Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. apríl 2025 14:29 Mótmælt við ríkisstjórnarfund á dögunum. Bergþóra Snæbjörnsdóttir er með bláa derhúfu fyrir miðri mynd og Pétur Eggertz með svarta húfu og trommur. Vísir/Anton Brink Mótmælendur sem stefndu íslenska ríkinu vegna valdbeitingar á mótmælum við Skuggasund í Reykjavík í fyrra hafa áfrýjað sýknudómi í héraði til Landsréttar. Þá hafa þau stofnað félag í kringum málið með þann tilgang að berjast fyrir réttinum til að mótmæla friðsamlega. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjórum þeirra níu sem stefndu ríkinu, þeim Bergþóru Snæbjörnsdóttur, Daníel Þór Bjarnasyni, Lukku Sigurðardóttur og Pétri Eggerz. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í mars að valdbeiting lögreglunnar við ríkisstjórnarfund í fyrrasumar hefði ekki verið saknæm eða ólögmæt. Hún hefði verið nauðsynleg til að tryggja lögbundið hlutverk lögreglunnar og ekki brotið reglur um meðalhóf. Dómurinn mat einnig að lögreglumenn mættu tala af alvöruleysi sín á milli eins og aðrir og slík orðaskipti ætti ekki að túlka bókstaflega. Aðstoðarlögreglustjóri sagði á dögunum að lögregla hefði í kjölfar dómsins tekið orðfæri lögreglumanna til skoðunar og ólíklegt væri að álíka mál kæmi aftur upp. Nýja félagið, Dýrið - félag um réttinn til að mótmæla, telur að niðurstaða dómsins hafi veruleg áhrif á grundvallarréttindi landsmanna sem þátttakenda í lýðræðissamfélagi og vill að hún verði endurskoðuð af Landsrétti. „Málið snýst um réttinn til að mótmæla og mörk þess valds sem ríkið má beita til að skerða þann rétt. Áfrýjun málsins snýst því ekki bara um þetta tiltekna mál heldur getur haft áhrif á önnur sambærileg mál sem á eftir koma og öll sem vilja nýta rétt sinn til að láta í sér heyra og taka þátt í að veita valdhöfum aðhald,“ segir í tilkynningu frá Dýrinu. „Til þess að tryggja að málið fari áfram og fái endurskoðun æðri dóms, erum við að leita eftir fjárhagslegum stuðningi til að áfrýja. Við teljum að stuðningur við þessa áfrýjun sé ekki fyrir okkur, heldur öll þau sem vilja vernda réttindi og réttlæti í samfélaginu.“ Opnuð hefur verið vefsíða fyrir félagið á motmaeli.is. „Félagið mun starfa áfram og styðja málstaðinn þó þessu dómsmáli ljúki. Fyrir komandi kynslóðir og til að tryggja að mótmælendur geti sótt rétt sinn innan dómskerfisins. Við þökkum fyrir allan þann stuðning sem okkur hefur verið veittur í þessu máli og vonumst til að málið verði tekið fyrir á næsta dómsstigi, því það er eitthvað sem að skiptir máli fyrir samfélagið okkar í heild.“ Dómsmál Átök í Ísrael og Palestínu Lögreglan Reykjavík Palestína Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Fleiri fréttir Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjórum þeirra níu sem stefndu ríkinu, þeim Bergþóru Snæbjörnsdóttur, Daníel Þór Bjarnasyni, Lukku Sigurðardóttur og Pétri Eggerz. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í mars að valdbeiting lögreglunnar við ríkisstjórnarfund í fyrrasumar hefði ekki verið saknæm eða ólögmæt. Hún hefði verið nauðsynleg til að tryggja lögbundið hlutverk lögreglunnar og ekki brotið reglur um meðalhóf. Dómurinn mat einnig að lögreglumenn mættu tala af alvöruleysi sín á milli eins og aðrir og slík orðaskipti ætti ekki að túlka bókstaflega. Aðstoðarlögreglustjóri sagði á dögunum að lögregla hefði í kjölfar dómsins tekið orðfæri lögreglumanna til skoðunar og ólíklegt væri að álíka mál kæmi aftur upp. Nýja félagið, Dýrið - félag um réttinn til að mótmæla, telur að niðurstaða dómsins hafi veruleg áhrif á grundvallarréttindi landsmanna sem þátttakenda í lýðræðissamfélagi og vill að hún verði endurskoðuð af Landsrétti. „Málið snýst um réttinn til að mótmæla og mörk þess valds sem ríkið má beita til að skerða þann rétt. Áfrýjun málsins snýst því ekki bara um þetta tiltekna mál heldur getur haft áhrif á önnur sambærileg mál sem á eftir koma og öll sem vilja nýta rétt sinn til að láta í sér heyra og taka þátt í að veita valdhöfum aðhald,“ segir í tilkynningu frá Dýrinu. „Til þess að tryggja að málið fari áfram og fái endurskoðun æðri dóms, erum við að leita eftir fjárhagslegum stuðningi til að áfrýja. Við teljum að stuðningur við þessa áfrýjun sé ekki fyrir okkur, heldur öll þau sem vilja vernda réttindi og réttlæti í samfélaginu.“ Opnuð hefur verið vefsíða fyrir félagið á motmaeli.is. „Félagið mun starfa áfram og styðja málstaðinn þó þessu dómsmáli ljúki. Fyrir komandi kynslóðir og til að tryggja að mótmælendur geti sótt rétt sinn innan dómskerfisins. Við þökkum fyrir allan þann stuðning sem okkur hefur verið veittur í þessu máli og vonumst til að málið verði tekið fyrir á næsta dómsstigi, því það er eitthvað sem að skiptir máli fyrir samfélagið okkar í heild.“
Dómsmál Átök í Ísrael og Palestínu Lögreglan Reykjavík Palestína Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Fleiri fréttir Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Sjá meira