Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. apríl 2025 08:47 Aimee Lou Wood t.v. sem Chelsea í White Lotus og Sarah Sherman t.h. sem sami karakter en um leið Cheryl Hines. Instagram/Youtube Breska leikkonan Aimee Lou Wood hefur fengið sjaldséða afsökunarbeiðni frá aðstandendum sketsaþáttanna SNL eftir að hún lýsti yfir óánægju með „illkvittinn og ófyndinn“ skets þar sem var gert grín að tönnum hennar. SNL sýndi á laugardag sketsinn White Potus, grínútgáfu af þriðju seríu White Lotus, þar sem Trump-fjölskyldan var tekin fyrir. Þarna mátti sjá vel girtan Donald Trump fá taugaáfall yfir áhrifum tollanna, óðamála Melaniu Trump og bræðurnar Don Jr. og Eric Trump. Þá brá Jon Hamm sér í hlutverk heilbrigðismálaráðherrans Robert F. Kennedy Jr. í líki Rick Hatchett (Walton Goggins) úr þriðju seríu þáttanna. Sketsinn má sjá hér að neðan. Í sketsinum spyr Kennedy: „Ég hef verið að fá þessar klikkuðu hugmyndir, eins og hvað ef við tökum allan flúorinn úr drykkjarvatninu? Hvað myndi það gera við tennur fólks?“ „Flúoríð? Hvað er það?“ svaraði eiginkona hans, leikin af Söruh Sherman, með risastórar gervitennur og enskan hreim. Þarna var greinilega ekki verið að gera grín að Cheryl Hines, alvöru eiginkonu Kennedy, heldur Aimee Lou Wood sem leikur sama karakter í White Lotus og er þekkt fyrir óhefðbundnar tennur sínar. Brandarinn stakk því í stúf við restina af sketsinum. „Illkvittið og ófyndið“ Á laugardaginn deildi Aimee Lou Wood röð hringrása (e. story) á Instagram þar sem hún lýsti fyrir aðdáendum samskiptum sínum við fólkið hjá HBO sem hefði verið mjög stuðningsríkt í hennar garð. Í kölfarið ákvað hún að létta frekar af sér. „En á meðan ég er í hreinskilnisham, þá fannst mér SNL-dæmið illkvitið og ófyndið,“ sagði hún á einni myndinni. „Algjör skömm því ég skemmti mér konunglega þegar ég horfði fyrir nokkrum vikum síðan. Gerið endilega grín - um það snýst þátturinn. En það hlýtur að vera sniðugari, fíngerðari og ekki jafn ódýr leið að því?“ sagði hún í næstu hringrás. Aimee var ekki alveg nógu sátt. Wood, sem er frá Stockport úr Manchester-sýslu, var ekki heldur sérlega ánægð með hreiminn. „Náið hreimnum að minnsta kosti réttum, í alvöru. Ég virði nákvæmni jafnvel þó hún sé illkvitin,“ sagði hún á annarri mynd. Um tveimur tímum eftir fyrstu færsluna birti Wood færslu þar sem sagði: „Ég hef fengið afsökunarbeiðni frá SNL.“ Þáttastjórnendur virðast hafa beðið Wood persónulega afsökunar því afsökunarbeiðnin er ekki opinber. Að fólk sé beðið afsökunar af SNL þykir ansi sjaldséð og ef það er gert þá er það gjarnan gert í sjálfum þættinum á óhefðbundinn máta. Allt er gott sem endar vel. Að lokum birti Wood hringrás þar sem hún sagðist alveg hafa húmor fyrir sjálfri sér. „Ég er ekki hörundsár. Ég elska í alvörunni að láta gera grín að mér þegar það er sniðugt og í góðri trú. En grínið var um flúor. Ég er gistennt en ekki með slæmar tennur,“ sagði hún. Hún sagðist gera sér grein fyrir því að SNL gengi út á skopstælingar. Restin af sketsinum hafi fjallað um að kýla upp fyrir sig meðan þessi karakter var sá eini sem var kýldur niður. Hún tók sérstaklega fram að henni væri ekki illa við Sherman heldur bara sjálft konseptið. Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Fleiri fréttir Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Sjá meira
SNL sýndi á laugardag sketsinn White Potus, grínútgáfu af þriðju seríu White Lotus, þar sem Trump-fjölskyldan var tekin fyrir. Þarna mátti sjá vel girtan Donald Trump fá taugaáfall yfir áhrifum tollanna, óðamála Melaniu Trump og bræðurnar Don Jr. og Eric Trump. Þá brá Jon Hamm sér í hlutverk heilbrigðismálaráðherrans Robert F. Kennedy Jr. í líki Rick Hatchett (Walton Goggins) úr þriðju seríu þáttanna. Sketsinn má sjá hér að neðan. Í sketsinum spyr Kennedy: „Ég hef verið að fá þessar klikkuðu hugmyndir, eins og hvað ef við tökum allan flúorinn úr drykkjarvatninu? Hvað myndi það gera við tennur fólks?“ „Flúoríð? Hvað er það?“ svaraði eiginkona hans, leikin af Söruh Sherman, með risastórar gervitennur og enskan hreim. Þarna var greinilega ekki verið að gera grín að Cheryl Hines, alvöru eiginkonu Kennedy, heldur Aimee Lou Wood sem leikur sama karakter í White Lotus og er þekkt fyrir óhefðbundnar tennur sínar. Brandarinn stakk því í stúf við restina af sketsinum. „Illkvittið og ófyndið“ Á laugardaginn deildi Aimee Lou Wood röð hringrása (e. story) á Instagram þar sem hún lýsti fyrir aðdáendum samskiptum sínum við fólkið hjá HBO sem hefði verið mjög stuðningsríkt í hennar garð. Í kölfarið ákvað hún að létta frekar af sér. „En á meðan ég er í hreinskilnisham, þá fannst mér SNL-dæmið illkvitið og ófyndið,“ sagði hún á einni myndinni. „Algjör skömm því ég skemmti mér konunglega þegar ég horfði fyrir nokkrum vikum síðan. Gerið endilega grín - um það snýst þátturinn. En það hlýtur að vera sniðugari, fíngerðari og ekki jafn ódýr leið að því?“ sagði hún í næstu hringrás. Aimee var ekki alveg nógu sátt. Wood, sem er frá Stockport úr Manchester-sýslu, var ekki heldur sérlega ánægð með hreiminn. „Náið hreimnum að minnsta kosti réttum, í alvöru. Ég virði nákvæmni jafnvel þó hún sé illkvitin,“ sagði hún á annarri mynd. Um tveimur tímum eftir fyrstu færsluna birti Wood færslu þar sem sagði: „Ég hef fengið afsökunarbeiðni frá SNL.“ Þáttastjórnendur virðast hafa beðið Wood persónulega afsökunar því afsökunarbeiðnin er ekki opinber. Að fólk sé beðið afsökunar af SNL þykir ansi sjaldséð og ef það er gert þá er það gjarnan gert í sjálfum þættinum á óhefðbundinn máta. Allt er gott sem endar vel. Að lokum birti Wood hringrás þar sem hún sagðist alveg hafa húmor fyrir sjálfri sér. „Ég er ekki hörundsár. Ég elska í alvörunni að láta gera grín að mér þegar það er sniðugt og í góðri trú. En grínið var um flúor. Ég er gistennt en ekki með slæmar tennur,“ sagði hún. Hún sagðist gera sér grein fyrir því að SNL gengi út á skopstælingar. Restin af sketsinum hafi fjallað um að kýla upp fyrir sig meðan þessi karakter var sá eini sem var kýldur niður. Hún tók sérstaklega fram að henni væri ekki illa við Sherman heldur bara sjálft konseptið.
Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Fleiri fréttir Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Sjá meira