Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Samúel Karl Ólason skrifar 26. mars 2025 20:51 Þórarinn Eyfjörð, fyrrverandi formaður Sameykis. Vísir/Ívar Fannar Stjórn Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu gerði á síðasta ári starfslokasamning við fyrrverandi formann stéttarfélagsins um að hann verði áfram á launum næstu tvö og hálft ár, rúmum sex mánuðum eftir endurkjör í embætti formanns. Heildarupphæðin vegna samningsins er tæpar sjötíu milljónir sem Sameyki mun greiða. Málið verður rætt á aðalfundi Sameykis sem haldinn verður á morgun en í ársreikningi félagssjóðs stéttarfélagsins kemur fram að heildarskuld félagsins vegna starfslokasamningsins sé 68,7 milljónir króna. Þar komi meðal annars til launatengd gjöld sem samsvari um fjórtán milljónum króna, réttindi vegna biðlauna, sem séu sex mánuðir samkvæmt reglum launanefndar Sameykis, upp á um fimmtán milljónir og áfallið orlof sem nemi um 7,5 milljónum króna. Úr ársreikningi Sameykis. Í ársreikningnum segir að Þórarinn Eyfjörð, umræddur fyrrverandi formaður, hafi verið kjörinn til þriggja ára á aðalfundi 2024 og að tvö og hálft ár hafi verið eftir af kjörtímabili hans þegar hann lét af störfum með samkomulagi við stjórn félagsins. Þórarinn var fyrst kjörinn formaður í mars 2021 og var sjálfkjörinn í embættið þremur árum síðar. Hann vék svo úr starfi sínu í október í fyrra en var það í kjölfar ásakana um að hann hefði gengið of hart fram gagnvart starfsfólki Sameykis. Einnig hafði verið uppi ágreiningur milli hans og stjórnar félagsins um áherslur og stefnu. Starfsmenn sálfræðistofu voru fengnir til að gera úttekt á vinnustaðarmenningunni hjá Sameyki og var gerð skýrsla fyrir stjórnina. Þórarinn játaði í kjölfarið að hafa gengið of hart fram en þegar starfslok hans voru tilkynnt kom fram að stjórn Sameykis hefði gert samkomulag við hann um starfslokin. Starfslokasamningurinn gildir út kjörtímabil Þórarins og fær hann mánaðarlegar greiðslur á tímabilinu. Kári Sigurðsson, núverandi formaður Sameykis, vildi ekki tjá sig um málið í samtali við fréttastofu. Hann sagðist fyrst vilja ræða það við félagsmenn, áður en hann talaði um það í fjölmiðlum. Fréttin hefur verið uppfærð. Stéttarfélög Vistaskipti Kjaramál Tengdar fréttir Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Skömmu áður en hann var fyrst kjörinn í stjórn VR gagnrýndi Ragnar Þór Ingólfsson, fyrrverandi formaður félagsins, annan fyrrverandi formann harðlega fyrir að þiggja biðlaun. Það var eftir að Gunnar Páll Pálsson tapaði kosningum um embætti formanns VR og fékk sjö milljónir í biðlaun. 26. febrúar 2025 17:48 Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Kristján Þórður Snæbjarnarson, þingmaður Samfylkingarinnar, verður með ráðningarsamband við Rafiðnaðarsamband Íslands út júní þrátt fyrir að hann hafi sagt af sér fyrr í þessum mánuði. Hann er sagður eiga að hjálpa nýjum formanni að komast inn í embættið. 25. febrúar 2025 14:42 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Málið verður rætt á aðalfundi Sameykis sem haldinn verður á morgun en í ársreikningi félagssjóðs stéttarfélagsins kemur fram að heildarskuld félagsins vegna starfslokasamningsins sé 68,7 milljónir króna. Þar komi meðal annars til launatengd gjöld sem samsvari um fjórtán milljónum króna, réttindi vegna biðlauna, sem séu sex mánuðir samkvæmt reglum launanefndar Sameykis, upp á um fimmtán milljónir og áfallið orlof sem nemi um 7,5 milljónum króna. Úr ársreikningi Sameykis. Í ársreikningnum segir að Þórarinn Eyfjörð, umræddur fyrrverandi formaður, hafi verið kjörinn til þriggja ára á aðalfundi 2024 og að tvö og hálft ár hafi verið eftir af kjörtímabili hans þegar hann lét af störfum með samkomulagi við stjórn félagsins. Þórarinn var fyrst kjörinn formaður í mars 2021 og var sjálfkjörinn í embættið þremur árum síðar. Hann vék svo úr starfi sínu í október í fyrra en var það í kjölfar ásakana um að hann hefði gengið of hart fram gagnvart starfsfólki Sameykis. Einnig hafði verið uppi ágreiningur milli hans og stjórnar félagsins um áherslur og stefnu. Starfsmenn sálfræðistofu voru fengnir til að gera úttekt á vinnustaðarmenningunni hjá Sameyki og var gerð skýrsla fyrir stjórnina. Þórarinn játaði í kjölfarið að hafa gengið of hart fram en þegar starfslok hans voru tilkynnt kom fram að stjórn Sameykis hefði gert samkomulag við hann um starfslokin. Starfslokasamningurinn gildir út kjörtímabil Þórarins og fær hann mánaðarlegar greiðslur á tímabilinu. Kári Sigurðsson, núverandi formaður Sameykis, vildi ekki tjá sig um málið í samtali við fréttastofu. Hann sagðist fyrst vilja ræða það við félagsmenn, áður en hann talaði um það í fjölmiðlum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Stéttarfélög Vistaskipti Kjaramál Tengdar fréttir Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Skömmu áður en hann var fyrst kjörinn í stjórn VR gagnrýndi Ragnar Þór Ingólfsson, fyrrverandi formaður félagsins, annan fyrrverandi formann harðlega fyrir að þiggja biðlaun. Það var eftir að Gunnar Páll Pálsson tapaði kosningum um embætti formanns VR og fékk sjö milljónir í biðlaun. 26. febrúar 2025 17:48 Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Kristján Þórður Snæbjarnarson, þingmaður Samfylkingarinnar, verður með ráðningarsamband við Rafiðnaðarsamband Íslands út júní þrátt fyrir að hann hafi sagt af sér fyrr í þessum mánuði. Hann er sagður eiga að hjálpa nýjum formanni að komast inn í embættið. 25. febrúar 2025 14:42 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Skömmu áður en hann var fyrst kjörinn í stjórn VR gagnrýndi Ragnar Þór Ingólfsson, fyrrverandi formaður félagsins, annan fyrrverandi formann harðlega fyrir að þiggja biðlaun. Það var eftir að Gunnar Páll Pálsson tapaði kosningum um embætti formanns VR og fékk sjö milljónir í biðlaun. 26. febrúar 2025 17:48
Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Kristján Þórður Snæbjarnarson, þingmaður Samfylkingarinnar, verður með ráðningarsamband við Rafiðnaðarsamband Íslands út júní þrátt fyrir að hann hafi sagt af sér fyrr í þessum mánuði. Hann er sagður eiga að hjálpa nýjum formanni að komast inn í embættið. 25. febrúar 2025 14:42