Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. apríl 2025 11:53 Þrír drengjanna eru nemendur við Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra sem er á Sauðárkróki. Vísir Tveir drengjanna sem slösuðust í alvarlegu bílslysi í grennd við Hofsós á föstudagskvöld eru enn á gjörgæslu. Samfélagið í Skagafirði er harmi slegið vegna málsins að sögn setts skólameistara, en boðað hefur verið til samverustundar í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki á morgun. Fjórir drengir á aldrinum sautján og átján ára voru í bílnum sem hafnaði utanvegar á Siglufjarðarvegi við Grafará, skammt suður af Hofsósi á föstudagskvöldið. Þeir voru allir fluttir með sjúkraflugi og þyrlu á gjörgæsludeild Landspítalans í Reykjavík. Tveir þeirra liggja enn á gjörgæslu samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi vestra. Þrír piltanna eru nemendur við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki, en á morgun klukkan fimm hefur verið boðað til samverustundar í bóknámshúsi skólans. Þorkell Þorsteinsson er settur skólameistari við skólann. „Þarna varð alvarlegt umferðarslys á föstudagskvöldinu þar sem að mörg ungmenni komu að. Þetta er til þess að gera lítið samfélag sem við búum í, og eðlilega þá snertir þetta áfall mjög marga, einkanlega jafnaldra þessara drengja sem í hlut eiga. Hugmyndin er einfaldlega að bjóða fólki að koma saman og ræða sína líðan og upplifun,“ segir Þorkell. Fulltrúar frá félagsmálayfirvöldum í Húnavatnssýslum og í Skagafirði, barnavernd og lögreglu, auk prests, verða til staðar á fundinum. „Þetta er hugmyndin að taka saman stöðuna og hvaða lærdóm við getum væntanlega dregið af þessu og líka hitt að hreinlega bara veita hvert öðru styrk,“ Þorkell. Hann finni fyrir mikilli samstöðu og samhugur ríki meðal fólksins á svæðinu en samfélagið sé mjög slegið slegið. „Það þekkja allir alla og þetta er virkilegt högg, þetta er áfall fyrir samfélagið. Samkenndin er mikil og fólk tekur þetta til sín.“ Skagafjörður Samgönguslys Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Fjórir drengir á aldrinum sautján og átján ára voru í bílnum sem hafnaði utanvegar á Siglufjarðarvegi við Grafará, skammt suður af Hofsósi á föstudagskvöldið. Þeir voru allir fluttir með sjúkraflugi og þyrlu á gjörgæsludeild Landspítalans í Reykjavík. Tveir þeirra liggja enn á gjörgæslu samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi vestra. Þrír piltanna eru nemendur við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki, en á morgun klukkan fimm hefur verið boðað til samverustundar í bóknámshúsi skólans. Þorkell Þorsteinsson er settur skólameistari við skólann. „Þarna varð alvarlegt umferðarslys á föstudagskvöldinu þar sem að mörg ungmenni komu að. Þetta er til þess að gera lítið samfélag sem við búum í, og eðlilega þá snertir þetta áfall mjög marga, einkanlega jafnaldra þessara drengja sem í hlut eiga. Hugmyndin er einfaldlega að bjóða fólki að koma saman og ræða sína líðan og upplifun,“ segir Þorkell. Fulltrúar frá félagsmálayfirvöldum í Húnavatnssýslum og í Skagafirði, barnavernd og lögreglu, auk prests, verða til staðar á fundinum. „Þetta er hugmyndin að taka saman stöðuna og hvaða lærdóm við getum væntanlega dregið af þessu og líka hitt að hreinlega bara veita hvert öðru styrk,“ Þorkell. Hann finni fyrir mikilli samstöðu og samhugur ríki meðal fólksins á svæðinu en samfélagið sé mjög slegið slegið. „Það þekkja allir alla og þetta er virkilegt högg, þetta er áfall fyrir samfélagið. Samkenndin er mikil og fólk tekur þetta til sín.“
Skagafjörður Samgönguslys Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira