Umdeildu trén á bak og burt og spennandi möguleikar í stöðunni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. mars 2025 18:09 Frá trjáfellingum fyrr í þessum mánuði. Vísir/Vilhelm Starfsfólk Reykjavíkurborgar og verktakar hafa nú lokið við að fella þau 1.600 tré í Öskjuhlíð sem Samgöngustofa gerði kröfu um, svo aflétta mætti takmörkunum á annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar. Yfirmaður skrifstofu borgarlandsins segir fjölmörg tækifæri til að skapa skemmtilegt svæði þar sem trén stóðu áður. „Þannig hafa öll þau tré sem samkvæmt mælingum sem Isavia lét gera skaga upp í svokallaðan VSS hindranaflöt verið felld, eða um það bil 1600 tré. Heildarverkinu er þó ekki lokið en einnig þarf að fjarlægja boli og greinar úr skóginum,“ segir í tilkynningu frá borginni. Allt gengið vonum framar Í samtali við fréttastofu segir Hjalti J. Guðmundsson, skrifstofustjóri borgarlands hjá Reykjavíkurborg, að allt hafi gengið að óskum. „Þetta hefur gengið rosalega vel. Enda erum við með rosalega flott fólk sem stýrir þessu og er að gera þetta. Við erum heppin þar og þetta hefur gengið vonum framar, eigum við ekki bara að orða það þannig?“ segir Hjalti. Hjalti J. Guðmundsson er yfir borgarlandinu.Vísir/Einar Um nokkuð flókna aðgerð hafi verið að ræða, og ekki nóg að vaða bara inn í skóginn með sagir og byrja. Trjáfellingin hafi krafist skipulags og undirbúnings. „Þú þarft að vita hvað þú ert að gera. Við höfum gætt fyllsta öryggis. Bæði varðandi fólkið sem er að vinna að þessu, og gagnvart vegfarendum. Við höfum tryggt umhverfið eins og kostur er og vorum með sérstakt fólk í því að gæta öryggi vegfarenda og brýna fyrir þeim sem unnu verkið að hafa öryggismálin á hreinu. Það tókst gríðarvel.“ Spennandi möguleikar Í tilkynningu borgarinnar segir einnig að nú sé hafið ferli við að endurhanna svæðið, svo tryggja megi gæði þess sem eins vinsælasta útivistarskógar borgarinnar. Hjalti segir ekkert fast í hendi um hvað verði á svæðinu þar sem trén stóðu áður. „Nú er bara landslagsarkitekt að skoða það og móta tillögur. Þarna eru fjöldamörg tækifæri í að skapa skemmtilegt útivistarsvæði,“ segir hann. „Það er alltaf þannig að alls konar svona hlutir, ef maður lítur þannig á málin, skapa ný tækifæri.“ Engar frekari kröfur borist Hjalti segist eiga von á því að nú sé trjáfellingum lokið. Í það minnsta hafi ekki komið kröfur um að fleiri tré verði felld. „En það er bara Samgöngustofu, Isavi, og hvað þessir ágætu aðilar heita, að gera einhverjar kröfur um það.“ Verkefninu sé því lokið og ekki annað að gera en að bíða og sjá hvað framtíðin beri í skauti sér varðandi önnur tré og svæðið sem undir er. „Ég vil bara koma á framfæri þakklæti til þessa frábæra starfsfólks sem skipulagði og vann verkið, á vegum borgar og verktaka.“ Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Umhverfismál Skipulag Tré Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
„Þannig hafa öll þau tré sem samkvæmt mælingum sem Isavia lét gera skaga upp í svokallaðan VSS hindranaflöt verið felld, eða um það bil 1600 tré. Heildarverkinu er þó ekki lokið en einnig þarf að fjarlægja boli og greinar úr skóginum,“ segir í tilkynningu frá borginni. Allt gengið vonum framar Í samtali við fréttastofu segir Hjalti J. Guðmundsson, skrifstofustjóri borgarlands hjá Reykjavíkurborg, að allt hafi gengið að óskum. „Þetta hefur gengið rosalega vel. Enda erum við með rosalega flott fólk sem stýrir þessu og er að gera þetta. Við erum heppin þar og þetta hefur gengið vonum framar, eigum við ekki bara að orða það þannig?“ segir Hjalti. Hjalti J. Guðmundsson er yfir borgarlandinu.Vísir/Einar Um nokkuð flókna aðgerð hafi verið að ræða, og ekki nóg að vaða bara inn í skóginn með sagir og byrja. Trjáfellingin hafi krafist skipulags og undirbúnings. „Þú þarft að vita hvað þú ert að gera. Við höfum gætt fyllsta öryggis. Bæði varðandi fólkið sem er að vinna að þessu, og gagnvart vegfarendum. Við höfum tryggt umhverfið eins og kostur er og vorum með sérstakt fólk í því að gæta öryggi vegfarenda og brýna fyrir þeim sem unnu verkið að hafa öryggismálin á hreinu. Það tókst gríðarvel.“ Spennandi möguleikar Í tilkynningu borgarinnar segir einnig að nú sé hafið ferli við að endurhanna svæðið, svo tryggja megi gæði þess sem eins vinsælasta útivistarskógar borgarinnar. Hjalti segir ekkert fast í hendi um hvað verði á svæðinu þar sem trén stóðu áður. „Nú er bara landslagsarkitekt að skoða það og móta tillögur. Þarna eru fjöldamörg tækifæri í að skapa skemmtilegt útivistarsvæði,“ segir hann. „Það er alltaf þannig að alls konar svona hlutir, ef maður lítur þannig á málin, skapa ný tækifæri.“ Engar frekari kröfur borist Hjalti segist eiga von á því að nú sé trjáfellingum lokið. Í það minnsta hafi ekki komið kröfur um að fleiri tré verði felld. „En það er bara Samgöngustofu, Isavi, og hvað þessir ágætu aðilar heita, að gera einhverjar kröfur um það.“ Verkefninu sé því lokið og ekki annað að gera en að bíða og sjá hvað framtíðin beri í skauti sér varðandi önnur tré og svæðið sem undir er. „Ég vil bara koma á framfæri þakklæti til þessa frábæra starfsfólks sem skipulagði og vann verkið, á vegum borgar og verktaka.“
Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Umhverfismál Skipulag Tré Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent