Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Tómas Arnar Þorláksson skrifar 12. apríl 2025 19:08 Pétur Óskarsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Vilhelm Fyrirhuguð komugjöld á ferðamenn eru út í hött í að mati formanns Samtaka ferðaþjónustunnar í ljósi óvissutíma framundan. Blikur séu á lofti en hátt í fjörutíu prósent af tekjum ferðaþjónustunnar koma frá bandarískum ferðamönnum. Samtökin óttast að tollastríð leið til þess að Bandaríkjamenn haldi að sér höndum. Samkvæmt umfjöllun Financial Times hefur evrópskum ferðamönnum í Bandaríkjunum snarfækkað frá því að Donald Trump tók við embætti forseta. Mesti samdrátturinn hafi orðið hjá íslenskum ferðamönnum. Í frétt Financial Times er talið að fækkunina megi möguleg rekja til umdeildra aðgerða og ummæla Bandaríkjaforseta. Forstjóri Icelandair segir í samtali við fréttastofu að samdráttur sé vegna þess að páskahátíð hafi verið í mars í fyrra. Farþegatölur fyrir mars hafi aldrei verið hærri og bókunarstaðan betri en á sama tíma í fyrra hjá flugfélaginu. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar tekur undir orð Boga. „Íslendingar eru miklir páskaferðamenn og ég held að það sé helsta skýringin á þessu og ég held að það sé ekki hægt að rekja beint þetta til yfirtöku Trumps,“ segir Pétur Óskarsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. „Við höfum hins vegar miklar áhyggjur af þessu í hina áttina. Það er mikil óvissa í raun alls staðar í heiminum.“ Um 38 prósent af tekjum ferðaþjónustunnar koma frá bandarískum ferðamönnum en Samtök ferðaþjónustunnar hafi miklar áhyggjur af því að yfirstandandi tollastríð muni leiða til þess að Bandaríkjamenn haldi að sér höndum. „Bandaríkjamenn hafa verið spurðir um ferðahegðun þeirra næstu misserinn og þar kemur fram að Það er mikil ferðavilji. Þeir ætla ferðast innanlands og ekki fara eins langt og það hefur auðvitað áhrif á okkur,“ segir Pétur. „Fólk bókar ferðir alltaf eitthvað fram í tímann. Þetta gerist ekki á einum degi að við sjáum þetta í tölunum hjá okkur. En það eru blikur á lofti.“ Pétur segir stefnu ríkisstjórnarinnar um að setja komugjöld á ferðamenn út í hött í ljósi óvissutíma framundan. „Það er náttúrulega algjörlega vonlaust núna að tala um það að auka álögur á greinina. Við erum í varnarbaráttu og þetta er ekki rétti tíminn.“ Ferðaþjónusta Bandaríkin Skattar og tollar Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Samkvæmt umfjöllun Financial Times hefur evrópskum ferðamönnum í Bandaríkjunum snarfækkað frá því að Donald Trump tók við embætti forseta. Mesti samdrátturinn hafi orðið hjá íslenskum ferðamönnum. Í frétt Financial Times er talið að fækkunina megi möguleg rekja til umdeildra aðgerða og ummæla Bandaríkjaforseta. Forstjóri Icelandair segir í samtali við fréttastofu að samdráttur sé vegna þess að páskahátíð hafi verið í mars í fyrra. Farþegatölur fyrir mars hafi aldrei verið hærri og bókunarstaðan betri en á sama tíma í fyrra hjá flugfélaginu. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar tekur undir orð Boga. „Íslendingar eru miklir páskaferðamenn og ég held að það sé helsta skýringin á þessu og ég held að það sé ekki hægt að rekja beint þetta til yfirtöku Trumps,“ segir Pétur Óskarsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. „Við höfum hins vegar miklar áhyggjur af þessu í hina áttina. Það er mikil óvissa í raun alls staðar í heiminum.“ Um 38 prósent af tekjum ferðaþjónustunnar koma frá bandarískum ferðamönnum en Samtök ferðaþjónustunnar hafi miklar áhyggjur af því að yfirstandandi tollastríð muni leiða til þess að Bandaríkjamenn haldi að sér höndum. „Bandaríkjamenn hafa verið spurðir um ferðahegðun þeirra næstu misserinn og þar kemur fram að Það er mikil ferðavilji. Þeir ætla ferðast innanlands og ekki fara eins langt og það hefur auðvitað áhrif á okkur,“ segir Pétur. „Fólk bókar ferðir alltaf eitthvað fram í tímann. Þetta gerist ekki á einum degi að við sjáum þetta í tölunum hjá okkur. En það eru blikur á lofti.“ Pétur segir stefnu ríkisstjórnarinnar um að setja komugjöld á ferðamenn út í hött í ljósi óvissutíma framundan. „Það er náttúrulega algjörlega vonlaust núna að tala um það að auka álögur á greinina. Við erum í varnarbaráttu og þetta er ekki rétti tíminn.“
Ferðaþjónusta Bandaríkin Skattar og tollar Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira