Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Lovísa Arnardóttir skrifar 8. apríl 2025 06:49 Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir áríðandi að þessar breytingar á skattkerfinu verði greindar ítarlega. Vísir/Arnar Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir afnám samsköttunar ekkert annað en dulbúna skattahækkun og svik við kjósendur. Í færslu á Facebook segir hann slíkar breytingar á skattkerfinu geta verið högg fyrir barnafjölskyldur. „Stjórnvöld hafa nú boðað að hætta samsköttun hjóna og sambýlisfólks. Þessi breyting er kynnt sem skref í átt að einfaldara og sanngjarnara skattkerfi, en í raun er hér um að ræða skattahækkun upp á 2,5 milljarða króna. Þetta eru ekki smámunir – þessi fjárhæð jafngildir fjórðungi af fyrirhuguðum hækkunum á veiðigjöldum,“ segir Vilhjálmur í færslu sinni. Hann segir enn alvarlegra að stjórnarflokkarnir tilkynni þetta núna en hafi lofað því í aðdraganda kosninga að tekjuskattar einstaklinga yrðu ekki hækkaðir. Eftir um hundrað daga við völd sé boðuð breyting sem feli í sér hækkun á skattbyrði heimilanna. Ríkisstjórnin hefur svarað gagnrýni á þessar breytingar og vísað til þess að samsköttun nýtist helst þeim sem eru í hæstu tekjutíundinni. Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra, svaraði fyrirspurnum formanns Sjálfstæðisflokksins um málið á þingi í gær. Nýting persónuafsláttar óbreytt Þar sagði hann breytinguna einungis eiga við um nýtingu skattþrepa ekki nýtingu persónuafsláttar, það haldist óbreytt. „Rannsóknir skattayfirvalda á því hverjir hafa getað nýtt sér þennan möguleika staðfesta ekki það sem háttvirtur þingmaður, Guðrún Hafsteinsdóttir, heldur fram, um að hér sé um að ræða barnafjölskyldur og þá sem tímabundið verða fyrir tekjulækkun. Heldur fyrst og fremst efsta hluta tekjudreifingarinnar. Þar sem raunverulega einhver munur er á skattþrepum,“ sagði Daði Már og ítrekaði að þessar breytingar hafi aðeins áhrif á efstu tekjutíundina. Fjallað er um orðaskipti þeirra í fréttinni hér að neðan. Vilhjálmur segir það ekki rétt. Breytingin muni einnig hafa mikil áhrif á skuldsettar barnafjölskyldur þar sem annað foreldrið er í fleiri en einni vinnu eða vinnur mikla yfirvinnu á meðan hitt sinnir börnum eða er í hlutastarfi. „Þessi heimili hafa hingað til getað dreift skattbyrðinni á milli sín með sameiginlegri nýtingu skattþrepa – en sú leið verður nú lokuð,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að áður en þetta verður innleitt verði að fara fram greining á þessum breytingum. „Því eitt er alveg ljóst: þetta er skattahækkun – og hún er ekkert annað svik við kjósendur.“ Skattar og tollar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stéttarfélög Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Fjármál heimilisins Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Fleiri fréttir Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Sjá meira
„Stjórnvöld hafa nú boðað að hætta samsköttun hjóna og sambýlisfólks. Þessi breyting er kynnt sem skref í átt að einfaldara og sanngjarnara skattkerfi, en í raun er hér um að ræða skattahækkun upp á 2,5 milljarða króna. Þetta eru ekki smámunir – þessi fjárhæð jafngildir fjórðungi af fyrirhuguðum hækkunum á veiðigjöldum,“ segir Vilhjálmur í færslu sinni. Hann segir enn alvarlegra að stjórnarflokkarnir tilkynni þetta núna en hafi lofað því í aðdraganda kosninga að tekjuskattar einstaklinga yrðu ekki hækkaðir. Eftir um hundrað daga við völd sé boðuð breyting sem feli í sér hækkun á skattbyrði heimilanna. Ríkisstjórnin hefur svarað gagnrýni á þessar breytingar og vísað til þess að samsköttun nýtist helst þeim sem eru í hæstu tekjutíundinni. Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra, svaraði fyrirspurnum formanns Sjálfstæðisflokksins um málið á þingi í gær. Nýting persónuafsláttar óbreytt Þar sagði hann breytinguna einungis eiga við um nýtingu skattþrepa ekki nýtingu persónuafsláttar, það haldist óbreytt. „Rannsóknir skattayfirvalda á því hverjir hafa getað nýtt sér þennan möguleika staðfesta ekki það sem háttvirtur þingmaður, Guðrún Hafsteinsdóttir, heldur fram, um að hér sé um að ræða barnafjölskyldur og þá sem tímabundið verða fyrir tekjulækkun. Heldur fyrst og fremst efsta hluta tekjudreifingarinnar. Þar sem raunverulega einhver munur er á skattþrepum,“ sagði Daði Már og ítrekaði að þessar breytingar hafi aðeins áhrif á efstu tekjutíundina. Fjallað er um orðaskipti þeirra í fréttinni hér að neðan. Vilhjálmur segir það ekki rétt. Breytingin muni einnig hafa mikil áhrif á skuldsettar barnafjölskyldur þar sem annað foreldrið er í fleiri en einni vinnu eða vinnur mikla yfirvinnu á meðan hitt sinnir börnum eða er í hlutastarfi. „Þessi heimili hafa hingað til getað dreift skattbyrðinni á milli sín með sameiginlegri nýtingu skattþrepa – en sú leið verður nú lokuð,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að áður en þetta verður innleitt verði að fara fram greining á þessum breytingum. „Því eitt er alveg ljóst: þetta er skattahækkun – og hún er ekkert annað svik við kjósendur.“
Skattar og tollar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stéttarfélög Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Fjármál heimilisins Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Fleiri fréttir Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Sjá meira