Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Sindri Sverrisson skrifar 16. apríl 2025 12:01 Kylian Mbappé fékk rautt spjald og eins leiks bann fyrir brot á Antonio Blanco. EPA-EFE/ADRIAN RUIZ HIERRO Nú er orðið ljóst að Kylian Mbappé sleppur með aðeins eins leiks bann eftir rauða spjaldið sem hann fékk fyrir háskalega tæklingu sína í 1-0 sigri Real Madrid gegn Alaves á Spáni um helgina. Mbappé sökkti tökkum í ökkla Antonios Blanco, fékk fyrst gult spjald en þeirri ákvörðun var breytt í rautt eftir myndbandsskoðun. Augljóst má vera að brotið verðskuldaði rautt spjald og aðeins spurning hve langt bann Mbappé yrði. Honestly mbappe deserves a lifetime ban tbh. That’s horrible 🥹 pic.twitter.com/f6XGgyLeEh— MC (@CrewsMat10) April 13, 2025 „Hneykslið hefur verið staðfest,“ skrifar spænska blaðið Mundo Deportivo í fyrirsögn, eftir að aganefnd komst að þeirri niðurstöðu að dæma frönsku stórstjörnuna í aðeins eins leiks bann. Blaðið er með bækistöðvar sínar í Barcelona. Ef Mbappé hefði fengið þriggja leikja bann hefði hann misst af úrslitaleiknum gegn Barcelona í spænska konungsbikarnum, þann 26. apríl. Mundo Deportivo segir að samkvæmt reglunum hafi brot Mbappé varðað 1-3 leikja banni en allt hafi bent til þess að Mbappé fengi tveggja leikja bann. Þess í stað missir hann aðeins af einum deildarleik, gegn Athletic Bilbao um næstu helgi. El arbitraje español con serios problemas, 40 minutos dos visitas al VAR, todos simulan, todos protestas pero lo más increíble que tenga que ir al VAR en este acción de Mbappé, @rfef pic.twitter.com/Az7U1uIbgc— Felipe Ramos Rizo (@ramosrizo) April 13, 2025 Rafa Yuste, varaforseti hjá Barcelona, var í viðtali eftir að liðið sló út Dortmund í Meistaradeildinni í gærkvöldi og talaði hreint út varðandi niðurstöðuna í máli Mbappé. „Tæklingin og bannið eru gjörsamlega út úr korti. Þetta var sjokkerandi og hefði getað valdið meiðslum. Þetta er algjört hneyksli,“ sagði Yuste. Mbappé og félagar í Real Madrid eru þó með hugann allan við leikinn í kvöld, gegn Arsenal, þar sem Real þarf að vinna upp þriggja marka forskot til að geta komist áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Carlo Ancelotti, sem áður hefur sagt að brot Mbappé hafi vissulega verðskuldað rautt spjald, vonast til að Frakkinn sýni sínar bestu hliðar í kvöld: „Hann er særður, vonsvikinn yfir því sem gerðist, en æfði mjög vel [í fyrradag] og er mjög vel gíraður. Við þurfum hann og mörkin hans, meira en nokkru sinni,“ sagði þessi einstaklega sigursæli stjóri Real. Spænski boltinn Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Sjá meira
Mbappé sökkti tökkum í ökkla Antonios Blanco, fékk fyrst gult spjald en þeirri ákvörðun var breytt í rautt eftir myndbandsskoðun. Augljóst má vera að brotið verðskuldaði rautt spjald og aðeins spurning hve langt bann Mbappé yrði. Honestly mbappe deserves a lifetime ban tbh. That’s horrible 🥹 pic.twitter.com/f6XGgyLeEh— MC (@CrewsMat10) April 13, 2025 „Hneykslið hefur verið staðfest,“ skrifar spænska blaðið Mundo Deportivo í fyrirsögn, eftir að aganefnd komst að þeirri niðurstöðu að dæma frönsku stórstjörnuna í aðeins eins leiks bann. Blaðið er með bækistöðvar sínar í Barcelona. Ef Mbappé hefði fengið þriggja leikja bann hefði hann misst af úrslitaleiknum gegn Barcelona í spænska konungsbikarnum, þann 26. apríl. Mundo Deportivo segir að samkvæmt reglunum hafi brot Mbappé varðað 1-3 leikja banni en allt hafi bent til þess að Mbappé fengi tveggja leikja bann. Þess í stað missir hann aðeins af einum deildarleik, gegn Athletic Bilbao um næstu helgi. El arbitraje español con serios problemas, 40 minutos dos visitas al VAR, todos simulan, todos protestas pero lo más increíble que tenga que ir al VAR en este acción de Mbappé, @rfef pic.twitter.com/Az7U1uIbgc— Felipe Ramos Rizo (@ramosrizo) April 13, 2025 Rafa Yuste, varaforseti hjá Barcelona, var í viðtali eftir að liðið sló út Dortmund í Meistaradeildinni í gærkvöldi og talaði hreint út varðandi niðurstöðuna í máli Mbappé. „Tæklingin og bannið eru gjörsamlega út úr korti. Þetta var sjokkerandi og hefði getað valdið meiðslum. Þetta er algjört hneyksli,“ sagði Yuste. Mbappé og félagar í Real Madrid eru þó með hugann allan við leikinn í kvöld, gegn Arsenal, þar sem Real þarf að vinna upp þriggja marka forskot til að geta komist áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Carlo Ancelotti, sem áður hefur sagt að brot Mbappé hafi vissulega verðskuldað rautt spjald, vonast til að Frakkinn sýni sínar bestu hliðar í kvöld: „Hann er særður, vonsvikinn yfir því sem gerðist, en æfði mjög vel [í fyrradag] og er mjög vel gíraður. Við þurfum hann og mörkin hans, meira en nokkru sinni,“ sagði þessi einstaklega sigursæli stjóri Real.
Spænski boltinn Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Sjá meira