Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 19. apríl 2025 16:57 Stemningin var gríðarleg og metfjöldi á svæðinu. Aðsend/Aníta Björk Jóhannsdóttir Fyrra kvöld rokkhátíðarinnar Aldrei fór ég suður var haldið í gærkvöldi á Ísafirði. Rokkstjóri hátíðarinnar er í skýjunum yfir vel heppnaðri hátíð og segist hafa aldrei séð jafn marga gesti. „Þetta var algjör draumur. Ég er ekki ennþá búinn að klípa mig nógu fast til að fatta hvað þetta gekk vel allt saman,“ segir Kristján Freyr Halldórsson, rokkstjóri Aldrei fór ég suður, þegar blaðamaður bjallaði í hann. „Ég er í skýjunum. Ég er svo stoltur af öllum gestum hátíðarinnar.“ Gríðarlegur fjöldi var á svæðinu.Aðsend/Aníta Björk Jóhannsdóttir „Þrátt fyrir mjög herta öryggisgæslu á svæðinu, við vorum tilbúin fyrir allt saman, þá voru bara allir það sem þau gera best að skemmta sér fallega í sátt og samlyndi við næsta mann og konu,“ segir Kristján. Hlynur Snorrason, yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum, tekur undir orð Kristjáns. Ekkert mál kom upp í tengslum við hátíðina auk þess sem lögregla þurfti ekki að hafa afskipti af neinum bílstjórum undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Metfjöldi manns í skemmunni „Ef það er eitthvað sem að við höfum lært á síðustu árum þá finnst mér, án þess að vera væminn eða meyr, gestir okkar á Aldrei fór ég suður bestu gestir í heimi. Við höfum boðið upp á alls konar og það er ekki sjálfgefið að fólk þekki alltaf öll nöfnin sem koma fram,“ segir Kristján. Í gærkvöldi steig hljómsveitin Geðbrigði fyrst á svið en fjórmenningarnir í sveitinni sigruðu Músíktilraunir á dögunum. Á eftir þeim tók við vestfirski tónlistarmaðurinn Gosi auk hljómsveitar. Vestfirska bandið Gosi tóku lagið.Aðsend/Aníta Björk Jóhannsdóttir „Það eru kannski ekki mörg sem hafa séð til þeirra en það var stappfull skemman og frábærar viðtökur. Þau voru gjörsamlega í skýjunum.“ Auk Geðbrigði og Gosa stigu á svið tvíeykið JóiPé og Króli. Þá tók hljómsveitin Múr nokkur lög en hún var nýverið útnefnd Bjartasta vonin í íslensku tónlistarlífi á Íslensku tónlistarverðlaununum. Írafár hélt uppi stuðinu og Apparat Organ Quante stigu síðastir á svið í fjölmennri skemmunni. „Við vorum að horfa á það núna að við myndum ekki fá jafn marga gesti og í fyrra,“ segir Kristján en þá var tuttugu ára afmæli hátíðarinnar en þá var mikill fjöldi gesta í bænum. „Ég held við höfum verið að sprengja enn og aftur skala í gær,“ segir hann. Tvíeykið JóiPé og Króli trylltu lýðinn.Aðsend/Aníta Björk Jóhannsdóttir Gestir hátíðarinnar voru mættir snemma í gær á svæðið enda blíðviðri á svæðinu og komu skipuleggjendur bekkjum og stólum þar sem fólk sat í makindum. „Það voru allir niður frá og við höfum ekki séð svona fjölda áður.“ Hann býst við alveg jafn mörgum gestum í skemmunni á Ísafirði í kvöld. Fyrst á svið verður Amor Vincit Omnia, poppdúett sem hefur komið á harðastökki inn í íslensku raftónlistarsenuna. „Þessi dúett fær örugglega nokkur þúsund ný eyru og nýja aðdáendur í kvöld.