Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 7. apríl 2025 16:53 Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogsbæjar, og Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata. Samsett/Vilhelm Bæjarstjóri Kópavogsbæjar og bæjarfulltrúi vilja að forsætisnefnd bæjarins taki hvor aðra fyrir vegna mögulegra brota á siðareglum kjörinna fulltrúa, annars vegar um alvarlegt brot á trúnaði og hins vegar að ekki segja satt og rétt frá. Á fundi forsætisnefndar Kópavogsbæjar bárust tvær beiðnir um að afstaða yrði tekin varðandi mögulegt brot á siðareglum kjörinna fulltrúa. Annars vegar beiðni Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur, bæjarfulltrúa Pírata, sem segir Ásdísi Kristjánsdóttur bæjarstjóra, hafa brotið gegn siðareglum og hins vegar beiðni Ásdísar sem segir Sigurbjörgu hafa brotið gegn siðareglum. Þetta kemur í kjölfar hagræðingatillagna sem voru lagðar fram af Ásdísi til að mæta auknum kostnaði eftir að kjarasamningar kennara voru samþykktir. Þar á meðal átti að lækka starfshlutfall kjörinna fulltrúa sem nemur um tíu prósenta launalækkun. Sigurbjörg sagði laun Ásdísar sem bæjarstjóra ekki lækka hlutfallslega jafn mikið og annarra kjörinna fulltrúa og lögði fulltrúar Pírata, Viðreisnar, Vina Kópavogs og Samfylkingar fram breytingartillögu um að lækka ætti laun bæjarstjórans í samræmi við laun annarra. Bæjarfulltrúinn hafi brotið trúnað Þann 1. apríl, lagði Ásdís fram erindi sem varðaði orðalag Sigurbjargar í viðtali sem birt var á Vísi. Hún sakar Sigurbjörgu um alvarlegan trúnaðarbrest í starfi sínu. Í viðtalinu sagði Sigurbjörg frá spurningu sem hún spurði á fundi bæjarráðs um endurskoðun akstursgreiðslna til starfsfólks og svari sem hún fékk. „Hún segir í þessu samhengi áhugavert að í heildartillögunum sé talað sérstaklega um að endurskoða akstursgreiðslur til starfsfólks. Hún hafi spurt um þetta á fundinum og fengið þau svör að þetta ætti til dæmis við um fólk sem starfi við liðveislu. Þau hafi akstursheimild fyrir 75 kílómetra akstri á mánuði og það eigi að endurskoða,“ stendur í fréttinni þar sem haft er eftir Sigurbjörgu. Ásdís segir að ekki hafi verið tekið fram í tillögunni um endurskoðun á reglum um ökutækjastyrki starfsmanna hvaða störf verði tekin til skoðunar. Málið sé viðkvæmt og á enn eftir að taka samtalið við stjórnendur bæjarins. Því hafi það verið trúnaðarbrestur að ræða málið á opinberum vettvangi. „Fundur bæjarráðs er lokaður trúnaðarfundur og óheimilt að skýra frá því sem fram kemur á fundinum umfram það sem stendur í fundargerð. Að mati undirritaðrar er hér um alvarlegan trúnaðarbrest að ræða sem hefur áhrif á traust sem verður að ríkja á milli bæjarfulltrúa sérstaklega þegar unnið er að jafn viðkvæmum málum og hagræðingaraðgerðum sem kunna að hafa áhrif á stöðu og starfsfólks og íbúa,“ skrifar Ásdís í erindi sínu. Segir bæjarstjórann ekki hafa sagt satt og rétt frá Samkvæmt Sigurbjörgu og Ásdísi lagði Sigurbjörg fram erindið sitt einungis nokkrum klukkustundum á eftir Ásdísi, og óskaði eftir afstöðu nefndarinnar um hvort að Ásdís hafi brotið gegn 7. grein siðareglna kjörinna fulltrúa. 7. greinin segir til um að kjörnir fulltrúar eigi að kynna sér málin, koma undirbúin til starfa, segja satt og rétt frá, gæta trúnaðar og sýna sanngirni í hvívetna. Í erindi Sigurbjargar vitnar hún á viðtal sem birt var á Mbl þar sem haft er eftir Ásdísi að „minnihlutinn hafi lagt til að ökutækjastyrkur bæjarstjóra yrði afnuminn.“ Sigurbjörg segir orð Ásdísar í viðtalinu ekki standast sönnun heldur hafi minnihlutinn lagt fram tillögu um að endurskoða ætti aksturgreiðslur bæjarstjóra. „Í ljósi þessa er þess óskað að forsætisnefnd taki afstöðu til þess hvort þessi framsetning bæjarstjóra sé í samræmi við siðareglur, sérstaklega að því er varðar að kynna sér mál og segja satt og rétt frá. Er það mat undirritaðar að ummælin gefi ranga mynd af tillögu minnihlutans og geti þannig haft áhrif á trúverðugleika og traust í störfum bæjarfulltrúa,“ skrifar Sigurbjörg sem situr jafnframt í forsætisnefndinni sem fyrsti varaforseti. Forsætisnefndin ákvað að fresta báðum málum milli funda og starfsmanni nefndarinnar falið að afla frekar upplýsinga um málið. Í samtali við fréttastofu segir Sigurbjörg að úrlausnar sé að vænta á næsta fundi nefndarinnar, þann 24. apríl næstkomandi. Fréttin hefur verið uppfærð þar sem að villa var í fundargerð forsætisnefndarinnar. Áður stóð að Sigurbjörg hefði verið fyrst til að sendi inn erindi þann 1. apríl. Því hefur verið breytt því Ásdís var fyrst til að sendi inn erindi til nefndarinnar og bárust þau samdægurs. Kópavogur Sveitarstjórnarmál Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
Á fundi forsætisnefndar Kópavogsbæjar bárust tvær beiðnir um að afstaða yrði tekin varðandi mögulegt brot á siðareglum kjörinna fulltrúa. Annars vegar beiðni Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur, bæjarfulltrúa Pírata, sem segir Ásdísi Kristjánsdóttur bæjarstjóra, hafa brotið gegn siðareglum og hins vegar beiðni Ásdísar sem segir Sigurbjörgu hafa brotið gegn siðareglum. Þetta kemur í kjölfar hagræðingatillagna sem voru lagðar fram af Ásdísi til að mæta auknum kostnaði eftir að kjarasamningar kennara voru samþykktir. Þar á meðal átti að lækka starfshlutfall kjörinna fulltrúa sem nemur um tíu prósenta launalækkun. Sigurbjörg sagði laun Ásdísar sem bæjarstjóra ekki lækka hlutfallslega jafn mikið og annarra kjörinna fulltrúa og lögði fulltrúar Pírata, Viðreisnar, Vina Kópavogs og Samfylkingar fram breytingartillögu um að lækka ætti laun bæjarstjórans í samræmi við laun annarra. Bæjarfulltrúinn hafi brotið trúnað Þann 1. apríl, lagði Ásdís fram erindi sem varðaði orðalag Sigurbjargar í viðtali sem birt var á Vísi. Hún sakar Sigurbjörgu um alvarlegan trúnaðarbrest í starfi sínu. Í viðtalinu sagði Sigurbjörg frá spurningu sem hún spurði á fundi bæjarráðs um endurskoðun akstursgreiðslna til starfsfólks og svari sem hún fékk. „Hún segir í þessu samhengi áhugavert að í heildartillögunum sé talað sérstaklega um að endurskoða akstursgreiðslur til starfsfólks. Hún hafi spurt um þetta á fundinum og fengið þau svör að þetta ætti til dæmis við um fólk sem starfi við liðveislu. Þau hafi akstursheimild fyrir 75 kílómetra akstri á mánuði og það eigi að endurskoða,“ stendur í fréttinni þar sem haft er eftir Sigurbjörgu. Ásdís segir að ekki hafi verið tekið fram í tillögunni um endurskoðun á reglum um ökutækjastyrki starfsmanna hvaða störf verði tekin til skoðunar. Málið sé viðkvæmt og á enn eftir að taka samtalið við stjórnendur bæjarins. Því hafi það verið trúnaðarbrestur að ræða málið á opinberum vettvangi. „Fundur bæjarráðs er lokaður trúnaðarfundur og óheimilt að skýra frá því sem fram kemur á fundinum umfram það sem stendur í fundargerð. Að mati undirritaðrar er hér um alvarlegan trúnaðarbrest að ræða sem hefur áhrif á traust sem verður að ríkja á milli bæjarfulltrúa sérstaklega þegar unnið er að jafn viðkvæmum málum og hagræðingaraðgerðum sem kunna að hafa áhrif á stöðu og starfsfólks og íbúa,“ skrifar Ásdís í erindi sínu. Segir bæjarstjórann ekki hafa sagt satt og rétt frá Samkvæmt Sigurbjörgu og Ásdísi lagði Sigurbjörg fram erindið sitt einungis nokkrum klukkustundum á eftir Ásdísi, og óskaði eftir afstöðu nefndarinnar um hvort að Ásdís hafi brotið gegn 7. grein siðareglna kjörinna fulltrúa. 7. greinin segir til um að kjörnir fulltrúar eigi að kynna sér málin, koma undirbúin til starfa, segja satt og rétt frá, gæta trúnaðar og sýna sanngirni í hvívetna. Í erindi Sigurbjargar vitnar hún á viðtal sem birt var á Mbl þar sem haft er eftir Ásdísi að „minnihlutinn hafi lagt til að ökutækjastyrkur bæjarstjóra yrði afnuminn.“ Sigurbjörg segir orð Ásdísar í viðtalinu ekki standast sönnun heldur hafi minnihlutinn lagt fram tillögu um að endurskoða ætti aksturgreiðslur bæjarstjóra. „Í ljósi þessa er þess óskað að forsætisnefnd taki afstöðu til þess hvort þessi framsetning bæjarstjóra sé í samræmi við siðareglur, sérstaklega að því er varðar að kynna sér mál og segja satt og rétt frá. Er það mat undirritaðar að ummælin gefi ranga mynd af tillögu minnihlutans og geti þannig haft áhrif á trúverðugleika og traust í störfum bæjarfulltrúa,“ skrifar Sigurbjörg sem situr jafnframt í forsætisnefndinni sem fyrsti varaforseti. Forsætisnefndin ákvað að fresta báðum málum milli funda og starfsmanni nefndarinnar falið að afla frekar upplýsinga um málið. Í samtali við fréttastofu segir Sigurbjörg að úrlausnar sé að vænta á næsta fundi nefndarinnar, þann 24. apríl næstkomandi. Fréttin hefur verið uppfærð þar sem að villa var í fundargerð forsætisnefndarinnar. Áður stóð að Sigurbjörg hefði verið fyrst til að sendi inn erindi þann 1. apríl. Því hefur verið breytt því Ásdís var fyrst til að sendi inn erindi til nefndarinnar og bárust þau samdægurs.
Kópavogur Sveitarstjórnarmál Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira