Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Jakob Bjarnar skrifar 23. apríl 2025 07:35 Þolinmæði Elds Smára er á þrotum en hann hefur engin gögn fengið sem varða kæru Samtakanna ´78 á hendur honum. Eldur Smári Kristinsson, formaður samtakanna 22, sem hefur verið kærður fyrir hatursorðræðu af Samtökunum ´78, segir að gögnum málsins sé markvisst haldið frá sér. „Það er eitthvað sérstaklega bogið við íslenskt réttarfar þegar oddviti stjórnmálaflokks er dreginn í skýrslutökur hjá lögreglunni degi fyrir kjördag í lok nóvember vegna móðganagirni og lélegs lesskilnings einhverja kynjafræðinga á Suðurgötunni,“ segir Eldur í yfirlýsingu á Facebook. Líkir sér við Voldemort eða þann sem ekki má nefna Eldur vísar þarna meðal annars til stjórnmálasamtaka sinna Lýðræðisflokksins sem hann var í framboði fyrir síðustu Alþingiskosningar. Eldur Smári greinir frá því að hann hafi nú ráðið sér lögfræðing til að gæta hagsmuna sinna en sá er Skúli Sveinsson. Skúli hafi óskað eftir gögnum málsins og því að verða tilnefndur verjandi í máli Elds. En það hafi verið 3. febrúar síðastliðinn. Þeir hafi nú sjö sinnum óskað eftir gögnum málsins en án árangurs. „Svo uppúr þurru fyrir páska er lögreglan send í bíltúr frá Reyðarfirði yfir á Breiðdalsvík til þess að hafa hendur í hári hugsanakrimmans og kjarnyrta hommans sem allir kynjafræðingar og einhver sértrúarsöfnuður þeirra elska að hatast útí, eins og einhvern Voldemort úr Harry Potter. Hann sem aldrei má nefna. No debate! Engar umræður!“ segir Eldur. „Ofsótti homminn“ fær ekki að sjá gögnin Eldur lýsir því að hann hafi fengið skilaboð fyrir páska, að hann skuli hafa samband við Eirík Valberg hjá R-2 hjá yfirvaldinu á höfuðborgarsvæðinu ellegar yrði gefin út handtökuskipun á hendur honum. „Ég hringi um hæl í yfirvaldið. Það er ekki við, og þegar fjölmiðlarnir sem hafa ennþá áhuga á málfrelsi, skoðanafrelsi, raunveruleikanum og heilbrigðri skynsemi hafa samband, þá er þeim sagt að yfirvaldið sé farið í páskafrí. Í dag sendum við svo áttundu ítrekunina um gögn málsins og að Skúli Sveinsson verði skipaður verjandi minn.“ Eldur segir að nú virðist sem hann þurfi að stefna lögreglunni sérstaklega til að fá dómsúrskurð með það fyrir augum að fá gögnin. Hann segir Vísi hafa birt kæruna gegn sér frá Samtökunum ´78. Það hafi verið á kjördegi. Sjálfur fái hann hins vegar ekki að sjá kæruna eftir formlegum leiðum. „Ég, ofsótti homminn, hef hvorki fengið kæruna eftir formlegum leiðum né gögn málsins,“ segir Eldur Smári. Dómsmál Málefni trans fólks Tjáningarfrelsi Lýðræðisflokkurinn Félagasamtök Tengdar fréttir Á sér langa sögu eldfimra ummæla Oddviti Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, sem kærður hefur verið fyrir ummæli gagnvart trans fólki á sér langa sögu slíkra ummæla. Þá hafa mótframbjóðendur hans orðið fyrir barðinu á ummælum hans. 30. nóvember 2024 10:44 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
„Það er eitthvað sérstaklega bogið við íslenskt réttarfar þegar oddviti stjórnmálaflokks er dreginn í skýrslutökur hjá lögreglunni degi fyrir kjördag í lok nóvember vegna móðganagirni og lélegs lesskilnings einhverja kynjafræðinga á Suðurgötunni,“ segir Eldur í yfirlýsingu á Facebook. Líkir sér við Voldemort eða þann sem ekki má nefna Eldur vísar þarna meðal annars til stjórnmálasamtaka sinna Lýðræðisflokksins sem hann var í framboði fyrir síðustu Alþingiskosningar. Eldur Smári greinir frá því að hann hafi nú ráðið sér lögfræðing til að gæta hagsmuna sinna en sá er Skúli Sveinsson. Skúli hafi óskað eftir gögnum málsins og því að verða tilnefndur verjandi í máli Elds. En það hafi verið 3. febrúar síðastliðinn. Þeir hafi nú sjö sinnum óskað eftir gögnum málsins en án árangurs. „Svo uppúr þurru fyrir páska er lögreglan send í bíltúr frá Reyðarfirði yfir á Breiðdalsvík til þess að hafa hendur í hári hugsanakrimmans og kjarnyrta hommans sem allir kynjafræðingar og einhver sértrúarsöfnuður þeirra elska að hatast útí, eins og einhvern Voldemort úr Harry Potter. Hann sem aldrei má nefna. No debate! Engar umræður!“ segir Eldur. „Ofsótti homminn“ fær ekki að sjá gögnin Eldur lýsir því að hann hafi fengið skilaboð fyrir páska, að hann skuli hafa samband við Eirík Valberg hjá R-2 hjá yfirvaldinu á höfuðborgarsvæðinu ellegar yrði gefin út handtökuskipun á hendur honum. „Ég hringi um hæl í yfirvaldið. Það er ekki við, og þegar fjölmiðlarnir sem hafa ennþá áhuga á málfrelsi, skoðanafrelsi, raunveruleikanum og heilbrigðri skynsemi hafa samband, þá er þeim sagt að yfirvaldið sé farið í páskafrí. Í dag sendum við svo áttundu ítrekunina um gögn málsins og að Skúli Sveinsson verði skipaður verjandi minn.“ Eldur segir að nú virðist sem hann þurfi að stefna lögreglunni sérstaklega til að fá dómsúrskurð með það fyrir augum að fá gögnin. Hann segir Vísi hafa birt kæruna gegn sér frá Samtökunum ´78. Það hafi verið á kjördegi. Sjálfur fái hann hins vegar ekki að sjá kæruna eftir formlegum leiðum. „Ég, ofsótti homminn, hef hvorki fengið kæruna eftir formlegum leiðum né gögn málsins,“ segir Eldur Smári.
Dómsmál Málefni trans fólks Tjáningarfrelsi Lýðræðisflokkurinn Félagasamtök Tengdar fréttir Á sér langa sögu eldfimra ummæla Oddviti Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, sem kærður hefur verið fyrir ummæli gagnvart trans fólki á sér langa sögu slíkra ummæla. Þá hafa mótframbjóðendur hans orðið fyrir barðinu á ummælum hans. 30. nóvember 2024 10:44 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Á sér langa sögu eldfimra ummæla Oddviti Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, sem kærður hefur verið fyrir ummæli gagnvart trans fólki á sér langa sögu slíkra ummæla. Þá hafa mótframbjóðendur hans orðið fyrir barðinu á ummælum hans. 30. nóvember 2024 10:44