Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Sindri Sverrisson skrifar 16. apríl 2025 12:01 Kylian Mbappé fékk rautt spjald og eins leiks bann fyrir brot á Antonio Blanco. EPA-EFE/ADRIAN RUIZ HIERRO Nú er orðið ljóst að Kylian Mbappé sleppur með aðeins eins leiks bann eftir rauða spjaldið sem hann fékk fyrir háskalega tæklingu sína í 1-0 sigri Real Madrid gegn Alaves á Spáni um helgina. Mbappé sökkti tökkum í ökkla Antonios Blanco, fékk fyrst gult spjald en þeirri ákvörðun var breytt í rautt eftir myndbandsskoðun. Augljóst má vera að brotið verðskuldaði rautt spjald og aðeins spurning hve langt bann Mbappé yrði. Honestly mbappe deserves a lifetime ban tbh. That’s horrible 🥹 pic.twitter.com/f6XGgyLeEh— MC (@CrewsMat10) April 13, 2025 „Hneykslið hefur verið staðfest,“ skrifar spænska blaðið Mundo Deportivo í fyrirsögn, eftir að aganefnd komst að þeirri niðurstöðu að dæma frönsku stórstjörnuna í aðeins eins leiks bann. Blaðið er með bækistöðvar sínar í Barcelona. Ef Mbappé hefði fengið þriggja leikja bann hefði hann misst af úrslitaleiknum gegn Barcelona í spænska konungsbikarnum, þann 26. apríl. Mundo Deportivo segir að samkvæmt reglunum hafi brot Mbappé varðað 1-3 leikja banni en allt hafi bent til þess að Mbappé fengi tveggja leikja bann. Þess í stað missir hann aðeins af einum deildarleik, gegn Athletic Bilbao um næstu helgi. El arbitraje español con serios problemas, 40 minutos dos visitas al VAR, todos simulan, todos protestas pero lo más increíble que tenga que ir al VAR en este acción de Mbappé, @rfef pic.twitter.com/Az7U1uIbgc— Felipe Ramos Rizo (@ramosrizo) April 13, 2025 Rafa Yuste, varaforseti hjá Barcelona, var í viðtali eftir að liðið sló út Dortmund í Meistaradeildinni í gærkvöldi og talaði hreint út varðandi niðurstöðuna í máli Mbappé. „Tæklingin og bannið eru gjörsamlega út úr korti. Þetta var sjokkerandi og hefði getað valdið meiðslum. Þetta er algjört hneyksli,“ sagði Yuste. Mbappé og félagar í Real Madrid eru þó með hugann allan við leikinn í kvöld, gegn Arsenal, þar sem Real þarf að vinna upp þriggja marka forskot til að geta komist áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Carlo Ancelotti, sem áður hefur sagt að brot Mbappé hafi vissulega verðskuldað rautt spjald, vonast til að Frakkinn sýni sínar bestu hliðar í kvöld: „Hann er særður, vonsvikinn yfir því sem gerðist, en æfði mjög vel [í fyrradag] og er mjög vel gíraður. Við þurfum hann og mörkin hans, meira en nokkru sinni,“ sagði þessi einstaklega sigursæli stjóri Real. Spænski boltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir Sjá meira
Mbappé sökkti tökkum í ökkla Antonios Blanco, fékk fyrst gult spjald en þeirri ákvörðun var breytt í rautt eftir myndbandsskoðun. Augljóst má vera að brotið verðskuldaði rautt spjald og aðeins spurning hve langt bann Mbappé yrði. Honestly mbappe deserves a lifetime ban tbh. That’s horrible 🥹 pic.twitter.com/f6XGgyLeEh— MC (@CrewsMat10) April 13, 2025 „Hneykslið hefur verið staðfest,“ skrifar spænska blaðið Mundo Deportivo í fyrirsögn, eftir að aganefnd komst að þeirri niðurstöðu að dæma frönsku stórstjörnuna í aðeins eins leiks bann. Blaðið er með bækistöðvar sínar í Barcelona. Ef Mbappé hefði fengið þriggja leikja bann hefði hann misst af úrslitaleiknum gegn Barcelona í spænska konungsbikarnum, þann 26. apríl. Mundo Deportivo segir að samkvæmt reglunum hafi brot Mbappé varðað 1-3 leikja banni en allt hafi bent til þess að Mbappé fengi tveggja leikja bann. Þess í stað missir hann aðeins af einum deildarleik, gegn Athletic Bilbao um næstu helgi. El arbitraje español con serios problemas, 40 minutos dos visitas al VAR, todos simulan, todos protestas pero lo más increíble que tenga que ir al VAR en este acción de Mbappé, @rfef pic.twitter.com/Az7U1uIbgc— Felipe Ramos Rizo (@ramosrizo) April 13, 2025 Rafa Yuste, varaforseti hjá Barcelona, var í viðtali eftir að liðið sló út Dortmund í Meistaradeildinni í gærkvöldi og talaði hreint út varðandi niðurstöðuna í máli Mbappé. „Tæklingin og bannið eru gjörsamlega út úr korti. Þetta var sjokkerandi og hefði getað valdið meiðslum. Þetta er algjört hneyksli,“ sagði Yuste. Mbappé og félagar í Real Madrid eru þó með hugann allan við leikinn í kvöld, gegn Arsenal, þar sem Real þarf að vinna upp þriggja marka forskot til að geta komist áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Carlo Ancelotti, sem áður hefur sagt að brot Mbappé hafi vissulega verðskuldað rautt spjald, vonast til að Frakkinn sýni sínar bestu hliðar í kvöld: „Hann er særður, vonsvikinn yfir því sem gerðist, en æfði mjög vel [í fyrradag] og er mjög vel gíraður. Við þurfum hann og mörkin hans, meira en nokkru sinni,“ sagði þessi einstaklega sigursæli stjóri Real.
Spænski boltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir Sjá meira