Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Eiður Þór Árnason skrifar 10. apríl 2025 14:23 Uppbyggingin myndi fela í sér mikla breytingu fyrir svæðið. Nordic Office of Architecture/Já Fjögurra til fimm hæða fjölbýlishús mun rísa í stað bensínstöðvar og matsölustaðar við Birkimel í Reykjavík ef deiliskipulagsbreyting nær fram að ganga. Í tillögunni er gert ráð fyrir 42 íbúðum af ýmsum stærðum á reitnum. Byggingunni er skipt upp í þrjá hluta sem stallast niður úr norðri til suðurs, úr fimm hæðum í fjórar. Húsið yrði hæst 19,1 metri að hæð að norðanverðu og lægst 12,1 metri næst Hagatorgi. Þá verða miðlægir þakgarðar á húsinu opnir öllum íbúum. Í breytingartillögu á deiliskipulagi sem var lögð fyrir Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur í gær er lóðinni breytt úr þjónustulóð í íbúalóð, með þjónustu á hluta jarðhæðar. Þá er leyfilegt byggingamagn aukið. Þetta samræmist samkomulagi sem Reykjavíkurborg hafði áður gert við olíufélög um fækkun bensínstöðva í borginni. Tölvumyndir Nordic Office of Architecture sem finna má í kynningargögnum Reykjavíkurborgar.Reykjavíkurborg Bílalyfta og mun fleiri hjólastæði „Byggingunni er skipt upp í þrjá hluta sem stallast og hliðrast til meðfram Birkimel. Þökin eru marghalla og mynda óreglulega samhverfu sem byggir undir fjölbreytta upplifun, allt undir mismunandi horfi vegfarenda,“ segir í kynningu. Gert er ráð fyrir þremur bílastæðum fyrir hreyfihamlaða á lóðinni og einu stæði fyrir deilibíl. Samtals verði sex bílastæði innan lóðar í bílakjallara með bílalyftu og þar af þrjú stæði til almennra nota fyrir íbúa. Í greinargerð segir að samkomulag um annars konar bílastæðafyrirkomulag velti á framtíðaráformum innan næsta nágrennis, þar á meðal um byggingu bílastæðahúss. Gert er ráð fyrir minnst 100 hjólastæðum innan lóðar, þar af 84 innan byggingar. Umhverfis- og skipulagsráð samþykkti að auglýsa umrædda deiliskipulagstillögu og vísa henni til borgarráðs. Reykjavík Skipulag Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Fleiri fréttir „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Sjá meira
Í tillögunni er gert ráð fyrir 42 íbúðum af ýmsum stærðum á reitnum. Byggingunni er skipt upp í þrjá hluta sem stallast niður úr norðri til suðurs, úr fimm hæðum í fjórar. Húsið yrði hæst 19,1 metri að hæð að norðanverðu og lægst 12,1 metri næst Hagatorgi. Þá verða miðlægir þakgarðar á húsinu opnir öllum íbúum. Í breytingartillögu á deiliskipulagi sem var lögð fyrir Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur í gær er lóðinni breytt úr þjónustulóð í íbúalóð, með þjónustu á hluta jarðhæðar. Þá er leyfilegt byggingamagn aukið. Þetta samræmist samkomulagi sem Reykjavíkurborg hafði áður gert við olíufélög um fækkun bensínstöðva í borginni. Tölvumyndir Nordic Office of Architecture sem finna má í kynningargögnum Reykjavíkurborgar.Reykjavíkurborg Bílalyfta og mun fleiri hjólastæði „Byggingunni er skipt upp í þrjá hluta sem stallast og hliðrast til meðfram Birkimel. Þökin eru marghalla og mynda óreglulega samhverfu sem byggir undir fjölbreytta upplifun, allt undir mismunandi horfi vegfarenda,“ segir í kynningu. Gert er ráð fyrir þremur bílastæðum fyrir hreyfihamlaða á lóðinni og einu stæði fyrir deilibíl. Samtals verði sex bílastæði innan lóðar í bílakjallara með bílalyftu og þar af þrjú stæði til almennra nota fyrir íbúa. Í greinargerð segir að samkomulag um annars konar bílastæðafyrirkomulag velti á framtíðaráformum innan næsta nágrennis, þar á meðal um byggingu bílastæðahúss. Gert er ráð fyrir minnst 100 hjólastæðum innan lóðar, þar af 84 innan byggingar. Umhverfis- og skipulagsráð samþykkti að auglýsa umrædda deiliskipulagstillögu og vísa henni til borgarráðs.
Reykjavík Skipulag Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Fleiri fréttir „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Sjá meira