„Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 30. mars 2025 14:00 Ungir menn á partýrútu stoppuðu í Norðurbænum í Hafnarfirði um tvöleytið í nótt og skutu upp nokkrum flugeldatertum íbúum til mikillar gremju. Hópur manna skaut upp flugeldatertum á bílaplani rétt hjá Ölstofunni í Hafnarfirði um tvöleytið í nótt. Íbúar beindu reiði sinni að barnum á hverfissíðu en eigandi Ölstofunnar segir flugeldana ekki tengjast barnum. Klukkan 2:23 í nótt skrifaði nafnlaus íbúi færslu á hverfisgrúppunni „Norðurbærinn minn - íbúar í Norðurbæ í Hafnarfirði“ um flugeldasýningu í hverfinu. „Hvaða endemis hálfviti ákvað að það væri skynsamlegt að halda flugeldasýningu klukkan 02.20 núna rétt í þessu?“ skrifaði viðkomandi í færslunni og uppskar fjölda reiði-viðbragða og tugi ummæla. Fólk var fljótt að leita að sökudólgum og skrifuðu nokkrir að Ölhúsið bæri þarna ábyrgð og að verið væri að fagna lokun staðarins. Á móti tóku aðrir upp hanskann fyrir Ölstofuna í morgun og sögðu flugeldana ekki tengjast barnum neitt. Fréttastofa hafði samband við Ólaf Guðlaugsson, eiganda Ölhússins, til að forvitnast um málið. Ungir menn á partýrútu beri ábyrgðina „Guð minn góður, það var nú ekki á okkar ábyrgð, segir mér starfsfólkið sem var að vinna í gær,“ sagði Ólafur þegar fréttastofa spurði hann út í flugeldasýninguna í nótt. „Þetta voru bara einhverjir ungir menn að gera sér glaðan dag á partýrútu,“ bætti hann við. Fjólubláir blossar blöstu við Hafnfirðingum sem vöknuðu við flugeldana í nótt og litu út um gluggann sinn. Að sögn Ólafs hafi rútan stoppað fyrir utan Ölhúsið heldur á bílaplani milli barsins og bensínstöðvar Orkunnar. Þar hafi nokkrir ungir menn stokkið út og skotið þar upp tertum. Þannig þetta var ótengt ykkur? „Já, almáttugur. Við myndum aldrei gerast svo djarfir að gera fólki það að sprengja flugelda á nóttunni,“ sagði hann og bætti við: „Þetta er algjör dónaskapur að vera að gera fólki þetta.“ Urðuð þið var við þetta á barnum? Var þetta ekki mikill hávaði? „Nei, veistu það, ég var að spyrja fólk sem var þarna í gær og það tók ekki einu sinni eftir þessu. Þeir fara með þetta til hliðar við húsið,“ sagði Ólafur. „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus af þessu,“ bætti hann við. Hafnarfjörður Flugeldar Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Segir lánveitendur með belti, axlabönd og í björgunarbát en neytendur áhættuna Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Sjá meira
Klukkan 2:23 í nótt skrifaði nafnlaus íbúi færslu á hverfisgrúppunni „Norðurbærinn minn - íbúar í Norðurbæ í Hafnarfirði“ um flugeldasýningu í hverfinu. „Hvaða endemis hálfviti ákvað að það væri skynsamlegt að halda flugeldasýningu klukkan 02.20 núna rétt í þessu?“ skrifaði viðkomandi í færslunni og uppskar fjölda reiði-viðbragða og tugi ummæla. Fólk var fljótt að leita að sökudólgum og skrifuðu nokkrir að Ölhúsið bæri þarna ábyrgð og að verið væri að fagna lokun staðarins. Á móti tóku aðrir upp hanskann fyrir Ölstofuna í morgun og sögðu flugeldana ekki tengjast barnum neitt. Fréttastofa hafði samband við Ólaf Guðlaugsson, eiganda Ölhússins, til að forvitnast um málið. Ungir menn á partýrútu beri ábyrgðina „Guð minn góður, það var nú ekki á okkar ábyrgð, segir mér starfsfólkið sem var að vinna í gær,“ sagði Ólafur þegar fréttastofa spurði hann út í flugeldasýninguna í nótt. „Þetta voru bara einhverjir ungir menn að gera sér glaðan dag á partýrútu,“ bætti hann við. Fjólubláir blossar blöstu við Hafnfirðingum sem vöknuðu við flugeldana í nótt og litu út um gluggann sinn. Að sögn Ólafs hafi rútan stoppað fyrir utan Ölhúsið heldur á bílaplani milli barsins og bensínstöðvar Orkunnar. Þar hafi nokkrir ungir menn stokkið út og skotið þar upp tertum. Þannig þetta var ótengt ykkur? „Já, almáttugur. Við myndum aldrei gerast svo djarfir að gera fólki það að sprengja flugelda á nóttunni,“ sagði hann og bætti við: „Þetta er algjör dónaskapur að vera að gera fólki þetta.“ Urðuð þið var við þetta á barnum? Var þetta ekki mikill hávaði? „Nei, veistu það, ég var að spyrja fólk sem var þarna í gær og það tók ekki einu sinni eftir þessu. Þeir fara með þetta til hliðar við húsið,“ sagði Ólafur. „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus af þessu,“ bætti hann við.
Hafnarfjörður Flugeldar Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Segir lánveitendur með belti, axlabönd og í björgunarbát en neytendur áhættuna Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Sjá meira