Samfélagið á sögulega erfiðum stað Tómas Arnar Þorláksson skrifar 13. apríl 2025 19:00 Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur. vísir/Lýður Valberg Afbrotafræðingur segir samfélagið á mjög erfiðum stað í sögulegu samhengi. Áföll sem ekki er unnið úr geti verið einn helsti áhættuþátturinn fyrir því að ungmenni leiti í ofbeldisfulla öfgahyggju. Í skýrslu ríkislögreglustjóra sem kom út á fimmtudaginn segir að hryðjuverkaógn á Íslandi hafi aukist lítillega á milli ára. Helsta ógnin stafi frá ofbeldissinnuðum einstaklingum sem sæki hvatningu í hægri öfga, mest ungir karlmenn. Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir áhættuþættina oft þá sömu. „Einhvers konar félagsleg einangrun. Þetta er ungt fólk sem upplifir sig kannski jaðarsett meðal sinna jafningja. Jafnvel orðið fyrir einelti og er því að leita í að tilheyra einhvers konar hópi. Svona ofbeldisfull öfgahyggja verður líka oft til í kjölfar áfalla.“ „Um leið og það er orðið samfélag, þá er það orðið samtök“ Lögreglan hafi vitneskju um að íslensk ungmenni séu virk inn á spjallsíðum, hópum og öðrum miðlum þar sem hvatt sé til hryðjuverka. Margrét segir algrím á samfélagsmiðlum og upplýsingaóreiðu þar sem gervigreind á í hlut leiða ungmenni í síauknu mæli á braut ofbeldis. „Það er ekki bara erfitt fyrir ungt fólk heldur fyrir okkur öll að greina upplýsingar á netinu að greina hvað er rétt og hvað er rangt. Það er svo auðvelt að hafa áhrif á okkur. Þó að það sé jákvætt að það séu ekki hryðjuverkasamtök á íslandi. En þegar það verður til samfélag fólks sem upplifir sig eitt. Þá er auðvitað sú hætta fyrir hendi. Bara um leið og það er orðið samfélag þá er það orðið samtök.“ Þurfi að efla gagnrýna hugsun ungmenna Markvissar forvarnir fyrir ungt fólk geti skipt sköpum. Jafnvel eigi að innleiða það í námskerfið. „Það þurfi að einblína á stafræna hæfni. Að fólk kunni að lesa sér til. Hvað eru áreiðanlegar upplýsingar og hvað ekki og kunni að greina frá réttu og röngu. Og gagnrýnin hugsun. Það hefur líka verið lögð áhersla á það. En einnig félagsfærni. Hvernig áttu í samskiptum við einhvern sem er með ólíkar skoðanir eða er öðruvísi en þú. Við erum auðvitað á erfiðum stað, sögulega. Ég held að við séum á svolítið erfiðum stað. Það er mikil ólga. Það er rosalega mikil skautun í samfélaginu.“ Lögreglan Börn og uppeldi Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Umfangsmikil aðgerð Europol: Netþjónar á Íslandi hýstu hryðjuverkaáróður Ríkislögreglustjóri og Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tóku þátt í tveimur umfangsmiklum aðgerðum á vegum Europol í vikunni gegn dreifingu og stýringu hryðjuverka. Teknir voru niður netþjónar í Þýskalandi, Hollandi, Bandaríkjunum og á Íslandi. Spænsk yfirvöld handtóku níu einstaklinga í aðgerðunum. 14. júní 2024 13:28 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Sjá meira
Í skýrslu ríkislögreglustjóra sem kom út á fimmtudaginn segir að hryðjuverkaógn á Íslandi hafi aukist lítillega á milli ára. Helsta ógnin stafi frá ofbeldissinnuðum einstaklingum sem sæki hvatningu í hægri öfga, mest ungir karlmenn. Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir áhættuþættina oft þá sömu. „Einhvers konar félagsleg einangrun. Þetta er ungt fólk sem upplifir sig kannski jaðarsett meðal sinna jafningja. Jafnvel orðið fyrir einelti og er því að leita í að tilheyra einhvers konar hópi. Svona ofbeldisfull öfgahyggja verður líka oft til í kjölfar áfalla.“ „Um leið og það er orðið samfélag, þá er það orðið samtök“ Lögreglan hafi vitneskju um að íslensk ungmenni séu virk inn á spjallsíðum, hópum og öðrum miðlum þar sem hvatt sé til hryðjuverka. Margrét segir algrím á samfélagsmiðlum og upplýsingaóreiðu þar sem gervigreind á í hlut leiða ungmenni í síauknu mæli á braut ofbeldis. „Það er ekki bara erfitt fyrir ungt fólk heldur fyrir okkur öll að greina upplýsingar á netinu að greina hvað er rétt og hvað er rangt. Það er svo auðvelt að hafa áhrif á okkur. Þó að það sé jákvætt að það séu ekki hryðjuverkasamtök á íslandi. En þegar það verður til samfélag fólks sem upplifir sig eitt. Þá er auðvitað sú hætta fyrir hendi. Bara um leið og það er orðið samfélag þá er það orðið samtök.“ Þurfi að efla gagnrýna hugsun ungmenna Markvissar forvarnir fyrir ungt fólk geti skipt sköpum. Jafnvel eigi að innleiða það í námskerfið. „Það þurfi að einblína á stafræna hæfni. Að fólk kunni að lesa sér til. Hvað eru áreiðanlegar upplýsingar og hvað ekki og kunni að greina frá réttu og röngu. Og gagnrýnin hugsun. Það hefur líka verið lögð áhersla á það. En einnig félagsfærni. Hvernig áttu í samskiptum við einhvern sem er með ólíkar skoðanir eða er öðruvísi en þú. Við erum auðvitað á erfiðum stað, sögulega. Ég held að við séum á svolítið erfiðum stað. Það er mikil ólga. Það er rosalega mikil skautun í samfélaginu.“
Lögreglan Börn og uppeldi Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Umfangsmikil aðgerð Europol: Netþjónar á Íslandi hýstu hryðjuverkaáróður Ríkislögreglustjóri og Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tóku þátt í tveimur umfangsmiklum aðgerðum á vegum Europol í vikunni gegn dreifingu og stýringu hryðjuverka. Teknir voru niður netþjónar í Þýskalandi, Hollandi, Bandaríkjunum og á Íslandi. Spænsk yfirvöld handtóku níu einstaklinga í aðgerðunum. 14. júní 2024 13:28 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Sjá meira
Umfangsmikil aðgerð Europol: Netþjónar á Íslandi hýstu hryðjuverkaáróður Ríkislögreglustjóri og Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tóku þátt í tveimur umfangsmiklum aðgerðum á vegum Europol í vikunni gegn dreifingu og stýringu hryðjuverka. Teknir voru niður netþjónar í Þýskalandi, Hollandi, Bandaríkjunum og á Íslandi. Spænsk yfirvöld handtóku níu einstaklinga í aðgerðunum. 14. júní 2024 13:28