„Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Jakob Bjarnar skrifar 31. mars 2025 16:08 Enn eru mál Ásthildar Lóu rædd af kappi. Í fyrirspurnartíma á Alþingi nú rétt í þessu gekk Sigríður Á Andersen á Kristrúnu Frostadóttur og spurði hvort hún teldi Ásthildi hafa unnið sér eitthvað það til óhelgi að Kristrún gæti ekki hugsað sér að starfa með henni. Kristrúnu líkaði ekki tónninn í fyrirspurn Sigríðar. vísir/vilhelm Sigríður Á. Andersen þingmaður Miðflokksins gekk á Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra í fyrirspurnartíma á þingi nú rétt í þessu og spurði nánar út í mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur fráfarandi barna- og menntamálaráðherra. Kristrún kunni ekki að meta spurninguna né tóninn í röddu Sigríðar. Óhætt er að segja að heitt hafi verið í kolum á þinginu nú fyrir stundu, í óundirbúnum fyrirspurnartíma en þar var meðal annarra Kristrún Frostadóttir til svara. Sigríður Á. Andersen telur ekki öll kurl komin til grafar í máli er varðar afsögn barna- og menntamálaráðherra. Og hún vildi enn vita hvort og þá hvernig Kristrún, og þá forysta ríkisstjórnarinnar, hafi hlutast til um afsögn Ásthildar. Telur forsætisráðherra nú sig hafa staðið með Ásthildi Lóu? „RÚV hefur beðist afsökunar og rykið er sest,“ sagði Sigríður og rakti málið. Ljóst er að henni þykir nú sem ástæður afsagnarinnar væru ræfilslegar. Eða hvað? „Þess vegna er ekki úr vegi að spyrja hæstvirtan forsætisráðherra, verkstjóra þessarar ríkisstjórnar, hvers vegna ráðherra sagði af sér,“ sagði Sigríður og vitnaði í forsætisráðherra sem mun hafa sagt að málið væri „auðvitað alvarlegt“. Hvort hún væri enn þeirrar skoðunar; telur hún ráðherra hafa brotið lög eða sýnt af sér svo ámælisverða hegðun að forsætisráðherra geti ekki hugsað sér að vinna með henni?“ Sigríður vildi vita hvort Kristrún hafi gert eitthvað til að styðja Ásthildi Lóu? Kristrún sagði það rétt að nokkrir dagar væru liðnir frá því að barnamálaráðherra tók það upp hjá sjálfri sér að segja af sér. Málið hafi verið til umræðu á þinginu og hún hefði í sjálfu sér engin önnur svör nú en þá. En sagði sér að meinalausu að ítreka að henni þætti viðbrögð Ásthildar Lóu ekki eðlileg, að setja sig í samband við þann sem sendi kvörtunina til forsætisráðuneytisins. En það væri ekki hennar að svara til um persónulega ákvörðun Ásthildar Lóu. Alvarlegar ásakanir Sigríðar Sigríði þótti augljóslega ekki mikið til svara Kristrúnar komu og herti tökin: „Það hafi verið eftirmálar, en ekki fréttin sjálf! Að þáverandi ráðherra hún hafi vogað sér að hafa samband við manneskju út í bæ sem varðaði barn hennar. Ekki um pólitík. Það blasir við að ríkisstjórninni barst hótun utan úr bæ, henni voru settir afarkostir, utan úr bæ, var kallað eftir því að ráðherra viki.“ Kristrún kunni ekki að meta þann tón sem hún þóttist greina í röddu Sigríðar Á Andersen í fyrirspurnartíma nú rétt í þessu.vísir/vilhelm Sigríður spurði hvernig það mætti vera að forystumenn ríkisstjórnarinnar sætu klukkustundum saman yfir málinu og kæmust svo að þeirri niðurstöðu að ráðherrann segði af sér. Þingið og þjóðin eigi rétt á því að vita hvernig í pottinn sé búið með þetta mál. Kristrún sagðist ekki kunna að meta þann tón sem hún taldi sig greina í röddu Sigríðar. „Það hefur hvergi komið fram, það eru engin merki um það að einhver hafi verið neyddur til að segja af sér. Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti,“ sagði Kristrún þá. Hún ítrekaði að ákvörðunin um afsögn hafi verið Ásthildar Lóu og sagðist vera að svara spurningunni þegar frammíköll bárust utan úr sal. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Samfylkingin Miðflokkurinn Barnamálaráðherra segir af sér Tengdar fréttir Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Formaður Flokks fólksins segir Ásthildi Lóu Þórsdóttur einfaldlega hafa sagt af sér til að koma í veg fyrir að ráðist yrði á sig og ríkisstjórnina í fjölmiðlum. Barnabarn hennar sem glataði skóm tímabundið í Borgarholtsskóla hafi ekki sótt skólann síðan fjallað var um símtal hennar við skólastjórann. Inga spyr um ábyrgð hans. 31. mars 2025 11:56 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Sjá meira
