Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Lovísa Arnardóttir skrifar 28. mars 2025 09:47 Finnbjörn, forseti ASÍ, Heiða Björg, borgarstjóri og Sonja, formaður BSRB undirrituðu viljayfirlýsinguna. Hulda Gunnarsdóttir Nýr starfshópur á vegum Reykjavíkurborgar og verkalýðsfélaganna BSRB og ASÍ á að skoða nýjar leiðir til þess að auka framboð og hraða uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík. Hópurinn á að skila sínum tillögum í maí. Starfshópurinn mun skoða sérstaklega hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfársárdal auk þess sem hann á að kortleggja helstu möguleika á uppbyggingu næstu 10 til 15 árin. Starfshópurinn á einnig að rýna í árangur verkefnisins „húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur“ og gera tillögur að hugsanlegum breytingum, nýjum svæðum til lóðaúthlutana eða annarra leiða til að fjölga slíkum íbúðum og úthlutunarreglum fyrir annan fasa verkefnisins. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri, Finnbjörn A. Hermannsson, forseti Alþýðusambands Íslands og Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB undirrituðu viljayfirlýsingu í morgun þess efnis. Í tilkynningu frá borginni kemur fram að með þessari viljayfirlýsingu vilji verkalýðshreyfingin og Reykjavíkurborg hefja nýja sókn í húsnæðismálum. Heiða Björg borgarstjóri boðaði til fundarins. Hulda Gunnarsdóttir Auk borgarstjóra og fulltrúa verkalýðshreyfinganna tveggja undirrituðu fulltrúar meirihlutans einnig undir yfirlýsinguna, þær Dóra Björt Guðjónsdóttir, Pírötum, Helga Þórðardóttir, Flokki fólksins, Líf Magneudóttir, Vinstri grænum og Sanna Magdalena Mörtudóttir, Sósíalistaflokki. Verkalýðsfélögin og Reykjavíkurborg hafa síðustu ár unnið saman með stofnun íbúðafélaganna Bjargs og Blæs en borgin úthlutaði stofnframlögum í formi fjölmargra lóða til uppbyggingar almennra íbúða í eigu þessara félaga. Í tilkynningu segir að síðan þá hafi á annað þúsund íbúða verið úthlutað til efnaminni fjölskyldna á vinnumarkaði. Eftirspurnin eftir íbúðum hjá íbúðafélögunum sé enn mikil og biðlistar hjá báðum félögum. Fjölmennur fundur fer nú fram í ráðhúsuinu um húsnæðisuppbyggingu. Hulda Gunnarsdóttir Skilar tillögum í maí Komið verður á fót starfshópi, sem verður skipaður tveimur fulltrúum frá hverjum þessara aðila, sem er ætlað að setja fram hugmyndir að verkefnum sem geta skapað sóknarfæri í núverandi ástandi. Helstu verkefni starfshópsins eru: • Kanna hvort hægt er að flýta uppbyggingu húsnæðis í Úlfarsárdal (M22) með aðkomu innviðasjóðs í eigu lífeyrissjóða. • Kortlagning mögulega áframhaldandi uppbyggingu íbúðahúsnæðis til næstu 10-15 ára, sem meðal annars byggist á þeim sóknarfærum sem skapast á grunni uppfærðs samgöngusáttmála. • Rýna árangur verkefnisins „húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur“ og gera tillögur að hugsanlegum breytingum, nýjum svæðum til lóðaúthlutana eða annarra leiða til að fjölga slíkum íbúðum og úthlutunarreglum fyrir annan fasa verkefnisins. Starfshópurinn hefur samkvæmt tilkynningu störf strax og er stefnt að því að hann skili niðurstöðum í lok maí. Aðilar eru sammála um að þegar niðurstöður starfshópsins liggja fyrir verði metið hvort og þá á hvaða grunni verði unnið áfram með niðurstöðurnar. Reykjavík Borgarstjórn Skipulag Stéttarfélög Lífeyrissjóðir Sveitarstjórnarmál Húsnæðismál Byggingariðnaður Fasteignamarkaður ASÍ Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Sjá meira
Starfshópurinn á einnig að rýna í árangur verkefnisins „húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur“ og gera tillögur að hugsanlegum breytingum, nýjum svæðum til lóðaúthlutana eða annarra leiða til að fjölga slíkum íbúðum og úthlutunarreglum fyrir annan fasa verkefnisins. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri, Finnbjörn A. Hermannsson, forseti Alþýðusambands Íslands og Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB undirrituðu viljayfirlýsingu í morgun þess efnis. Í tilkynningu frá borginni kemur fram að með þessari viljayfirlýsingu vilji verkalýðshreyfingin og Reykjavíkurborg hefja nýja sókn í húsnæðismálum. Heiða Björg borgarstjóri boðaði til fundarins. Hulda Gunnarsdóttir Auk borgarstjóra og fulltrúa verkalýðshreyfinganna tveggja undirrituðu fulltrúar meirihlutans einnig undir yfirlýsinguna, þær Dóra Björt Guðjónsdóttir, Pírötum, Helga Þórðardóttir, Flokki fólksins, Líf Magneudóttir, Vinstri grænum og Sanna Magdalena Mörtudóttir, Sósíalistaflokki. Verkalýðsfélögin og Reykjavíkurborg hafa síðustu ár unnið saman með stofnun íbúðafélaganna Bjargs og Blæs en borgin úthlutaði stofnframlögum í formi fjölmargra lóða til uppbyggingar almennra íbúða í eigu þessara félaga. Í tilkynningu segir að síðan þá hafi á annað þúsund íbúða verið úthlutað til efnaminni fjölskyldna á vinnumarkaði. Eftirspurnin eftir íbúðum hjá íbúðafélögunum sé enn mikil og biðlistar hjá báðum félögum. Fjölmennur fundur fer nú fram í ráðhúsuinu um húsnæðisuppbyggingu. Hulda Gunnarsdóttir Skilar tillögum í maí Komið verður á fót starfshópi, sem verður skipaður tveimur fulltrúum frá hverjum þessara aðila, sem er ætlað að setja fram hugmyndir að verkefnum sem geta skapað sóknarfæri í núverandi ástandi. Helstu verkefni starfshópsins eru: • Kanna hvort hægt er að flýta uppbyggingu húsnæðis í Úlfarsárdal (M22) með aðkomu innviðasjóðs í eigu lífeyrissjóða. • Kortlagning mögulega áframhaldandi uppbyggingu íbúðahúsnæðis til næstu 10-15 ára, sem meðal annars byggist á þeim sóknarfærum sem skapast á grunni uppfærðs samgöngusáttmála. • Rýna árangur verkefnisins „húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur“ og gera tillögur að hugsanlegum breytingum, nýjum svæðum til lóðaúthlutana eða annarra leiða til að fjölga slíkum íbúðum og úthlutunarreglum fyrir annan fasa verkefnisins. Starfshópurinn hefur samkvæmt tilkynningu störf strax og er stefnt að því að hann skili niðurstöðum í lok maí. Aðilar eru sammála um að þegar niðurstöður starfshópsins liggja fyrir verði metið hvort og þá á hvaða grunni verði unnið áfram með niðurstöðurnar.
Reykjavík Borgarstjórn Skipulag Stéttarfélög Lífeyrissjóðir Sveitarstjórnarmál Húsnæðismál Byggingariðnaður Fasteignamarkaður ASÍ Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Sjá meira