Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 2. apríl 2025 14:54 Katrín Tanja segir að hún hafi lært að elska á annan hátt eftir að hún fékk hundinn Theo inn í líf sitt. Katrín Tanja Davíðsdóttir, tvöfaldur heimsmeistari í Crossfit, og unnusti hennar, Brooks Laich fyrrverandi hokkíleikmaður, syrgja ferfætlinginn Theo sem lést skyndilega þann 4. mars síðastliðinn. Katrín Tanja greinir frá tíðindunum í færslu á Instagram. „Hjörtun okkar eru algjörlega mölbrotin þegar við skrifum þetta, en við misstum yndislega og dýrmæta litla drenginn okkar, Theo,“ skrifar Katrín Tanja við færsluna. Hundurinn var af tegundinni Pomerian. Theo, sem var aðeins þriggja ára, lést skyndilega þegar hann lék sér á ströndinni eftir fjallgöngu. Katrín segir að krufningin hafi ekki leitt neitt annað í ljós en að hann hafi verið heilbrigður: „Það voru engin merki um hjartaáfall, mænusjúkdóm, eitrun eða stíflaðan öndunarveg. Við reynum enn að finna orsökina, þó svo að við vitum að engin ástæða mun breyta niðurstöðunni.“ Kenndi henni að elska á annan hátt en áður Katrín Tanja minnist litlu dýrmætu augnablikanna sem þau áttu með Theo. Hún lýsir hljóðinu af litlu og hraða fótatifinu hans og hvernig hann sat í kjöltu þeirra eftir kvöldmatinn á hverju kvöldi. „Hann var litla barnið hennar mömmu og villti strákurinn hans pabba,“ skrifar Katrín Tanja og bætir við að Theo hafi elskað að fara í gönguferðir með pabba sínum og stóra bróður sínum, Koda. „Hann var aðeins níu vikna þegar við fengum hann til okkar og ég man svo vel eftir því að ég hugsaði að við hefðum tekið hann frá mömmu hans, þannig að nú var það okkar hlutverk að elska, hlúa að honum og annast hann. Koda er strákurinn okkar, en Theo var barnið okkar, og ég fann að hann kenndi mér hvernig á að elska og sjá um einhvern á þann hátt sem ég hafði aldrei upplifað áður.“ „Mamma & Pabbi elska þig, ástin mín,“ skrifaði Katrín Tanja í lokin. Fjölmargir hafa skrifað samúðarkveðjur við færsluna. Þar á meðal CrossFit-konurnar Annie Mist Þórisdóttir, Sara Sigmundsdóttir og Þuríður Helgadóttir, áhrifavaldarnir Helgi Ómarsson, Birgitta Líf Björnsdóttir og Brynja Dan Gunnarsdóttir. Færsluna má lesa í heild sinni hér að neðan: View this post on Instagram A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) Hundar Ástin og lífið CrossFit Gæludýr Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Terry Reid látinn Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Sjá meira
„Hjörtun okkar eru algjörlega mölbrotin þegar við skrifum þetta, en við misstum yndislega og dýrmæta litla drenginn okkar, Theo,“ skrifar Katrín Tanja við færsluna. Hundurinn var af tegundinni Pomerian. Theo, sem var aðeins þriggja ára, lést skyndilega þegar hann lék sér á ströndinni eftir fjallgöngu. Katrín segir að krufningin hafi ekki leitt neitt annað í ljós en að hann hafi verið heilbrigður: „Það voru engin merki um hjartaáfall, mænusjúkdóm, eitrun eða stíflaðan öndunarveg. Við reynum enn að finna orsökina, þó svo að við vitum að engin ástæða mun breyta niðurstöðunni.“ Kenndi henni að elska á annan hátt en áður Katrín Tanja minnist litlu dýrmætu augnablikanna sem þau áttu með Theo. Hún lýsir hljóðinu af litlu og hraða fótatifinu hans og hvernig hann sat í kjöltu þeirra eftir kvöldmatinn á hverju kvöldi. „Hann var litla barnið hennar mömmu og villti strákurinn hans pabba,“ skrifar Katrín Tanja og bætir við að Theo hafi elskað að fara í gönguferðir með pabba sínum og stóra bróður sínum, Koda. „Hann var aðeins níu vikna þegar við fengum hann til okkar og ég man svo vel eftir því að ég hugsaði að við hefðum tekið hann frá mömmu hans, þannig að nú var það okkar hlutverk að elska, hlúa að honum og annast hann. Koda er strákurinn okkar, en Theo var barnið okkar, og ég fann að hann kenndi mér hvernig á að elska og sjá um einhvern á þann hátt sem ég hafði aldrei upplifað áður.“ „Mamma & Pabbi elska þig, ástin mín,“ skrifaði Katrín Tanja í lokin. Fjölmargir hafa skrifað samúðarkveðjur við færsluna. Þar á meðal CrossFit-konurnar Annie Mist Þórisdóttir, Sara Sigmundsdóttir og Þuríður Helgadóttir, áhrifavaldarnir Helgi Ómarsson, Birgitta Líf Björnsdóttir og Brynja Dan Gunnarsdóttir. Færsluna má lesa í heild sinni hér að neðan: View this post on Instagram A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja)
Hundar Ástin og lífið CrossFit Gæludýr Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Terry Reid látinn Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Sjá meira