Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. apríl 2025 13:51 Frá setningu Alþingis í febrúar. Vísir/Vilhelm Skrifstofa forseta Íslands segir afgreiðslu á beiðnum fréttastofu RÚV um upplýsingar um dagskrá forsetans ekki hafa verið fyllilega í samræmi við ákvæði upplýsingalaga. Umboðsmaður Alþingis segir ekki tilefni til frekari skoðunar á málinu í ljósi viðurkenningar skrifstofunnar á mistökum. Fréttastofa RÚV fjallaði um það 5. febrúar að skrifstofa forsetans hefði veitt óskýr svör við fyrirspurnum um hvar Halla Tómasdóttir forseti Íslands hefði verið á meðan minningarathöfn um helförina í Auschwitz fór fram í lok janúar. Þegar RÚV óskaði fyrst eftir upplýsingum um af hverju forsetinn hefði ekki sótt minningarathöfnina sagði forsetaskrifstofan að ekki hefði verið hægt að koma minningarathöfninni heim og saman við dagskrá forsetans. Í síðari svörum kom fram að Halla hefði ekki tök á að sækja viðburðinn því hann stangaðist á við einkaferð forsetahjónanna. Forsetahjónin voru í Dóminíska lýðveldinu þar sem Björn Skúlason forsetamarki nýtti tækifærið og auglýsti collagen-vörumerkið sitt Just Björn á Instagram-reikningi fyrirtækisins. View this post on Instagram A post shared by just björn (@justbjorncollagen) Þegar fréttastofa RÚV óskaði eftir að fá dagskrá forseta afhenta sagði forsetaskrifstofan að dagskrá forsetans væri ekki afhent. Var vísað til þess að ekki væri hægt að greina frá fyrirhuguðum ferðum forseta fyrir fram því það væri oft gestgjafans að tilkynna um ferðina. Þá ættu fleiri sjónarmið við til dæmis þau sem snúa að öryggi. Umboðsmaður óskaði því eftir að skrifstofa forseta upplýsti nánar um fyrirkomulag upplýsingagjafar um málefni sem snerta forsetann, meðal annars hvaða reglur giltu um meðferð beiðna um upplýsingar um dagskrá hans. Jafnframt var óskað eftir upplýsingum um þau sjónarmið sem lágu til grundvallar synjun á beiðnum fréttastofu RÚV og þá með hliðsjón af því að ekki var beðið um upplýsingarnar fyrir fram heldur eftir á. Umboðsmaður segir í bréfi sínu til skrifstofu forseta Íslands að í upplýsingalögum sé gengið út frá því sem meginreglu að skylt sé að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál sem og aðgengi að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Þó megi takmarka aðganginn þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjist þess enda hafi þau að geyma upplýsingar um öryggi ríkisins eða varnarmál. Aðilum á borð við skrifstofu forsetans beri skylda til að kanna hvort fyrir liggi í vörslum þeirra gögn með þeim upplýsingum sem óskað sé eftir og í kjölfarið taka rökstudda ákvörðun um hvort veita eigi aðgang að gögnunum í heild eða hluta. Umboðsmaður segir skrifstofu forsetans ekki hafa veitt nægjanlegar upplýsingar um það hvers vegna beiðni RÚV var synjað og sömuleiðis að skort hafi á leiðbeiningar um kæruheimild til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Fram kemur í bréfi umboðsmanns að í svörum skrifstofunnar hefði verið viðurkennt að afgreiðsla á beiðnum RÚV hefði ekki verið fyllilega í samræmi við ákvæði upplýsingalaga. Lét umboðsmaður því nægja að benda skrifstofu forseta á að gæta framvegis að tilteknum ákvæðum upplýsingalaga í störfum sínum. Athugun umboðsmanns á upplýsingagjöf skrifstofu forseta Íslands væri því lokið. Áfram yrði þó fylgst með afgreiðslu skrifstofunnar á beiðnum um upplýsingar og þær teknar til skoðunar eftir atvikum. Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
Fréttastofa RÚV fjallaði um það 5. febrúar að skrifstofa forsetans hefði veitt óskýr svör við fyrirspurnum um hvar Halla Tómasdóttir forseti Íslands hefði verið á meðan minningarathöfn um helförina í Auschwitz fór fram í lok janúar. Þegar RÚV óskaði fyrst eftir upplýsingum um af hverju forsetinn hefði ekki sótt minningarathöfnina sagði forsetaskrifstofan að ekki hefði verið hægt að koma minningarathöfninni heim og saman við dagskrá forsetans. Í síðari svörum kom fram að Halla hefði ekki tök á að sækja viðburðinn því hann stangaðist á við einkaferð forsetahjónanna. Forsetahjónin voru í Dóminíska lýðveldinu þar sem Björn Skúlason forsetamarki nýtti tækifærið og auglýsti collagen-vörumerkið sitt Just Björn á Instagram-reikningi fyrirtækisins. View this post on Instagram A post shared by just björn (@justbjorncollagen) Þegar fréttastofa RÚV óskaði eftir að fá dagskrá forseta afhenta sagði forsetaskrifstofan að dagskrá forsetans væri ekki afhent. Var vísað til þess að ekki væri hægt að greina frá fyrirhuguðum ferðum forseta fyrir fram því það væri oft gestgjafans að tilkynna um ferðina. Þá ættu fleiri sjónarmið við til dæmis þau sem snúa að öryggi. Umboðsmaður óskaði því eftir að skrifstofa forseta upplýsti nánar um fyrirkomulag upplýsingagjafar um málefni sem snerta forsetann, meðal annars hvaða reglur giltu um meðferð beiðna um upplýsingar um dagskrá hans. Jafnframt var óskað eftir upplýsingum um þau sjónarmið sem lágu til grundvallar synjun á beiðnum fréttastofu RÚV og þá með hliðsjón af því að ekki var beðið um upplýsingarnar fyrir fram heldur eftir á. Umboðsmaður segir í bréfi sínu til skrifstofu forseta Íslands að í upplýsingalögum sé gengið út frá því sem meginreglu að skylt sé að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál sem og aðgengi að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Þó megi takmarka aðganginn þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjist þess enda hafi þau að geyma upplýsingar um öryggi ríkisins eða varnarmál. Aðilum á borð við skrifstofu forsetans beri skylda til að kanna hvort fyrir liggi í vörslum þeirra gögn með þeim upplýsingum sem óskað sé eftir og í kjölfarið taka rökstudda ákvörðun um hvort veita eigi aðgang að gögnunum í heild eða hluta. Umboðsmaður segir skrifstofu forsetans ekki hafa veitt nægjanlegar upplýsingar um það hvers vegna beiðni RÚV var synjað og sömuleiðis að skort hafi á leiðbeiningar um kæruheimild til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Fram kemur í bréfi umboðsmanns að í svörum skrifstofunnar hefði verið viðurkennt að afgreiðsla á beiðnum RÚV hefði ekki verið fyllilega í samræmi við ákvæði upplýsingalaga. Lét umboðsmaður því nægja að benda skrifstofu forseta á að gæta framvegis að tilteknum ákvæðum upplýsingalaga í störfum sínum. Athugun umboðsmanns á upplýsingagjöf skrifstofu forseta Íslands væri því lokið. Áfram yrði þó fylgst með afgreiðslu skrifstofunnar á beiðnum um upplýsingar og þær teknar til skoðunar eftir atvikum.
Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira