„Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 12. apríl 2025 14:51 Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra og Hlín Jóhannesdóttir, rektor Kvikmyndaskóla íslands. Samsett/Vilhelm Mennta og barnamálaráðherra hafnar alfarið ásökunum um valdníðslu af hálfu rektors Kvikmyndaskóla Íslands. Umtalsverðu fjármagni hafi verið veitt í skólann fyrir áramót sem hafi átt að duga út árið. Það sé við engan að sakast nema Kvikmyndaskólann. Rafmennt hefur boðist til að taka við rekstri skólans og gagnrýnir ráðuneytið einnig fyrir að funda ekki með stjórn Rafmenntar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Ráðherra segist þó hafa fundað með rafmennt og að samstarf við Tækniskólann hafi verið það eina í stöðunni. Kvikmyndaskólinn sé einkaskóli og því eigi Rafmennt að ræða skólann en ekki ráðuneytið. Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur leitað eftir því að nemendur í Kvikmyndaskóla íslands fái að ljúka námi sínu frá Tækniskólanum en Kvikmyndaskólinn var tekinn til gjaldþrotameðferðar í mars. Í tvo mánuði hafa starfsmenn skólans starfað launalaust til að sjá til þess að nemendur útskrifist í vor. „Ég hef aldrei komið að þessum skóla“ Útspil ráðuneytisins hefur mætt töluverðri gagnrýni frá starfsfólki skólans. Rektor skólans sagði ákvörðunina valdníðslu og endurspegla mikla vanþekkingu. Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta og barnamálaráðherra, gefur lítið fyrir gagnrýnina. „Ég get ekki séð hvernig valdníðslan getur verið hjá mér þegar þetta er einkaskóli og ég hef aldrei komið að þessum skóla á einn eða annan hátt. Hann var gjaldþrota þegar ég kom inn í ráðuneytið. Hvernig getur þetta verið mér að kenna.“ Fjármagn sem átti að duga allt námsárið Það sé við engan að sakast nema Kvikmyndaskólann að mati Guðmundar. „Ég veit að það var settur hellingur af peningum í þennan skóla fyrir áramót, áður en þessi ríkisstjórn kom til. Það átti að duga allt árið en það virðist ekki hafa gert það, dugði ekki nema í nokkra mánuði. Það væri ábyrgðarleysi af mér að dæla peningum í einkaskóla sem ég veit ekkert hvað skilar.“ Hefur ekkert með framtíð Kvikmyndaskólans að gera Rafmennt, sem sinnir fræðslu fyrir raf- og tækniiðnað á Íslandi og er að hluta í eigu Rafiðnaðarsambands Íslands (RSÍ), hefur lýst yfir vilja til að taka við kennslu Kvikmyndaskólans. Rafmennt búi yfir aðstöðu og fjármunum til að taka við rekstrinum. Í tilkynningu frá RSÍ segir að ráðuneytið vilji ekki grípa tækifærið þrátt fyrir tilraunir um að ganga til viðræðna við mennta- og barnamálaráðuneytið. Guðmundur segir að fundað hafi verið með rafmennt en að þau þurfi að komast að samkomulagi við Kvikmyndaskólann ef þau vilja taka við rekstrinum. „Þetta er einkaskóli kvikmyndaskólinn og hann uppfyllir ekki skilyrði til að vera með nemendur á fjórða stigi framhaldsskóla, þetta er bara einkaskóli. Ég vil hjálpa nemendum á allan hátt sem ég get. Þess vegna varð þetta lausnin. Þetta er bara einkaskóli eins og ég segi. Ég hef ekkert með einkaskóla að gera. Hvorki rekstur hans eða framtíð.“ Skóla- og menntamál Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar Sjá meira
Rafmennt hefur boðist til að taka við rekstri skólans og gagnrýnir ráðuneytið einnig fyrir að funda ekki með stjórn Rafmenntar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Ráðherra segist þó hafa fundað með rafmennt og að samstarf við Tækniskólann hafi verið það eina í stöðunni. Kvikmyndaskólinn sé einkaskóli og því eigi Rafmennt að ræða skólann en ekki ráðuneytið. Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur leitað eftir því að nemendur í Kvikmyndaskóla íslands fái að ljúka námi sínu frá Tækniskólanum en Kvikmyndaskólinn var tekinn til gjaldþrotameðferðar í mars. Í tvo mánuði hafa starfsmenn skólans starfað launalaust til að sjá til þess að nemendur útskrifist í vor. „Ég hef aldrei komið að þessum skóla“ Útspil ráðuneytisins hefur mætt töluverðri gagnrýni frá starfsfólki skólans. Rektor skólans sagði ákvörðunina valdníðslu og endurspegla mikla vanþekkingu. Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta og barnamálaráðherra, gefur lítið fyrir gagnrýnina. „Ég get ekki séð hvernig valdníðslan getur verið hjá mér þegar þetta er einkaskóli og ég hef aldrei komið að þessum skóla á einn eða annan hátt. Hann var gjaldþrota þegar ég kom inn í ráðuneytið. Hvernig getur þetta verið mér að kenna.“ Fjármagn sem átti að duga allt námsárið Það sé við engan að sakast nema Kvikmyndaskólann að mati Guðmundar. „Ég veit að það var settur hellingur af peningum í þennan skóla fyrir áramót, áður en þessi ríkisstjórn kom til. Það átti að duga allt árið en það virðist ekki hafa gert það, dugði ekki nema í nokkra mánuði. Það væri ábyrgðarleysi af mér að dæla peningum í einkaskóla sem ég veit ekkert hvað skilar.“ Hefur ekkert með framtíð Kvikmyndaskólans að gera Rafmennt, sem sinnir fræðslu fyrir raf- og tækniiðnað á Íslandi og er að hluta í eigu Rafiðnaðarsambands Íslands (RSÍ), hefur lýst yfir vilja til að taka við kennslu Kvikmyndaskólans. Rafmennt búi yfir aðstöðu og fjármunum til að taka við rekstrinum. Í tilkynningu frá RSÍ segir að ráðuneytið vilji ekki grípa tækifærið þrátt fyrir tilraunir um að ganga til viðræðna við mennta- og barnamálaráðuneytið. Guðmundur segir að fundað hafi verið með rafmennt en að þau þurfi að komast að samkomulagi við Kvikmyndaskólann ef þau vilja taka við rekstrinum. „Þetta er einkaskóli kvikmyndaskólinn og hann uppfyllir ekki skilyrði til að vera með nemendur á fjórða stigi framhaldsskóla, þetta er bara einkaskóli. Ég vil hjálpa nemendum á allan hátt sem ég get. Þess vegna varð þetta lausnin. Þetta er bara einkaskóli eins og ég segi. Ég hef ekkert með einkaskóla að gera. Hvorki rekstur hans eða framtíð.“
Skóla- og menntamál Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar Sjá meira