Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. apríl 2025 14:40 Benedikt Ófeigsson fagstjóri hjá Veðurstofunni. Vísir/Arnar Veðurstofan hefur stórbætt vöktunarkerfi sitt síðan eldvirkni hófst á Reykjanesi að sögn fagstjóra. Reynslan sýni að hægt sé að vara við eldsumbrotum með nokkurra vikna fyrirvara. Hann segir ekkert nýtt í nýrri skýrslu um náttúruvá á höfuðborgarsvæðinu þar sem varað er við mögulegum eldsumbrotum og jarðskjálftum. Hins vegar sé um að ræða mikilvæga samantekt um mismunandi sviðsmyndir á svæðinu. Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu þurfa að aðlagast nýjum veruleika og undirbúa sig fyrir að takast á við afleiðingar eldgosa í nágrenni sínu vegna eldsumbrota á Reykjanesi. Tjónið geti orðið gríðarlegt. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Veðurstofu Íslands um náttúruvá á höfuðborgarsvæðinu. Fram kemur að í kjölfar þess að nýtt gosskeið sé hafið á Reykjanesskaga kenni sagan að flest eldstöðvakerfi skagans virkist sem eru í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Benedikt Ófeigsson fagstjóri á Veðurstofunni segir áhættu af kerfum í grennd við höfuðborgarsvæðið vel þekkta. Það séu því ekki nýjar upplýsingar sem komi fram í skýrslunni. Hún sé hins vegar mikilvæg samantekt. Hann segir að Veðurstofan hafi byrjað að vakta kerfin fyrir um fimm árum í upphafi goshrinunnar á Reykjanesi.. „Það kemur í raun ekkert nýtt fram í þessari skýrslu en þetta er mikilvæg samantekt. Hér á Veðurstofunni höfum við byggt upp mjög góð GPS og skjálfta vöktunarkerfinu á Reykjanesi síðan 2020,“ segir Benedikt. Hann segir að höfuðborgarsvæðinu stafi mestu hættu af Krýsuvíkurkerfinu. Veðurstofan vakti því það kerfi sérstaklega nú. „Kvikuinnskot gæti t.d. skotið sér að Heiðmörk. Búrfellsgjá er í Krýsuvíkurkerfinu og hraunrennsli þaðan gæti haft talsverð áhrif á höfuðborgarsvæðið. Vöktun okkar gengur út á að sjá þetta fyrir,“ segir hann. Hann segir að reynslan frá vöktun á Reykjanesskaga síðustu ár sýni að Veðurstofan geti sagt fyrir um eldgos einhverjum vikum áður en það kemur upp. „Þegar eldvirknin hófst þar sögðum við að von væri á eldgosi nokkrum vikum áður. Þannig að við eigum að geta séð með talsverðum fyrirvara áður en eldgos hefst. Það er hins vegar oft mikil óvissa um hvernig eldvirknin þróast,“ segir Benedikt Ófeigsson. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu þurfa að aðlagast nýjum veruleika og undirbúa sig fyrir að takast á við afleiðingar eldgosa í nágrenni sínu vegna eldsumbrota á Reykjanesi. Tjónið geti orðið gríðarlegt. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Veðurstofu Íslands um náttúruvá á höfuðborgarsvæðinu. Fram kemur að í kjölfar þess að nýtt gosskeið sé hafið á Reykjanesskaga kenni sagan að flest eldstöðvakerfi skagans virkist sem eru í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Benedikt Ófeigsson fagstjóri á Veðurstofunni segir áhættu af kerfum í grennd við höfuðborgarsvæðið vel þekkta. Það séu því ekki nýjar upplýsingar sem komi fram í skýrslunni. Hún sé hins vegar mikilvæg samantekt. Hann segir að Veðurstofan hafi byrjað að vakta kerfin fyrir um fimm árum í upphafi goshrinunnar á Reykjanesi.. „Það kemur í raun ekkert nýtt fram í þessari skýrslu en þetta er mikilvæg samantekt. Hér á Veðurstofunni höfum við byggt upp mjög góð GPS og skjálfta vöktunarkerfinu á Reykjanesi síðan 2020,“ segir Benedikt. Hann segir að höfuðborgarsvæðinu stafi mestu hættu af Krýsuvíkurkerfinu. Veðurstofan vakti því það kerfi sérstaklega nú. „Kvikuinnskot gæti t.d. skotið sér að Heiðmörk. Búrfellsgjá er í Krýsuvíkurkerfinu og hraunrennsli þaðan gæti haft talsverð áhrif á höfuðborgarsvæðið. Vöktun okkar gengur út á að sjá þetta fyrir,“ segir hann. Hann segir að reynslan frá vöktun á Reykjanesskaga síðustu ár sýni að Veðurstofan geti sagt fyrir um eldgos einhverjum vikum áður en það kemur upp. „Þegar eldvirknin hófst þar sögðum við að von væri á eldgosi nokkrum vikum áður. Þannig að við eigum að geta séð með talsverðum fyrirvara áður en eldgos hefst. Það er hins vegar oft mikil óvissa um hvernig eldvirknin þróast,“ segir Benedikt Ófeigsson.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira