Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 15. apríl 2025 07:03 Ketill og Amma hans á góðri stundu. Aðsend „Þetta var síðasta ósk ömmu Siggu til mín, að spila í jarðarförinni hennar. Mamma sagði mér frá því. Fyrst hugsaði ég að þetta væri erfitt, en ég vildi að gera þetta fyrir hana,“ segir leikarinn og tónlistarmaðurinn Ketill Ágústsson sem flutti hjartnæma útgáfu af lagi Bubba Morthens, „Kveðja“, þegar hann kvaddi móðurömmu sína í hinsta sinn. Ketill verður nítján ára í lok ársins og stefnir á útskrift úr Menntaskólanum við Sund í vor. Samhliða náminu starfar hann sem trúbador. Hann gaf út sitt fyrsta lag, Þessi stund með þér, um miðjan ágúst í fyrra, lag sem hann samdi þegar hann var 15 ára. Þrátt fyrir að vera ungur og upprennandi tónlistarmaður hefur Ketill þegar komið víða við, meðal annars sem gestur í hlutverki Alþýðu Bubba í sýningunni Níu líf um líf tónlistarmannsins Bubba Morthens, sem var sýnd í Borgarleikhúsinu. Ketill var á meðal fjölmargra sem komu sem gestir og sungu lagið Stál og hnífur fyrir áhorfendur. Ketill segist stefna að því að gefa út sitt þriðja lag innan tíðar og einbeita sér að því að þróa sig áfram sem tónlistarmaður. Ketill fór með hlutverk Alþýðu Bubba í sýningunni Níu líf sem sýnd var á fjölum Borgarleikhússins.Aðsend Erfitt en fallegt Þegar hann er spurður um sambandið við ömmu sína, segir Ketill að þau hafi átt mjög gott samband og þau hafi getað rætt um allt milli himins og jarðar. „Hún var alltaf húmorísk, hlý, góð og yndisleg. Hún var svo áhugasöm og spurði alltaf hvernig okkur barnabörnunum gengi í skólanum og að því sem við tókum okkur fyrir hendur,“ segir Ketill. Amma Sigga ásamt eiginmanni sínum og barnabörnum. Aðsend Það er augljóst hvað amma hans var honum kær. „Við höfðum oft talað við barnabörnin um það hversu heppin við vorum að eiga svona ótrúlega ömmu,“ segir Ketill og rifjar upp síðasta samtal þeirra þar sem hann þakkaði henni fyrir allt og kvaddi hana. „ Ég sagði að ég elskaði hana og var að fara út þegar hún snýr sér við og segir: „Stattu þig á gítarnum.“ Það stakk svakalega djúpt.“ Hann segist ætla að hafa þessi orð með sér út í lífið. Brast í grát í síðsta versinu Sem fyrr segir flutti Ketill lagið Kveðja eftir Bubba Morthens, en hann hafði breytt textanum örlítið og tileinkað það ömmu sinni. Þetta var í fyrsta skipti sem hann fór í jarðarför og vissi hann ekki hvernig þetta færi fram. „Ég hafði aldrei farið í svona jarðarför áður, og ég vissi ekki hvernig þetta myndi virka. Ég var með stórar hugmyndir um hvernig ég ætlaði að framkvæma þetta, og bað fólkið að syngja með mér þegar ég byrjaði að syngja. En þegar kom að síðasta versinu brotnaði ég niður. Það var svo fallegt þegar kórinn og aðrir gestir tóku undir með mér,“ segir Ketill. „Ég var mjög stressaður og hafði talað við vinkonu mína um það. Hún hafði spilað fyrir afa sinn nýlega og það var mjög tilfinningalegt fyrir hana. Ég var hræddur um að ég myndi ekki ná að halda andliti,“ útskýrir hann. Ketill ákvað að tala við fólkið á staðnum áður en hann hóf flutninginn og deildi með þeim sögunni um samtalið sem hann átti við ömmu sína áður en hún lést. „Ég byrjaði að tala og deila með fólki því sem amma hafði sagt við mig áður en ég fór út. Það var mjög erfitt, en þegar ég talaði frá hjartanu fann ég að ég gat gert þetta.“ Flutning Ketils má heyra í spilaranum hér að neðan. Klippa: Ketill Ágústsson uppfylltu hinstu ósk ömmu sinnar Tónlist Ástin og lífið Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Fleiri fréttir Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Sjá meira
Ketill verður nítján ára í lok ársins og stefnir á útskrift úr Menntaskólanum við Sund í vor. Samhliða náminu starfar hann sem trúbador. Hann gaf út sitt fyrsta lag, Þessi stund með þér, um miðjan ágúst í fyrra, lag sem hann samdi þegar hann var 15 ára. Þrátt fyrir að vera ungur og upprennandi tónlistarmaður hefur Ketill þegar komið víða við, meðal annars sem gestur í hlutverki Alþýðu Bubba í sýningunni Níu líf um líf tónlistarmannsins Bubba Morthens, sem var sýnd í Borgarleikhúsinu. Ketill var á meðal fjölmargra sem komu sem gestir og sungu lagið Stál og hnífur fyrir áhorfendur. Ketill segist stefna að því að gefa út sitt þriðja lag innan tíðar og einbeita sér að því að þróa sig áfram sem tónlistarmaður. Ketill fór með hlutverk Alþýðu Bubba í sýningunni Níu líf sem sýnd var á fjölum Borgarleikhússins.Aðsend Erfitt en fallegt Þegar hann er spurður um sambandið við ömmu sína, segir Ketill að þau hafi átt mjög gott samband og þau hafi getað rætt um allt milli himins og jarðar. „Hún var alltaf húmorísk, hlý, góð og yndisleg. Hún var svo áhugasöm og spurði alltaf hvernig okkur barnabörnunum gengi í skólanum og að því sem við tókum okkur fyrir hendur,“ segir Ketill. Amma Sigga ásamt eiginmanni sínum og barnabörnum. Aðsend Það er augljóst hvað amma hans var honum kær. „Við höfðum oft talað við barnabörnin um það hversu heppin við vorum að eiga svona ótrúlega ömmu,“ segir Ketill og rifjar upp síðasta samtal þeirra þar sem hann þakkaði henni fyrir allt og kvaddi hana. „ Ég sagði að ég elskaði hana og var að fara út þegar hún snýr sér við og segir: „Stattu þig á gítarnum.“ Það stakk svakalega djúpt.“ Hann segist ætla að hafa þessi orð með sér út í lífið. Brast í grát í síðsta versinu Sem fyrr segir flutti Ketill lagið Kveðja eftir Bubba Morthens, en hann hafði breytt textanum örlítið og tileinkað það ömmu sinni. Þetta var í fyrsta skipti sem hann fór í jarðarför og vissi hann ekki hvernig þetta færi fram. „Ég hafði aldrei farið í svona jarðarför áður, og ég vissi ekki hvernig þetta myndi virka. Ég var með stórar hugmyndir um hvernig ég ætlaði að framkvæma þetta, og bað fólkið að syngja með mér þegar ég byrjaði að syngja. En þegar kom að síðasta versinu brotnaði ég niður. Það var svo fallegt þegar kórinn og aðrir gestir tóku undir með mér,“ segir Ketill. „Ég var mjög stressaður og hafði talað við vinkonu mína um það. Hún hafði spilað fyrir afa sinn nýlega og það var mjög tilfinningalegt fyrir hana. Ég var hræddur um að ég myndi ekki ná að halda andliti,“ útskýrir hann. Ketill ákvað að tala við fólkið á staðnum áður en hann hóf flutninginn og deildi með þeim sögunni um samtalið sem hann átti við ömmu sína áður en hún lést. „Ég byrjaði að tala og deila með fólki því sem amma hafði sagt við mig áður en ég fór út. Það var mjög erfitt, en þegar ég talaði frá hjartanu fann ég að ég gat gert þetta.“ Flutning Ketils má heyra í spilaranum hér að neðan. Klippa: Ketill Ágústsson uppfylltu hinstu ósk ömmu sinnar
Tónlist Ástin og lífið Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Fleiri fréttir Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Sjá meira