80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. apríl 2025 20:04 Karlakór Hreppamanna og Sprettskórinn úr Kópavogi, sem syngja saman á fernu tónleikum á næstunni áður en þeir halda á 150 ára afmælishátíðina um verslunarmannahelgina í Gimli í Kanada. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það stendur mikið til hjá átta tíu körlum og stjórnenda þeirra í tveimur karlakórum, sem eru að fara að halda ferna tónleika áður en þeir leggjast í víking og syngja á 150 ára afmælishátíð landnáms Íslendinga í Vesturheimi í Gimli í Kanada í sumar að viðstöddum forseta Íslands. Karlarnir 80 hafa verið duglegir að æfa sig saman í Guðríðarkirkju í Grafarvogi enda mikið fram undan hjá sameiginlegum kórum og þeir önnum kafnir í söngnum. Hér erum við að tala um Karlakór Hreppamanna og Sprettskórinn, sem er líka karlakór en sami stjórnandi er í þeim báðum eða Atli Guðlaugsson og píanóleikari er Sigurður Helgi. Þrennir vortónleikar eru nú fram undan og svo verða líka tónleikar í Skálholti 27. júlí í sumar eða rétt áður en kórarnir fara með forseta Íslands á 150 ára afmælishátíð í Gimli í Kanada. „Við höfum æft sama prógrammið á báðum stöðum eða á Flúðum og í Kópavogi,“ segir Atli. Og verður ferðin í Gimli ekki mjög skemmtilegt og upplífgandi fyrir kórana? „Jú, jú þetta verður í bland tónleika og skemmtiferð. Þeir þurfa að syngja í svona fjóra daga og skemmta sér í fimm,“ segir Atli hlæjandi. En hvernig gengur Atla að stjórna 80 körlum? „Það er ekkert erfiðara að stjórna átta tíu heldur en tveimur körlum, það er oft erfiðara að vera með tvo en átta tíu.“ Atli Guðlaugsson er stjórnandi kóranna og fer létt með það.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og formenn kóranna eru ánægðir með samstarfið og það sem fram undan er. „Þessir kórar erumjög líkir, ég held að það sé bara margt svipað með þeim, hestamenn mikið í báðum kórum,” segir Loftur Snæfells Magnússon. formaður Karlakórs Hreppamanna. „Já, hestamenn eru skemmtilegir,” bætir Einar Pétursson, formaður Sprettskórsins við. Og þið eruð með létt og skemmtilegt prógramm eða hvað? „Já, við erum með íslenskt, ættjarðar íslenskt, sem við ætlum að fara með út, þannig að við æfum mikið af því,” segir Loftur. „Það verður engin svikin af því að mæta og hlusta á okkur,” bætir Einar við. Formenn kóranna, Einar Pétursson formaður Sprettskórsins (t.v.) og Loftur S. Magnússon formaður Karlakórs Hreppamanna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hér má sjá það sem er framundan hjá kórnum þegar tónleikar eru annars vegar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kórar Tónlist Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Sjá meira
Karlarnir 80 hafa verið duglegir að æfa sig saman í Guðríðarkirkju í Grafarvogi enda mikið fram undan hjá sameiginlegum kórum og þeir önnum kafnir í söngnum. Hér erum við að tala um Karlakór Hreppamanna og Sprettskórinn, sem er líka karlakór en sami stjórnandi er í þeim báðum eða Atli Guðlaugsson og píanóleikari er Sigurður Helgi. Þrennir vortónleikar eru nú fram undan og svo verða líka tónleikar í Skálholti 27. júlí í sumar eða rétt áður en kórarnir fara með forseta Íslands á 150 ára afmælishátíð í Gimli í Kanada. „Við höfum æft sama prógrammið á báðum stöðum eða á Flúðum og í Kópavogi,“ segir Atli. Og verður ferðin í Gimli ekki mjög skemmtilegt og upplífgandi fyrir kórana? „Jú, jú þetta verður í bland tónleika og skemmtiferð. Þeir þurfa að syngja í svona fjóra daga og skemmta sér í fimm,“ segir Atli hlæjandi. En hvernig gengur Atla að stjórna 80 körlum? „Það er ekkert erfiðara að stjórna átta tíu heldur en tveimur körlum, það er oft erfiðara að vera með tvo en átta tíu.“ Atli Guðlaugsson er stjórnandi kóranna og fer létt með það.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og formenn kóranna eru ánægðir með samstarfið og það sem fram undan er. „Þessir kórar erumjög líkir, ég held að það sé bara margt svipað með þeim, hestamenn mikið í báðum kórum,” segir Loftur Snæfells Magnússon. formaður Karlakórs Hreppamanna. „Já, hestamenn eru skemmtilegir,” bætir Einar Pétursson, formaður Sprettskórsins við. Og þið eruð með létt og skemmtilegt prógramm eða hvað? „Já, við erum með íslenskt, ættjarðar íslenskt, sem við ætlum að fara með út, þannig að við æfum mikið af því,” segir Loftur. „Það verður engin svikin af því að mæta og hlusta á okkur,” bætir Einar við. Formenn kóranna, Einar Pétursson formaður Sprettskórsins (t.v.) og Loftur S. Magnússon formaður Karlakórs Hreppamanna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hér má sjá það sem er framundan hjá kórnum þegar tónleikar eru annars vegar.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Kórar Tónlist Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Sjá meira