“ Kristján býst við að álíka margir mæti á seinna kvöld hátíðarinnar.Aðsend/Aníta Björk Jóhannsdóttir Vestfirska söngkonan Salóme Katrín stígur á svið og þar á eftir Una Torfa. Hljómsveitin Reykjavík! tekur við en síðast þegar hljómsveitin spilaði á Aldrei fór ég suður árið 2012 var trúlofun á sviðinu. Lokaatriði hátíðarinnar er í höndum FM Belfast sem hefur komið áður við sögu á hátíðinni, síðast fyrir tveimur árum. Vonandi endi einhver í sjóklæðum með sjómannsgítarinn Líkt og alltaf kostar ekkert að mæta á hátíðina heldur er hún opin öllum. Í stað þess fer fram fjáröflun, til að mynda sala á fatnaði merktum hátíðinni og uppboð á sérstökum vörum. Í ár er hægt að bjóða í hettupeysu áritaða af öllu tónlistarfólki hátíðarinnar, hlýrabol sem söngkonan Birgitta Haukdal áritaði og svokallaður Sjómannsgítarinn, einnig áritaður af tónlistarfólkinu. Fyrir hátíðina í ár var merkið hennar tekið í gegn og sjómaðurinn, sem hefur einkennt merki hátíðarinnar, látinn halda á gítar ólíkt fyrri merkjum. „Það var maður sem að hringdi og var svo ánægður með nýja ásýnd hátíðarinnar. Viðkomandi hringdi og sagði ég á alveg eins gítar og sjóarinn ykkar hérna og ég ætla að gefa ykkur hann. Getið þið ekki bara boðið hann upp til í fjáröflun?“ segir Kristján. Sjóarinn með sjómannsgítarinn sem er á uppboði.Aðsend/Aníta Björk Jóhannsdóttir „Það verður vonandi einhver sem endar í sjóklæðum og með gítar eins og í merkinu okkar í kvöld.“ Kristján er fullur tilhlökkunar fyrir kvöldinu og hátíðinni en hans helsta von er að allir skemmti sér vel og fallega. „Ef fólk vill virkilega styðja við bakið á okkur er það að fólk skemmti sér fallega á svæðinu og brosi til náungans sér við hlið. Það er það besta sem að við viljum að gerist á hátíðinni.“ Aldrei fór ég suður Tónleikar á Íslandi Ísafjarðarbær Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Staupasteinsstjarna er látin Bíó og sjónvarp Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Lífið Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Fleiri fréttir Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Sjá meira
„Þetta var algjör draumur. Ég er ekki ennþá búinn að klípa mig nógu fast til að fatta hvað þetta gekk vel allt saman,“ segir Kristján Freyr Halldórsson, rokkstjóri Aldrei fór ég suður, þegar blaðamaður bjallaði í hann. „Ég er í skýjunum. Ég er svo stoltur af öllum gestum hátíðarinnar.“ Gríðarlegur fjöldi var á svæðinu.Aðsend/Aníta Björk Jóhannsdóttir „Þrátt fyrir mjög herta öryggisgæslu á svæðinu, við vorum tilbúin fyrir allt saman, þá voru bara allir það sem þau gera best að skemmta sér fallega í sátt og samlyndi við næsta mann og konu,“ segir Kristján. Hlynur Snorrason, yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum, tekur undir orð Kristjáns. Ekkert mál kom upp í tengslum við hátíðina auk þess sem lögregla þurfti ekki að hafa afskipti af neinum bílstjórum undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Metfjöldi manns í skemmunni „Ef það er eitthvað sem að við höfum lært á síðustu árum þá finnst mér, án þess að vera væminn eða meyr, gestir okkar á Aldrei fór ég suður bestu gestir í heimi. Við höfum boðið upp á alls konar og það er ekki sjálfgefið að fólk þekki alltaf öll nöfnin sem koma fram,“ segir Kristján. Í gærkvöldi steig hljómsveitin Geðbrigði fyrst á svið en fjórmenningarnir í sveitinni sigruðu Músíktilraunir á dögunum. Á eftir þeim tók við vestfirski tónlistarmaðurinn Gosi auk hljómsveitar. Vestfirska bandið Gosi tóku lagið.Aðsend/Aníta Björk Jóhannsdóttir „Það eru kannski ekki mörg sem hafa séð til þeirra en það var stappfull skemman og frábærar viðtökur. Þau voru gjörsamlega í skýjunum.“ Auk Geðbrigði og Gosa stigu á svið tvíeykið JóiPé og Króli. Þá tók hljómsveitin Múr nokkur lög en hún var nýverið útnefnd Bjartasta vonin í íslensku tónlistarlífi á Íslensku tónlistarverðlaununum. Írafár hélt uppi stuðinu og Apparat Organ Quante stigu síðastir á svið í fjölmennri skemmunni. „Við vorum að horfa á það núna að við myndum ekki fá jafn marga gesti og í fyrra,“ segir Kristján en þá var tuttugu ára afmæli hátíðarinnar en þá var mikill fjöldi gesta í bænum. „Ég held við höfum verið að sprengja enn og aftur skala í gær,“ segir hann. Tvíeykið JóiPé og Króli trylltu lýðinn.Aðsend/Aníta Björk Jóhannsdóttir Gestir hátíðarinnar voru mættir snemma í gær á svæðið enda blíðviðri á svæðinu og komu skipuleggjendur bekkjum og stólum þar sem fólk sat í makindum. „Það voru allir niður frá og við höfum ekki séð svona fjölda áður.“ Hann býst við alveg jafn mörgum gestum í skemmunni á Ísafirði í kvöld. Fyrst á svið verður Amor Vincit Omnia, poppdúett sem hefur komið á harðastökki inn í íslensku raftónlistarsenuna. „Þessi dúett fær örugglega nokkur þúsund ný eyru og nýja aðdáendur í kvöld.“ Kristján býst við að álíka margir mæti á seinna kvöld hátíðarinnar.Aðsend/Aníta Björk Jóhannsdóttir Vestfirska söngkonan Salóme Katrín stígur á svið og þar á eftir Una Torfa. Hljómsveitin Reykjavík! tekur við en síðast þegar hljómsveitin spilaði á Aldrei fór ég suður árið 2012 var trúlofun á sviðinu. Lokaatriði hátíðarinnar er í höndum FM Belfast sem hefur komið áður við sögu á hátíðinni, síðast fyrir tveimur árum. Vonandi endi einhver í sjóklæðum með sjómannsgítarinn Líkt og alltaf kostar ekkert að mæta á hátíðina heldur er hún opin öllum. Í stað þess fer fram fjáröflun, til að mynda sala á fatnaði merktum hátíðinni og uppboð á sérstökum vörum. Í ár er hægt að bjóða í hettupeysu áritaða af öllu tónlistarfólki hátíðarinnar, hlýrabol sem söngkonan Birgitta Haukdal áritaði og svokallaður Sjómannsgítarinn, einnig áritaður af tónlistarfólkinu. Fyrir hátíðina í ár var merkið hennar tekið í gegn og sjómaðurinn, sem hefur einkennt merki hátíðarinnar, látinn halda á gítar ólíkt fyrri merkjum. „Það var maður sem að hringdi og var svo ánægður með nýja ásýnd hátíðarinnar. Viðkomandi hringdi og sagði ég á alveg eins gítar og sjóarinn ykkar hérna og ég ætla að gefa ykkur hann. Getið þið ekki bara boðið hann upp til í fjáröflun?“ segir Kristján. Sjóarinn með sjómannsgítarinn sem er á uppboði.Aðsend/Aníta Björk Jóhannsdóttir „Það verður vonandi einhver sem endar í sjóklæðum og með gítar eins og í merkinu okkar í kvöld.“ Kristján er fullur tilhlökkunar fyrir kvöldinu og hátíðinni en hans helsta von er að allir skemmti sér vel og fallega. „Ef fólk vill virkilega styðja við bakið á okkur er það að fólk skemmti sér fallega á svæðinu og brosi til náungans sér við hlið. Það er það besta sem að við viljum að gerist á hátíðinni.“
Aldrei fór ég suður Tónleikar á Íslandi Ísafjarðarbær Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Staupasteinsstjarna er látin Bíó og sjónvarp Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Lífið Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Fleiri fréttir Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Sjá meira