„Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 11. apríl 2025 20:46 Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/Vilhelm Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að tilraunir til þess að endurvekja ógnarúlfinn svokallaða séu ósmekklegar. Útkoman sé ófyrirsjáanleg og feli í sér mikla grimmd gagnvart dýrunum. Vísindamenn á vegum bandaríska líftæknifyrirtækisins Colossal Biosciences fullyrtu á dögunum að þeim hefði tekist með genatilraun að endurlífga ógnarúlfinn, dýrategund sem dó út fyrir tíu þúsund árum. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir málið ekki alveg svo einfalt. „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg. Það er verið að taka nokkra erfðavísa sem voru einangraðir úr steingervingum og koma þeim fyrir í erfðamengi venjulegra úlfa í þeirri von að það breyti útliti þeirra, breyti þeim í eitthvað sem þeir eru ekki. Í fyrsta lagi þá verður ekkert úr þessu ógnarúlfur. Þetta verður úlfur sem er búið að breyta svolítið og er ívið stærri heldur en hinir óbreyttu úlfar.“ Óska þess eða óska þess ekki að úlfarnir éti skapara sína Kári segir að margar siðferðislegar spurningar vakni. Forsvarsmenn líftæknifyrirtækisins hafa sagst ætla að endurvekja fleiri tegundir líkt og loðfílinn, svo minnir á tilraunir sem gerðar voru í Hollywood myndunum Jurassic Park þar sem risaeðlur vöknuðu aftur til lífsins. „Ég held það verði nú líklega ekki neitt skelfilegt eins og Jurassic Park sem kemur út úr þessu en hætta er á því að það verði til illa fötluð dýr. Dýr þar sem er búið að fikta í erfðamenginu og langoftast þegar farið er út í svona lagað þá er útkoman ófyrirsjáanleg. Það er miklu fleira sem gerist en menn ætla sér og mér finnst það ósmekklegt. Mér finnst það grimmdarlegt og mér finnst það ljótt því úr þessu verður skepna sem er með meðvitund, tilfinningar og að öllum líkindum sjálfsvitund.“ Tilraunir til að endurvekja dýrategundir eða breyta erfðamengi mannsins eru í huga Kára ekki erfðavísindi. Markmiðið sé að skilja manninn betur, takast á við sjúkdóma og búa til ný lyf. „Síðan eru menn líka dálítið að reyna að skilja sögu mannsins á grundvelli þess hvernig erfðamengi hefur breyst á hundruði þúsunda ára en það eru fæstir í því að reyna að búa til ófreskjur eins og þessir.“ Kári segir í gríni að aðeins eitt sé í stöðunni. „Það eina sem við getum gert er annað hvort að óska þess eða óska þess ekki að þessir úlfar éti skapara sinn.“ Dýr Vísindi Íslensk erfðagreining Bandaríkin Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Fleiri fréttir „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Sjá meira
Vísindamenn á vegum bandaríska líftæknifyrirtækisins Colossal Biosciences fullyrtu á dögunum að þeim hefði tekist með genatilraun að endurlífga ógnarúlfinn, dýrategund sem dó út fyrir tíu þúsund árum. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir málið ekki alveg svo einfalt. „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg. Það er verið að taka nokkra erfðavísa sem voru einangraðir úr steingervingum og koma þeim fyrir í erfðamengi venjulegra úlfa í þeirri von að það breyti útliti þeirra, breyti þeim í eitthvað sem þeir eru ekki. Í fyrsta lagi þá verður ekkert úr þessu ógnarúlfur. Þetta verður úlfur sem er búið að breyta svolítið og er ívið stærri heldur en hinir óbreyttu úlfar.“ Óska þess eða óska þess ekki að úlfarnir éti skapara sína Kári segir að margar siðferðislegar spurningar vakni. Forsvarsmenn líftæknifyrirtækisins hafa sagst ætla að endurvekja fleiri tegundir líkt og loðfílinn, svo minnir á tilraunir sem gerðar voru í Hollywood myndunum Jurassic Park þar sem risaeðlur vöknuðu aftur til lífsins. „Ég held það verði nú líklega ekki neitt skelfilegt eins og Jurassic Park sem kemur út úr þessu en hætta er á því að það verði til illa fötluð dýr. Dýr þar sem er búið að fikta í erfðamenginu og langoftast þegar farið er út í svona lagað þá er útkoman ófyrirsjáanleg. Það er miklu fleira sem gerist en menn ætla sér og mér finnst það ósmekklegt. Mér finnst það grimmdarlegt og mér finnst það ljótt því úr þessu verður skepna sem er með meðvitund, tilfinningar og að öllum líkindum sjálfsvitund.“ Tilraunir til að endurvekja dýrategundir eða breyta erfðamengi mannsins eru í huga Kára ekki erfðavísindi. Markmiðið sé að skilja manninn betur, takast á við sjúkdóma og búa til ný lyf. „Síðan eru menn líka dálítið að reyna að skilja sögu mannsins á grundvelli þess hvernig erfðamengi hefur breyst á hundruði þúsunda ára en það eru fæstir í því að reyna að búa til ófreskjur eins og þessir.“ Kári segir í gríni að aðeins eitt sé í stöðunni. „Það eina sem við getum gert er annað hvort að óska þess eða óska þess ekki að þessir úlfar éti skapara sinn.“
Dýr Vísindi Íslensk erfðagreining Bandaríkin Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Fleiri fréttir „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Sjá meira