki verði „slys“ Mikil eftirspurn ríkir hér á landi eftir sæði að sögn yfirlæknis hjá Livio. Skyldleiki sæðisgjafa og þeirra sem þiggja sæðið er ekki kannaður. 21. september 2024 21:03 Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Tugir hollenskra sæðisgjafa hafa feðrað að minnsta kosti 25 börn. Félag hollenskra kvensjúkdómalækna segir að í kjölfar þess að nýtt skráningarkerfi hafi verið tekið í gagnið hafi komið á daginn að frjósemisfyrirtæki hafi verið að brjóta lög um sæðisgjöf í áratugi. 14. apríl 2025 23:52
Sæðisgjafar tilkynni það fjölskyldu sinni svo ekki verði „slys“ Mikil eftirspurn ríkir hér á landi eftir sæði að sögn yfirlæknis hjá Livio. Skyldleiki sæðisgjafa og þeirra sem þiggja sæðið er ekki kannaður. 21. september 2024 21:03