Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Atli Ísleifsson skrifar 14. apríl 2025 07:19 Víða má búast við lélegu skyggni og slæmum akstursskilyrðum. Vísir/Vilhelm Djúp lægð er nú við austurströndina og veldur hún allhvassri eða hvassri norðanátt á landinu. Gular viðvaranir eru í gildi á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra vegna norðan hríðar og má víða búast við lélegu skyggni og slæmum akstursskilyrðum. Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar. Fram kemur að lægðin sé farin að grynnast og þokast til norðvesturs inn á land. Því hafi dregið nokkuð úr vindi austast á landinu. „Síðdegis dregur smám saman úr vindi í öðrum landhlutum, nema að það helst hvasst norðvestantil fram á nótt. Norðanáttinni fylgir snjókoma eða slydda allvíða, en á sunnanverðu landinu er úrkomulítið og svo verður væntanlega einnig austanlands seinnipartinn. Hiti 0 til 6 stig í dag, hlýjast sunnanlands,“ segir á vef Veðurstofunnar. Ófært á Steingrímsfjarðarheiði Á vef Vegagerðarinnar segir að ófært sé á Dynjandisheiði og á Klettsháls. Hálka, hálkublettir eða snjóþekja er víða á öðrum leiðum á Vestfjörðum. Hálkublettir eru á Bröttubrekku og Fróðárheiði. Á Norðurlandi er ófært í Höfðahvefi og á Víkurskarði, þungfært í Almenningnum en þæfingsfærð í Fljótum, á Ólafsfjarðarvegi og á Svalbarðsströnd. Snjóþekja, hálka eða hálkublettir eru á öðrum leiðum. Á Norðausturlandi er ófært á Hófaskarði. Þæfingsfærð er á Möðrudalsöræfum og á Raufarhafnarvegi en snjóþekja eða hálka er á flestum öðrum leiðum. Á Austurlandi er þungfært á Fagradal og á Heiðarenda, þæfingsfærð er á Skriðdalsvegi, Hróarstunguvegi og á Lagarfossvegi. Krapir er á Fjarðarheiði og eitthvað er um hálku eða hálkubletti á öðrum leiðum. Ófært er á Öxi. Útlit fyrir stífa og kalda norðanátt Á morgun er spáð norðaustan stinningskalda eða allhvössum vindi. Él norðan- og austanlands, en bjartviðri sunnan heiða. Hlýnar lítillega. Þegar á heildina er litið er útlit fyrir stífa og fremur kalda norðlæga átt næstu daga og ofankoma viðloðandi á norðurhelmingi landsins. Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á þriðjudag: Norðaustan 8-15 m/s. Él eða slydduél norðan- og austanlands með hita um eða yfir frostmarki. Bjartviðri sunnan heiða og hiti að 8 stigum yfir daginn. Á miðvikudag: Norðan 8-15, él og vægt frost, en bjartviðri á sunnanverðu landinu og frostlaust að deginum. Á fimmtudag (skírdagur): Norðan 10-18, hvassast við norðurströndina. Snjókoma eða slydda á norðanverðu landinu, en þurrt að kalla sunnanlands. Hiti kringum frostmark. Á föstudag (föstudagurinn langi): Minnkandi norðanátt og él á Norður- og Austurlandi, vægt frost. Léttskýjað sunnan heiða og hiti 2 til 7 stig yfir daginn. Á laugardag: Fremur hæg norðlæg átt og þurrt, en stöku él austanlands og bætir í vind og úrkomu þar seinnipartinn. Hiti breytist lítið. Á sunnudag (páskadagur): Líkur á hvassri norðaustanátt með ofankomu, en þurrt á suðvestanverðu landinu. Veður Færð á vegum Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar. Fram kemur að lægðin sé farin að grynnast og þokast til norðvesturs inn á land. Því hafi dregið nokkuð úr vindi austast á landinu. „Síðdegis dregur smám saman úr vindi í öðrum landhlutum, nema að það helst hvasst norðvestantil fram á nótt. Norðanáttinni fylgir snjókoma eða slydda allvíða, en á sunnanverðu landinu er úrkomulítið og svo verður væntanlega einnig austanlands seinnipartinn. Hiti 0 til 6 stig í dag, hlýjast sunnanlands,“ segir á vef Veðurstofunnar. Ófært á Steingrímsfjarðarheiði Á vef Vegagerðarinnar segir að ófært sé á Dynjandisheiði og á Klettsháls. Hálka, hálkublettir eða snjóþekja er víða á öðrum leiðum á Vestfjörðum. Hálkublettir eru á Bröttubrekku og Fróðárheiði. Á Norðurlandi er ófært í Höfðahvefi og á Víkurskarði, þungfært í Almenningnum en þæfingsfærð í Fljótum, á Ólafsfjarðarvegi og á Svalbarðsströnd. Snjóþekja, hálka eða hálkublettir eru á öðrum leiðum. Á Norðausturlandi er ófært á Hófaskarði. Þæfingsfærð er á Möðrudalsöræfum og á Raufarhafnarvegi en snjóþekja eða hálka er á flestum öðrum leiðum. Á Austurlandi er þungfært á Fagradal og á Heiðarenda, þæfingsfærð er á Skriðdalsvegi, Hróarstunguvegi og á Lagarfossvegi. Krapir er á Fjarðarheiði og eitthvað er um hálku eða hálkubletti á öðrum leiðum. Ófært er á Öxi. Útlit fyrir stífa og kalda norðanátt Á morgun er spáð norðaustan stinningskalda eða allhvössum vindi. Él norðan- og austanlands, en bjartviðri sunnan heiða. Hlýnar lítillega. Þegar á heildina er litið er útlit fyrir stífa og fremur kalda norðlæga átt næstu daga og ofankoma viðloðandi á norðurhelmingi landsins. Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á þriðjudag: Norðaustan 8-15 m/s. Él eða slydduél norðan- og austanlands með hita um eða yfir frostmarki. Bjartviðri sunnan heiða og hiti að 8 stigum yfir daginn. Á miðvikudag: Norðan 8-15, él og vægt frost, en bjartviðri á sunnanverðu landinu og frostlaust að deginum. Á fimmtudag (skírdagur): Norðan 10-18, hvassast við norðurströndina. Snjókoma eða slydda á norðanverðu landinu, en þurrt að kalla sunnanlands. Hiti kringum frostmark. Á föstudag (föstudagurinn langi): Minnkandi norðanátt og él á Norður- og Austurlandi, vægt frost. Léttskýjað sunnan heiða og hiti 2 til 7 stig yfir daginn. Á laugardag: Fremur hæg norðlæg átt og þurrt, en stöku él austanlands og bætir í vind og úrkomu þar seinnipartinn. Hiti breytist lítið. Á sunnudag (páskadagur): Líkur á hvassri norðaustanátt með ofankomu, en þurrt á suðvestanverðu landinu.
Veður Færð á vegum Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Sjá meira