Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 12. apríl 2025 11:15 Menn hvaðanæva að í heiminum sæta gæsluvarðhaldi í Keflavík vegna innflutnings fíkniefna. vísir/vilhelm Maður á þrítugsaldri var handtekinn á Keflavíkurflugvelli á fimmtudaginn með kókaín í farangri sínum en hann kom með flugi frá Spáni. Sama dag var maður á nítjánda aldursári handtekinn af sama tilefni. Alls eru 25 menn í gæsluvarðhaldi að kröfu lögreglustjórans á Suðurnesjum. Þeir eiga ríkisfang í Palestínu, Sýrlandi, Spáni, Gíneu, Litháen, Nígeríu, Brasilíu, Spáni, Grikklandi, Alsír, Póllandi, Þýskalandi, Slóvakíu, Frakklandi og Lettlandi. Þeir sæta flestir gæsluvaðrhaldi vegna innflutnings á ólöglegum fíkniefnum. Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum kemur fram að álag á starfsmönnum embættisins sé því mikið. Það sem af er ári eru frávísunarmál á landamærum Íslands á Keflavíkur orðin 127. Frá árinu 2010 hefur fjöldi slíkra mála á ársgrundvelli verið meiri í einungis þrjú skipti. Lögreglan segir að gera megi ráð fyrir að það dragi úr fjölda þessara mála á þessu ári með hliðsjón af öflugum aðgerðum lögreglu og tollgæslu á Keflavíkurflugvelli undanfarin misseri. Frávísanir á landamærum snúa ekki að þeim sem handteknir eru á flugvellinum við það að reyna að koma inn í landið ólöglegum fíkniefnum. Þeir eru handteknir og úrskurðaðir í gæsluvarðhald og í framhaldi af því dæmdir til fangelsisvistar. Í tilkynningunni kemur fram að í minnisblaði sem sent var dómsmálaráðuneytinu hafi þeirri tillögu verið komið á framfæri að ráðnir verði til embættisins fangaverðir til að annast fangavörslu í fangahúsi, yfirsetu yfir sakborningum sem flytja inn fíkniefni innvortis og flutning sakborninga til og frá dómi. Í dag sinni lögreglumenn þessum verkefnum. „Vert er að geta þess að það getur tekið daga, og vikur í undantekningartilfellum, að skila af sér fíkniefnum úr meltingarvegi á meðan sakborningur er vistaður í fangaklefa á lögreglustöðinni í Reykjanesbæ. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum þarf að geta nýtt lögreglumenn í löggæsluverkefni en ekki í fangavörslu og fangaflutninga. Lausn er ekki í sjónmáli,“ segir í tilkynningunni. Smygl Fíkniefnabrot Lögreglumál Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Situr fastur í vaxtasúpu og býst við bílskúrssmíði fyrir börnin Innlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Erlent Fleiri fréttir Situr fastur í vaxtasúpu og býst við bílskúrssmíði fyrir börnin Flestum þykir ekki nóg gert en þeim fjölgar sem telja of langt gengið Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Sjá meira
Alls eru 25 menn í gæsluvarðhaldi að kröfu lögreglustjórans á Suðurnesjum. Þeir eiga ríkisfang í Palestínu, Sýrlandi, Spáni, Gíneu, Litháen, Nígeríu, Brasilíu, Spáni, Grikklandi, Alsír, Póllandi, Þýskalandi, Slóvakíu, Frakklandi og Lettlandi. Þeir sæta flestir gæsluvaðrhaldi vegna innflutnings á ólöglegum fíkniefnum. Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum kemur fram að álag á starfsmönnum embættisins sé því mikið. Það sem af er ári eru frávísunarmál á landamærum Íslands á Keflavíkur orðin 127. Frá árinu 2010 hefur fjöldi slíkra mála á ársgrundvelli verið meiri í einungis þrjú skipti. Lögreglan segir að gera megi ráð fyrir að það dragi úr fjölda þessara mála á þessu ári með hliðsjón af öflugum aðgerðum lögreglu og tollgæslu á Keflavíkurflugvelli undanfarin misseri. Frávísanir á landamærum snúa ekki að þeim sem handteknir eru á flugvellinum við það að reyna að koma inn í landið ólöglegum fíkniefnum. Þeir eru handteknir og úrskurðaðir í gæsluvarðhald og í framhaldi af því dæmdir til fangelsisvistar. Í tilkynningunni kemur fram að í minnisblaði sem sent var dómsmálaráðuneytinu hafi þeirri tillögu verið komið á framfæri að ráðnir verði til embættisins fangaverðir til að annast fangavörslu í fangahúsi, yfirsetu yfir sakborningum sem flytja inn fíkniefni innvortis og flutning sakborninga til og frá dómi. Í dag sinni lögreglumenn þessum verkefnum. „Vert er að geta þess að það getur tekið daga, og vikur í undantekningartilfellum, að skila af sér fíkniefnum úr meltingarvegi á meðan sakborningur er vistaður í fangaklefa á lögreglustöðinni í Reykjanesbæ. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum þarf að geta nýtt lögreglumenn í löggæsluverkefni en ekki í fangavörslu og fangaflutninga. Lausn er ekki í sjónmáli,“ segir í tilkynningunni.
Smygl Fíkniefnabrot Lögreglumál Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Situr fastur í vaxtasúpu og býst við bílskúrssmíði fyrir börnin Innlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Erlent Fleiri fréttir Situr fastur í vaxtasúpu og býst við bílskúrssmíði fyrir börnin Flestum þykir ekki nóg gert en þeim fjölgar sem telja of langt gengið Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Sjá meira