Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Jón Þór Stefánsson skrifar 15. apríl 2025 13:25 Árásin sem málið varðar átti sér stað í húsnæði Matfugls á Kjalarnesi. Vísir/Egill Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið ákærður fyrir stunguárás sem beindist gegn tveimur og er sögð átti sér stað í húsnæði Matfugls á Kjalarnesi síðastliðna nýársnótt. Héraðssaksóknari, sem ákærir í málinu, vill meina að um tilraun til manndráps hafi verið að ræða. Manninum er gefið að sök að leggja nokkrum sinnum til tveggja manna með hníf og reynt að svipta þá lífi. Umræddur hnífur er sagður vera með 11,5 sentímetra löngu hnífsblaði. Í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum segir að maðurinn hafi stungið fyrri manninn endurtekið í bakið og hinn í brjóstkassann og kviðinn. Fyrir vikið hafi sá fyrri hlotið tvö til þrjú lífshættuleg stungusár á aftanverðum vinstri brjóstkassa með miklum blæðingum. Jafnframt segir að hann hafi hlotið „áverka í gegnum húð á mótum brjóstkassa og kviðs, gat á milli rifja 8 og 9 vinstra megin og loft- og blóðbrjóst af völdum áverkanna.“ Hinn maðurinn er einnig sagður hafa hlotið tvö til þrjú lífshættuleg stungusár. Þau hafi verið á brjóstkassa í gegnum brjóstvöðva fyrir neðan gervörtu og kvið. Fyrir hönd mannanna er þess krafist að hinn meinti árásarmaður greiði þeim miskabætur. Annars vegar fimm milljónir króna og hins vegar fjórar milljónir króna. Sagðist hafa gripið hníf á gólfinu Fjallað var um stunguárásina í fjölmiðlum snemma á nýársmorgun. Þá var greint frá því að þrír hefðu verið handteknir vegna málsins. Seinna sama dag kom fram að einn þeirra hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Í gæsluvarðhaldsúrskurði kemur fram að eftir handtöku hafi sakborningurinn sagst hafa stungið mennina í sjálfsvörn. Þarna hafi margt fólk verið í teiti og allt í góðu þegar tveir menn, sem voru gestkomandi, hafi verið ógnandi og ráðist að honum í eldhúsi húsnæðisins. Annar þeirra hafi stappað á brjóstkassa hans og þá hafi hann reiðst og varið sig með hníf. Hann hafi sagt að það hafi verið vegna þess að maðurinn hafi verið stór og sterkur. Fram kom að á meðan maðurinn greindi frá þessu hafi hann grátið og sagt líf sitt vera búið. Daginn var tekinn önnur skýrsla af manninum. Þá sagði hann að í teitinu hefðu þrír menn verið að slást og hann reynt að fá þá til að hætta. Einn þessara þriggja hafi ýtt honum og hann fallið. Þeir hefðu síðan haldið áfram að berjast og blóð verið úti um allt. Hann hafi fengið spark í kviðinn. Hann hafi reynt að standa upp og það hafi verið hnífur fyrir framan hann, sem hann hafi tekið upp. Hann hafi óttast að mennirnir myndu drepa hann og að hann vissi ekki hvað hefði gerst vegna þess að hann hefði verið í áfalli. Í enn annari skýrslutöku hafi maðurinn sagt að hann vissi ekki til þess að hann hefði stungið mennina þrjá, en það hlyti þó að vera. Stunguárás á Kjalarnesi Reykjavík Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Tveir eru alvarlega særðir og er annar þeirra talinn vera í lífshættu eftir stunguárás á Kjalarnesi í nótt. 1. janúar 2025 07:14 Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Þrír eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á líkamsárás í húsi á Kjalarnesi á nýársnótt. 1. janúar 2025 12:01 Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Ranglega var greint frá því í fréttum RÚV að stunguárás sem gerð var á Kjalarnesi á nýársnótt hafi átt sér stað á Tindum gistiheimili. Í reynd fóru átökin fram í næsta húsi þar sem Matfugl er með húsnæði fyrir starfsfólk sitt. 3. janúar 2025 09:14 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Manninum er gefið að sök að leggja nokkrum sinnum til tveggja manna með hníf og reynt að svipta þá lífi. Umræddur hnífur er sagður vera með 11,5 sentímetra löngu hnífsblaði. Í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum segir að maðurinn hafi stungið fyrri manninn endurtekið í bakið og hinn í brjóstkassann og kviðinn. Fyrir vikið hafi sá fyrri hlotið tvö til þrjú lífshættuleg stungusár á aftanverðum vinstri brjóstkassa með miklum blæðingum. Jafnframt segir að hann hafi hlotið „áverka í gegnum húð á mótum brjóstkassa og kviðs, gat á milli rifja 8 og 9 vinstra megin og loft- og blóðbrjóst af völdum áverkanna.“ Hinn maðurinn er einnig sagður hafa hlotið tvö til þrjú lífshættuleg stungusár. Þau hafi verið á brjóstkassa í gegnum brjóstvöðva fyrir neðan gervörtu og kvið. Fyrir hönd mannanna er þess krafist að hinn meinti árásarmaður greiði þeim miskabætur. Annars vegar fimm milljónir króna og hins vegar fjórar milljónir króna. Sagðist hafa gripið hníf á gólfinu Fjallað var um stunguárásina í fjölmiðlum snemma á nýársmorgun. Þá var greint frá því að þrír hefðu verið handteknir vegna málsins. Seinna sama dag kom fram að einn þeirra hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Í gæsluvarðhaldsúrskurði kemur fram að eftir handtöku hafi sakborningurinn sagst hafa stungið mennina í sjálfsvörn. Þarna hafi margt fólk verið í teiti og allt í góðu þegar tveir menn, sem voru gestkomandi, hafi verið ógnandi og ráðist að honum í eldhúsi húsnæðisins. Annar þeirra hafi stappað á brjóstkassa hans og þá hafi hann reiðst og varið sig með hníf. Hann hafi sagt að það hafi verið vegna þess að maðurinn hafi verið stór og sterkur. Fram kom að á meðan maðurinn greindi frá þessu hafi hann grátið og sagt líf sitt vera búið. Daginn var tekinn önnur skýrsla af manninum. Þá sagði hann að í teitinu hefðu þrír menn verið að slást og hann reynt að fá þá til að hætta. Einn þessara þriggja hafi ýtt honum og hann fallið. Þeir hefðu síðan haldið áfram að berjast og blóð verið úti um allt. Hann hafi fengið spark í kviðinn. Hann hafi reynt að standa upp og það hafi verið hnífur fyrir framan hann, sem hann hafi tekið upp. Hann hafi óttast að mennirnir myndu drepa hann og að hann vissi ekki hvað hefði gerst vegna þess að hann hefði verið í áfalli. Í enn annari skýrslutöku hafi maðurinn sagt að hann vissi ekki til þess að hann hefði stungið mennina þrjá, en það hlyti þó að vera.
Stunguárás á Kjalarnesi Reykjavík Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Tveir eru alvarlega særðir og er annar þeirra talinn vera í lífshættu eftir stunguárás á Kjalarnesi í nótt. 1. janúar 2025 07:14 Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Þrír eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á líkamsárás í húsi á Kjalarnesi á nýársnótt. 1. janúar 2025 12:01 Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Ranglega var greint frá því í fréttum RÚV að stunguárás sem gerð var á Kjalarnesi á nýársnótt hafi átt sér stað á Tindum gistiheimili. Í reynd fóru átökin fram í næsta húsi þar sem Matfugl er með húsnæði fyrir starfsfólk sitt. 3. janúar 2025 09:14 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Tveir eru alvarlega særðir og er annar þeirra talinn vera í lífshættu eftir stunguárás á Kjalarnesi í nótt. 1. janúar 2025 07:14
Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Þrír eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á líkamsárás í húsi á Kjalarnesi á nýársnótt. 1. janúar 2025 12:01
Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Ranglega var greint frá því í fréttum RÚV að stunguárás sem gerð var á Kjalarnesi á nýársnótt hafi átt sér stað á Tindum gistiheimili. Í reynd fóru átökin fram í næsta húsi þar sem Matfugl er með húsnæði fyrir starfsfólk sitt. 3. janúar 2025 09:14
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent