Bandaríkin muni semja Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. apríl 2025 20:00 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri telur að Bandaríkjastjorn mun nota næstu mánuði til að semja við einstök viðskiptalönd um tolla. Vísir/Vilhelm Seðlabankastjóri telur að stjórnvöld í Bandaríkjunum muni semja við helstu viðskiptaþjóðir sínar um tolla í stað þess að taka ákvarðanir um þá einhliða. Hlutabréfamarkaðir hafa verið eins og jójó síðustu daga í takt við ákvarðanir Bandaríkjaforseta. Hlutabréfavísitölur vestanhafs féllu nokkuð við opnun markaða í dag eftir sögulegar hækkanir í gær í kjölfar ákvörðunar Bandaríkjaforseta um að fresta að víðtækum innflutningstollum um 90 daga. Eftir sem áður er grunninnflutningstollur 10 prósent á flestar vörur í Bandaríkjunum. Þá leggjast nú alls 145 prósenta tollar á innfluttar vörur frá Kína. Forsetinn segist hafa fylgt hjartanu „Hér heima tók markaðurinn þó nokkuð við sér í dag líkt og markaðir í Evrópu og Asíu eftir umtalsverðar lækkanir síðustu daga þrátt fyrir að frestunin hafi engin bein áhrif á Ísland sem fær eftir sem áður á sig 10 prósenta tolla. Úrvalsvísitalan hækkaði um 2,40 prósent í dag. Donald Trump forsetinn skýrði ákvörðun sína á blaðamannafundi í gær. „Við sömdum þetta frá hjartanu. Þetta var skrifað frá hjartanu. Og ég held að það sé vel skrifað en það var skrifað frá hjartanu. Þetta var skrifað sem eitthvað sem ég held að sé mjög jákvætt fyrir allan heiminn og fyrir okkur. Við viljum ekki skaða ríki sem ekki þarf að skaða.Og þau vilja öll semja“ sagði Trump. Fall á mörkuðum hafi fyrst og fremst haft áhrif Samkvæmt bandarískum fjölmiðlum voru það vaxandi áhyggjur af áfalli á skuldabréfamarkaði og möguleg keðjuverkandi áhrif á bandarískan efnahag sem knúðu Trump til þess að stíga til baka. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri tekur undir það. „Vextir á skuldabréfum voru að hækka á sama tíma og hlutabréfaverð var að lækka. Sem bendir til þess að það var farinn að skapast lausafjárskortur sem er ákveðin hættumerki,“ segir Ásgeir. Ásgeir telur að Bandaríkjastjórn muni semja um tolla við helstu viðskiptalönd í framhaldinu. Mér finnst mjög líklegt að þessir níutíu dagar verði nýttir einhvers konar samninga. Þannig að þetta upplegg Trump frá 2. apríl verði orðið svolítið öðruvísi eftir þá samninga. Hann telur að tollastríð Trumps hafi haft lítil áhrif hér á landi. „Ég held að staðan til að takast á við þetta áfall hér á landi sé mjög góð. Þessar hræringar hafa í sjálfu sér ekki komið við okkur,“ segir Ásgeir. Skattar og tollar Bandaríkin Viðskiptaþvinganir Donald Trump Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Sjá meira
Hlutabréfavísitölur vestanhafs féllu nokkuð við opnun markaða í dag eftir sögulegar hækkanir í gær í kjölfar ákvörðunar Bandaríkjaforseta um að fresta að víðtækum innflutningstollum um 90 daga. Eftir sem áður er grunninnflutningstollur 10 prósent á flestar vörur í Bandaríkjunum. Þá leggjast nú alls 145 prósenta tollar á innfluttar vörur frá Kína. Forsetinn segist hafa fylgt hjartanu „Hér heima tók markaðurinn þó nokkuð við sér í dag líkt og markaðir í Evrópu og Asíu eftir umtalsverðar lækkanir síðustu daga þrátt fyrir að frestunin hafi engin bein áhrif á Ísland sem fær eftir sem áður á sig 10 prósenta tolla. Úrvalsvísitalan hækkaði um 2,40 prósent í dag. Donald Trump forsetinn skýrði ákvörðun sína á blaðamannafundi í gær. „Við sömdum þetta frá hjartanu. Þetta var skrifað frá hjartanu. Og ég held að það sé vel skrifað en það var skrifað frá hjartanu. Þetta var skrifað sem eitthvað sem ég held að sé mjög jákvætt fyrir allan heiminn og fyrir okkur. Við viljum ekki skaða ríki sem ekki þarf að skaða.Og þau vilja öll semja“ sagði Trump. Fall á mörkuðum hafi fyrst og fremst haft áhrif Samkvæmt bandarískum fjölmiðlum voru það vaxandi áhyggjur af áfalli á skuldabréfamarkaði og möguleg keðjuverkandi áhrif á bandarískan efnahag sem knúðu Trump til þess að stíga til baka. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri tekur undir það. „Vextir á skuldabréfum voru að hækka á sama tíma og hlutabréfaverð var að lækka. Sem bendir til þess að það var farinn að skapast lausafjárskortur sem er ákveðin hættumerki,“ segir Ásgeir. Ásgeir telur að Bandaríkjastjórn muni semja um tolla við helstu viðskiptalönd í framhaldinu. Mér finnst mjög líklegt að þessir níutíu dagar verði nýttir einhvers konar samninga. Þannig að þetta upplegg Trump frá 2. apríl verði orðið svolítið öðruvísi eftir þá samninga. Hann telur að tollastríð Trumps hafi haft lítil áhrif hér á landi. „Ég held að staðan til að takast á við þetta áfall hér á landi sé mjög góð. Þessar hræringar hafa í sjálfu sér ekki komið við okkur,“ segir Ásgeir.
Skattar og tollar Bandaríkin Viðskiptaþvinganir Donald Trump Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Sjá meira