Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Lovísa Arnardóttir skrifar 28. mars 2025 09:47 Finnbjörn, forseti ASÍ, Heiða Björg, borgarstjóri og Sonja, formaður BSRB undirrituðu viljayfirlýsinguna. Hulda Gunnarsdóttir Nýr starfshópur á vegum Reykjavíkurborgar og verkalýðsfélaganna BSRB og ASÍ á að skoða nýjar leiðir til þess að auka framboð og hraða uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík. Hópurinn á að skila sínum tillögum í maí. Starfshópurinn mun skoða sérstaklega hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfársárdal auk þess sem hann á að kortleggja helstu möguleika á uppbyggingu næstu 10 til 15 árin. Starfshópurinn á einnig að rýna í árangur verkefnisins „húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur“ og gera tillögur að hugsanlegum breytingum, nýjum svæðum til lóðaúthlutana eða annarra leiða til að fjölga slíkum íbúðum og úthlutunarreglum fyrir annan fasa verkefnisins. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri, Finnbjörn A. Hermannsson, forseti Alþýðusambands Íslands og Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB undirrituðu viljayfirlýsingu í morgun þess efnis. Í tilkynningu frá borginni kemur fram að með þessari viljayfirlýsingu vilji verkalýðshreyfingin og Reykjavíkurborg hefja nýja sókn í húsnæðismálum. Heiða Björg borgarstjóri boðaði til fundarins. Hulda Gunnarsdóttir Auk borgarstjóra og fulltrúa verkalýðshreyfinganna tveggja undirrituðu fulltrúar meirihlutans einnig undir yfirlýsinguna, þær Dóra Björt Guðjónsdóttir, Pírötum, Helga Þórðardóttir, Flokki fólksins, Líf Magneudóttir, Vinstri grænum og Sanna Magdalena Mörtudóttir, Sósíalistaflokki. Verkalýðsfélögin og Reykjavíkurborg hafa síðustu ár unnið saman með stofnun íbúðafélaganna Bjargs og Blæs en borgin úthlutaði stofnframlögum í formi fjölmargra lóða til uppbyggingar almennra íbúða í eigu þessara félaga. Í tilkynningu segir að síðan þá hafi á annað þúsund íbúða verið úthlutað til efnaminni fjölskyldna á vinnumarkaði. Eftirspurnin eftir íbúðum hjá íbúðafélögunum sé enn mikil og biðlistar hjá báðum félögum. Fjölmennur fundur fer nú fram í ráðhúsuinu um húsnæðisuppbyggingu. Hulda Gunnarsdóttir Skilar tillögum í maí Komið verður á fót starfshópi, sem verður skipaður tveimur fulltrúum frá hverjum þessara aðila, sem er ætlað að setja fram hugmyndir að verkefnum sem geta skapað sóknarfæri í núverandi ástandi. Helstu verkefni starfshópsins eru: • Kanna hvort hægt er að flýta uppbyggingu húsnæðis í Úlfarsárdal (M22) með aðkomu innviðasjóðs í eigu lífeyrissjóða. • Kortlagning mögulega áframhaldandi uppbyggingu íbúðahúsnæðis til næstu 10-15 ára, sem meðal annars byggist á þeim sóknarfærum sem skapast á grunni uppfærðs samgöngusáttmála. • Rýna árangur verkefnisins „húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur“ og gera tillögur að hugsanlegum breytingum, nýjum svæðum til lóðaúthlutana eða annarra leiða til að fjölga slíkum íbúðum og úthlutunarreglum fyrir annan fasa verkefnisins. Starfshópurinn hefur samkvæmt tilkynningu störf strax og er stefnt að því að hann skili niðurstöðum í lok maí. Aðilar eru sammála um að þegar niðurstöður starfshópsins liggja fyrir verði metið hvort og þá á hvaða grunni verði unnið áfram með niðurstöðurnar. Reykjavík Borgarstjórn Skipulag Stéttarfélög Lífeyrissjóðir Sveitarstjórnarmál Húsnæðismál Byggingariðnaður Fasteignamarkaður ASÍ Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Sjá meira
Starfshópurinn á einnig að rýna í árangur verkefnisins „húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur“ og gera tillögur að hugsanlegum breytingum, nýjum svæðum til lóðaúthlutana eða annarra leiða til að fjölga slíkum íbúðum og úthlutunarreglum fyrir annan fasa verkefnisins. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri, Finnbjörn A. Hermannsson, forseti Alþýðusambands Íslands og Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB undirrituðu viljayfirlýsingu í morgun þess efnis. Í tilkynningu frá borginni kemur fram að með þessari viljayfirlýsingu vilji verkalýðshreyfingin og Reykjavíkurborg hefja nýja sókn í húsnæðismálum. Heiða Björg borgarstjóri boðaði til fundarins. Hulda Gunnarsdóttir Auk borgarstjóra og fulltrúa verkalýðshreyfinganna tveggja undirrituðu fulltrúar meirihlutans einnig undir yfirlýsinguna, þær Dóra Björt Guðjónsdóttir, Pírötum, Helga Þórðardóttir, Flokki fólksins, Líf Magneudóttir, Vinstri grænum og Sanna Magdalena Mörtudóttir, Sósíalistaflokki. Verkalýðsfélögin og Reykjavíkurborg hafa síðustu ár unnið saman með stofnun íbúðafélaganna Bjargs og Blæs en borgin úthlutaði stofnframlögum í formi fjölmargra lóða til uppbyggingar almennra íbúða í eigu þessara félaga. Í tilkynningu segir að síðan þá hafi á annað þúsund íbúða verið úthlutað til efnaminni fjölskyldna á vinnumarkaði. Eftirspurnin eftir íbúðum hjá íbúðafélögunum sé enn mikil og biðlistar hjá báðum félögum. Fjölmennur fundur fer nú fram í ráðhúsuinu um húsnæðisuppbyggingu. Hulda Gunnarsdóttir Skilar tillögum í maí Komið verður á fót starfshópi, sem verður skipaður tveimur fulltrúum frá hverjum þessara aðila, sem er ætlað að setja fram hugmyndir að verkefnum sem geta skapað sóknarfæri í núverandi ástandi. Helstu verkefni starfshópsins eru: • Kanna hvort hægt er að flýta uppbyggingu húsnæðis í Úlfarsárdal (M22) með aðkomu innviðasjóðs í eigu lífeyrissjóða. • Kortlagning mögulega áframhaldandi uppbyggingu íbúðahúsnæðis til næstu 10-15 ára, sem meðal annars byggist á þeim sóknarfærum sem skapast á grunni uppfærðs samgöngusáttmála. • Rýna árangur verkefnisins „húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur“ og gera tillögur að hugsanlegum breytingum, nýjum svæðum til lóðaúthlutana eða annarra leiða til að fjölga slíkum íbúðum og úthlutunarreglum fyrir annan fasa verkefnisins. Starfshópurinn hefur samkvæmt tilkynningu störf strax og er stefnt að því að hann skili niðurstöðum í lok maí. Aðilar eru sammála um að þegar niðurstöður starfshópsins liggja fyrir verði metið hvort og þá á hvaða grunni verði unnið áfram með niðurstöðurnar.
Reykjavík Borgarstjórn Skipulag Stéttarfélög Lífeyrissjóðir Sveitarstjórnarmál Húsnæðismál Byggingariðnaður Fasteignamarkaður ASÍ Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Sjá meira