Samfélagið á sögulega erfiðum stað Tómas Arnar Þorláksson skrifar 13. apríl 2025 19:00 Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur. vísir/Lýður Valberg Afbrotafræðingur segir samfélagið á mjög erfiðum stað í sögulegu samhengi. Áföll sem ekki er unnið úr geti verið einn helsti áhættuþátturinn fyrir því að ungmenni leiti í ofbeldisfulla öfgahyggju. Í skýrslu ríkislögreglustjóra sem kom út á fimmtudaginn segir að hryðjuverkaógn á Íslandi hafi aukist lítillega á milli ára. Helsta ógnin stafi frá ofbeldissinnuðum einstaklingum sem sæki hvatningu í hægri öfga, mest ungir karlmenn. Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir áhættuþættina oft þá sömu. „Einhvers konar félagsleg einangrun. Þetta er ungt fólk sem upplifir sig kannski jaðarsett meðal sinna jafningja. Jafnvel orðið fyrir einelti og er því að leita í að tilheyra einhvers konar hópi. Svona ofbeldisfull öfgahyggja verður líka oft til í kjölfar áfalla.“ „Um leið og það er orðið samfélag, þá er það orðið samtök“ Lögreglan hafi vitneskju um að íslensk ungmenni séu virk inn á spjallsíðum, hópum og öðrum miðlum þar sem hvatt sé til hryðjuverka. Margrét segir algrím á samfélagsmiðlum og upplýsingaóreiðu þar sem gervigreind á í hlut leiða ungmenni í síauknu mæli á braut ofbeldis. „Það er ekki bara erfitt fyrir ungt fólk heldur fyrir okkur öll að greina upplýsingar á netinu að greina hvað er rétt og hvað er rangt. Það er svo auðvelt að hafa áhrif á okkur. Þó að það sé jákvætt að það séu ekki hryðjuverkasamtök á íslandi. En þegar það verður til samfélag fólks sem upplifir sig eitt. Þá er auðvitað sú hætta fyrir hendi. Bara um leið og það er orðið samfélag þá er það orðið samtök.“ Þurfi að efla gagnrýna hugsun ungmenna Markvissar forvarnir fyrir ungt fólk geti skipt sköpum. Jafnvel eigi að innleiða það í námskerfið. „Það þurfi að einblína á stafræna hæfni. Að fólk kunni að lesa sér til. Hvað eru áreiðanlegar upplýsingar og hvað ekki og kunni að greina frá réttu og röngu. Og gagnrýnin hugsun. Það hefur líka verið lögð áhersla á það. En einnig félagsfærni. Hvernig áttu í samskiptum við einhvern sem er með ólíkar skoðanir eða er öðruvísi en þú. Við erum auðvitað á erfiðum stað, sögulega. Ég held að við séum á svolítið erfiðum stað. Það er mikil ólga. Það er rosalega mikil skautun í samfélaginu.“ Lögreglan Börn og uppeldi Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Umfangsmikil aðgerð Europol: Netþjónar á Íslandi hýstu hryðjuverkaáróður Ríkislögreglustjóri og Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tóku þátt í tveimur umfangsmiklum aðgerðum á vegum Europol í vikunni gegn dreifingu og stýringu hryðjuverka. Teknir voru niður netþjónar í Þýskalandi, Hollandi, Bandaríkjunum og á Íslandi. Spænsk yfirvöld handtóku níu einstaklinga í aðgerðunum. 14. júní 2024 13:28 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Sjá meira
Í skýrslu ríkislögreglustjóra sem kom út á fimmtudaginn segir að hryðjuverkaógn á Íslandi hafi aukist lítillega á milli ára. Helsta ógnin stafi frá ofbeldissinnuðum einstaklingum sem sæki hvatningu í hægri öfga, mest ungir karlmenn. Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir áhættuþættina oft þá sömu. „Einhvers konar félagsleg einangrun. Þetta er ungt fólk sem upplifir sig kannski jaðarsett meðal sinna jafningja. Jafnvel orðið fyrir einelti og er því að leita í að tilheyra einhvers konar hópi. Svona ofbeldisfull öfgahyggja verður líka oft til í kjölfar áfalla.“ „Um leið og það er orðið samfélag, þá er það orðið samtök“ Lögreglan hafi vitneskju um að íslensk ungmenni séu virk inn á spjallsíðum, hópum og öðrum miðlum þar sem hvatt sé til hryðjuverka. Margrét segir algrím á samfélagsmiðlum og upplýsingaóreiðu þar sem gervigreind á í hlut leiða ungmenni í síauknu mæli á braut ofbeldis. „Það er ekki bara erfitt fyrir ungt fólk heldur fyrir okkur öll að greina upplýsingar á netinu að greina hvað er rétt og hvað er rangt. Það er svo auðvelt að hafa áhrif á okkur. Þó að það sé jákvætt að það séu ekki hryðjuverkasamtök á íslandi. En þegar það verður til samfélag fólks sem upplifir sig eitt. Þá er auðvitað sú hætta fyrir hendi. Bara um leið og það er orðið samfélag þá er það orðið samtök.“ Þurfi að efla gagnrýna hugsun ungmenna Markvissar forvarnir fyrir ungt fólk geti skipt sköpum. Jafnvel eigi að innleiða það í námskerfið. „Það þurfi að einblína á stafræna hæfni. Að fólk kunni að lesa sér til. Hvað eru áreiðanlegar upplýsingar og hvað ekki og kunni að greina frá réttu og röngu. Og gagnrýnin hugsun. Það hefur líka verið lögð áhersla á það. En einnig félagsfærni. Hvernig áttu í samskiptum við einhvern sem er með ólíkar skoðanir eða er öðruvísi en þú. Við erum auðvitað á erfiðum stað, sögulega. Ég held að við séum á svolítið erfiðum stað. Það er mikil ólga. Það er rosalega mikil skautun í samfélaginu.“
Lögreglan Börn og uppeldi Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Umfangsmikil aðgerð Europol: Netþjónar á Íslandi hýstu hryðjuverkaáróður Ríkislögreglustjóri og Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tóku þátt í tveimur umfangsmiklum aðgerðum á vegum Europol í vikunni gegn dreifingu og stýringu hryðjuverka. Teknir voru niður netþjónar í Þýskalandi, Hollandi, Bandaríkjunum og á Íslandi. Spænsk yfirvöld handtóku níu einstaklinga í aðgerðunum. 14. júní 2024 13:28 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Sjá meira
Umfangsmikil aðgerð Europol: Netþjónar á Íslandi hýstu hryðjuverkaáróður Ríkislögreglustjóri og Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tóku þátt í tveimur umfangsmiklum aðgerðum á vegum Europol í vikunni gegn dreifingu og stýringu hryðjuverka. Teknir voru niður netþjónar í Þýskalandi, Hollandi, Bandaríkjunum og á Íslandi. Spænsk yfirvöld handtóku níu einstaklinga í aðgerðunum. 14. júní 2024 13:28