Óhætt er að segja að heitt hafi verið í kolum á þinginu nú fyrir stundu, í óundirbúnum fyrirspurnartíma en þar var meðal annarra Kristrún Frostadóttir til svara. Sigríður Á. Andersen telur ekki öll kurl komin til grafar í máli er varðar afsögn barna- og menntamálaráðherra. Og hún vildi enn vita hvort og þá hvernig Kristrún, og þá forysta ríkisstjórnarinnar, hafi hlutast til um afsögn Ásthildar. Telur forsætisráðherra nú sig hafa staðið með Ásthildi Lóu? „RÚV hefur beðist afsökunar og rykið er sest,“ sagði Sigríður og rakti málið. Ljóst er að henni þykir nú sem ástæður afsagnarinnar væru ræfilslegar. Eða hvað? „Þess vegna er ekki úr vegi að spyrja hæstvirtan forsætisráðherra, verkstjóra þessarar ríkisstjórnar, hvers vegna ráðherra sagði af sér,“ sagði Sigríður og vitnaði í forsætisráðherra sem mun hafa sagt að málið væri „auðvitað alvarlegt“. Hvort hún væri enn þeirrar skoðunar; telur hún ráðherra hafa brotið lög eða sýnt af sér svo ámælisverða hegðun að forsætisráðherra geti ekki hugsað sér að vinna með henni?“ Sigríður vildi vita hvort Kristrún hafi gert eitthvað til að styðja Ásthildi Lóu? Kristrún sagði það rétt að nokkrir dagar væru liðnir frá því að barnamálaráðherra tók það upp hjá sjálfri sér að segja af sér. Málið hafi verið til umræðu á þinginu og hún hefði í sjálfu sér engin önnur svör nú en þá. En sagði sér að meinalausu að ítreka að henni þætti viðbrögð Ásthildar Lóu ekki eðlileg, að setja sig í samband við þann sem sendi kvörtunina til forsætisráðuneytisins. En það væri ekki hennar að svara til um persónulega ákvörðun Ásthildar Lóu. Alvarlegar ásakanir Sigríðar Sigríði þótti augljóslega ekki mikið til svara Kristrúnar komu og herti tökin: „Það hafi verið eftirmálar, en ekki fréttin sjálf! Að þáverandi ráðherra hún hafi vogað sér að hafa samband við manneskju út í bæ sem varðaði barn hennar. Ekki um pólitík. Það blasir við að ríkisstjórninni barst hótun utan úr bæ, henni voru settir afarkostir, utan úr bæ, var kallað eftir því að ráðherra viki.“ Kristrún kunni ekki að meta þann tón sem hún þóttist greina í röddu Sigríðar Á Andersen í fyrirspurnartíma nú rétt í þessu.vísir/vilhelm Sigríður spurði hvernig það mætti vera að forystumenn ríkisstjórnarinnar sætu klukkustundum saman yfir málinu og kæmust svo að þeirri niðurstöðu að ráðherrann segði af sér. Þingið og þjóðin eigi rétt á því að vita hvernig í pottinn sé búið með þetta mál. Kristrún sagðist ekki kunna að meta þann tón sem hún taldi sig greina í röddu Sigríðar. „Það hefur hvergi komið fram, það eru engin merki um það að einhver hafi verið neyddur til að segja af sér. Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti,“ sagði Kristrún þá. Hún ítrekaði að ákvörðunin um afsögn hafi verið Ásthildar Lóu og sagðist vera að svara spurningunni þegar frammíköll bárust utan úr sal.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Samfylkingin Miðflokkurinn Barnamálaráðherra segir af sér Tengdar fréttir Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Formaður Flokks fólksins segir Ásthildi Lóu Þórsdóttur einfaldlega hafa sagt af sér til að koma í veg fyrir að ráðist yrði á sig og ríkisstjórnina í fjölmiðlum. Barnabarn hennar sem glataði skóm tímabundið í Borgarholtsskóla hafi ekki sótt skólann síðan fjallað var um símtal hennar við skólastjórann. Inga spyr um ábyrgð hans. 31. mars 2025 11:56 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Sjá meira
Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Formaður Flokks fólksins segir Ásthildi Lóu Þórsdóttur einfaldlega hafa sagt af sér til að koma í veg fyrir að ráðist yrði á sig og ríkisstjórnina í fjölmiðlum. Barnabarn hennar sem glataði skóm tímabundið í Borgarholtsskóla hafi ekki sótt skólann síðan fjallað var um símtal hennar við skólastjórann. Inga spyr um ábyrgð hans. 31. mars 2025 11:56