Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Jón Ísak Ragnarsson skrifar 4. apríl 2025 22:29 Benedikt Gunnar Ófeigsson er fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands Vísir/Arnar Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands, segir að líkur á öðru eldgosi á Reykjanesskaga á næstu dögum séu mjög litlar og verði minni eftir því sem lengra líður. Verði eldgos á næstu dögum, sem hann telur ólíklegt, myndi kvikan sennilega koma upp norðar en við Sundhnúka. GPS-mælingar sýna vísbendingar um að landris sé hafið á ný í Svartsengi. Stysta eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni lauk í gær. Veðurstofan telur líklegast að áframhaldandi kvikusöfnun sé undir Svartsengi sem valdi landrisinu en hluti þess sé vegna áhrifa frá myndun kvikugangsins 1. apríl. Aflögunarmælingar sýna einnig að enn mælast hreyfingar á GPS stöðvum í kringum norðurhluta kvikugangsins, meðal annars í Vogum og við Keili. Gervihnattamyndir sem teknar voru í gær og í fyrradag staðfesta hreyfingar á því svæði. Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælingar hjá Veðurstofunni fór yfir nýjustu mælingar og spáði í spilin í kvöldfréttum Stöðvar 2. Búast frekar við gosi á öðru svæði Benedikt segir ekki óvænt að landris við Svartsengi haldi áfram. „Nei við áttum alveg von á því að það myndi halda áfram landris, í rauninni endurspeglar það að það er stöðugt innflæði inn í kvikuhólfið í Svartsengi. Þannig það kom ekki á óvart, en það er kannski óvenju snemma sem við förum að sjá það.“ Kvikugangurinn liggur á köflum aðeins á 1,5 kílómetr dýpi, en Benedikt segir það stafa af því að kvika hafi reynt að leita upp til yfirborðs. Kvikan hafi reynt það aðeins norðar en við Sundhnúka, en Benedikt fór yfir þetta með skýringarmyndum í kvöldfréttum. Hann segir að staðurinn þar sem vísbendingar eru um að kvika hafi reynt að komast nær yfirborði vera besti staðurinn á allri sprungunni til að fá gos. „Það þyrfti mjög stórt gos til að þetta myndi ná alla leið hingað á Reykjanesbraut, og það eru engar líkur á því að það sé að fara gerast,“ sagði Benedikt. Margir hafa fundið fyrir skjálftum, heldur það áfram? „Ég á frekar von á því að það fari að hægja á því. Auðvitað getur það haldið eitthvað áfram, það er erfitt að segja til um það.“ Hann segir ólíklegt að það verði annað gos á næstunni. „Mjög litlar en það er ennþá hreyfing, það eru ennþá einhverjir skjálftar. Við getum ekkert útilokað það strax, en ég held það sé mjög ólíklegt.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
GPS-mælingar sýna vísbendingar um að landris sé hafið á ný í Svartsengi. Stysta eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni lauk í gær. Veðurstofan telur líklegast að áframhaldandi kvikusöfnun sé undir Svartsengi sem valdi landrisinu en hluti þess sé vegna áhrifa frá myndun kvikugangsins 1. apríl. Aflögunarmælingar sýna einnig að enn mælast hreyfingar á GPS stöðvum í kringum norðurhluta kvikugangsins, meðal annars í Vogum og við Keili. Gervihnattamyndir sem teknar voru í gær og í fyrradag staðfesta hreyfingar á því svæði. Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælingar hjá Veðurstofunni fór yfir nýjustu mælingar og spáði í spilin í kvöldfréttum Stöðvar 2. Búast frekar við gosi á öðru svæði Benedikt segir ekki óvænt að landris við Svartsengi haldi áfram. „Nei við áttum alveg von á því að það myndi halda áfram landris, í rauninni endurspeglar það að það er stöðugt innflæði inn í kvikuhólfið í Svartsengi. Þannig það kom ekki á óvart, en það er kannski óvenju snemma sem við förum að sjá það.“ Kvikugangurinn liggur á köflum aðeins á 1,5 kílómetr dýpi, en Benedikt segir það stafa af því að kvika hafi reynt að leita upp til yfirborðs. Kvikan hafi reynt það aðeins norðar en við Sundhnúka, en Benedikt fór yfir þetta með skýringarmyndum í kvöldfréttum. Hann segir að staðurinn þar sem vísbendingar eru um að kvika hafi reynt að komast nær yfirborði vera besti staðurinn á allri sprungunni til að fá gos. „Það þyrfti mjög stórt gos til að þetta myndi ná alla leið hingað á Reykjanesbraut, og það eru engar líkur á því að það sé að fara gerast,“ sagði Benedikt. Margir hafa fundið fyrir skjálftum, heldur það áfram? „Ég á frekar von á því að það fari að hægja á því. Auðvitað getur það haldið eitthvað áfram, það er erfitt að segja til um það.“ Hann segir ólíklegt að það verði annað gos á næstunni. „Mjög litlar en það er ennþá hreyfing, það eru ennþá einhverjir skjálftar. Við getum ekkert útilokað það strax, en ég held það sé mjög ólíklegt.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira