Hvert og eitt sveitarfélag ákveður laun sinna bæjarstjóra Auðun Georg Ólafsson skrifar 26. mars 2025 14:14 Jón Björn Hákonarson, nýkjörinn formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og forseti bæjarstjórnar í Fjarðarbyggð segist ekki í aðstöðu til að gagnrýna laun bæjarstjóra. Jón Björn Hákonarson, nýkjörinn formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar segir sveitarfélögin í landinu vera sjálfstæð stjórnvöld. Það sé þess vegna á þeirra borði að ákveða launakjör sinna bæjarstjóra. Jón Björn hefur skilning á gagnrýni Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, um há laun bæjarstjóra í landinu en er ósammála því að sveitarfélögin séu ekki að standa sig í að halda úti grunnþjónustu. Greint var frá því í fréttum Stöðvar tvö í gær að þónokkrir bæjarstjórar á Íslandi væru með yfir þrjár milljónir króna á mánuði. Fram kom að af tíu fjölmennustu sveitarfélögum landsins væri Valdimar Víðisson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar með hæstu launin. Hann er með tvær milljónir og 850 þúsund á mánuði, litlu meira en bæjarstjóri Garðabæjar. Laun fylgi launaþróun Valdimar vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna þessa en vísaði í skriflega yfirlýsingu frá Hafnarfjarðarbæ þar sem fram kemur að bæjarstjórn ráði bæjarstjóra í samræmi við samþykktir bæjarins og ákveði starfskjörin. Laun bæjarstjóra fylgi launaþróun í landinu. „Ákvarðanir um annað eru í höndum bæjarstjórnar og ekki eru fyrirhugaðar breytingar á þessu kjörtímabili. Launin eru áþekk því sem bæjarstjórar í sveitarfélögunum næst hafa,“ að því er segir í yfirlýsingu Hafnarfjarðarbæjar. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar vildi lítið ræða um launakjör sín annað en að um væri að ræða starf með mikilli ábyrgð þar sem sinna þyrfti stórum verkefnum. Ekki náðist í borgarstjóra eða fleiri bæjarstjóra við vinnslu fréttarinnar. Ofan á launin fá einhverjir bæjarstjórar greiðslur fyrir stjórnarsetu, til að mynda sitja allir bæjarstjórar höfuðborgarsvæðisins í stjórn Slökkviliðsins. Því eru heildarmánaðarlaun nokkurra yfir þrjár milljónir króna, þrefalt meira en meðallaun í landinu. Láglaunafólk berst í bökkum Haft var eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar í fréttum Stöðvar tvö í gær að ýmsir bæjarstjórar fái launahækkun samkvæmt launavísitölu tvisvar á ári sem þekkist ekki á almennum markaði. Hún sagði há laun bæjarstjóra á Íslandi óforsvaranleg. „Sveitarfélögin geta ekki haldið úti almennilegri grunnþjónustu. Leikskólarnir eru í stórkostlegum vandræðum, skólakerfið okkar er í stórkostlegum vandræðum, fólkið sem starfar við grundvallarstörf, ómissandi starfsfólk og láglaunafólk, það berst í bökkum. Svo þurfum við enn eina ferðina að fá fréttir af því að fólk sem getur sjálft skammtað sér launin sín geri það og sýni enga hófsemd," sagði Sólveig. Ekki í aðstöðu til að gagnrýna Jón Björn Hákonarson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segist hafa skilning á gagnrýni Sólveigar þar sem fáum hefur dulist að rekstur sveitarfélaga sé þungur. Hann sé þó ósammála því að sveitarfélög haldi ekki úti grunnþjónustu. Hver og ein sveitarstjórn ákveði laun síns bæjarstjóra. Samband íslenskra sveitarfélaga eigi enga aðkomu að því. En hvað finnst þér sjálfum um laun bæjarstjóra? „Ég held að hver og ein sveitastjórn þurfi að skoða þessi mál. Ég er ekki í aðstöðu til þess að gagnrýna þetta á nokkurn hátt. Sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga þá beiti ég mér ekki í þessum málum þar sem sveitarfélög fara með sitt frumkvæði. Sveitarfélög eru hvert um sig sjálfstætt stjórnvald og halda þessum málum hjá sér. Ég fer ekki að beita mér í þeim efnum. Eðlilega kemur fram gagnrýni og ég er viss um að sveitarstjórnir hlusta á það eins og aðra gagnrýni sem við fáum sem sitjum í sveitarstjórnum.“ Kjaramál Sveitarstjórnarmál Vinnumarkaður Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Sjá meira
Jón Björn hefur skilning á gagnrýni Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, um há laun bæjarstjóra í landinu en er ósammála því að sveitarfélögin séu ekki að standa sig í að halda úti grunnþjónustu. Greint var frá því í fréttum Stöðvar tvö í gær að þónokkrir bæjarstjórar á Íslandi væru með yfir þrjár milljónir króna á mánuði. Fram kom að af tíu fjölmennustu sveitarfélögum landsins væri Valdimar Víðisson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar með hæstu launin. Hann er með tvær milljónir og 850 þúsund á mánuði, litlu meira en bæjarstjóri Garðabæjar. Laun fylgi launaþróun Valdimar vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna þessa en vísaði í skriflega yfirlýsingu frá Hafnarfjarðarbæ þar sem fram kemur að bæjarstjórn ráði bæjarstjóra í samræmi við samþykktir bæjarins og ákveði starfskjörin. Laun bæjarstjóra fylgi launaþróun í landinu. „Ákvarðanir um annað eru í höndum bæjarstjórnar og ekki eru fyrirhugaðar breytingar á þessu kjörtímabili. Launin eru áþekk því sem bæjarstjórar í sveitarfélögunum næst hafa,“ að því er segir í yfirlýsingu Hafnarfjarðarbæjar. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar vildi lítið ræða um launakjör sín annað en að um væri að ræða starf með mikilli ábyrgð þar sem sinna þyrfti stórum verkefnum. Ekki náðist í borgarstjóra eða fleiri bæjarstjóra við vinnslu fréttarinnar. Ofan á launin fá einhverjir bæjarstjórar greiðslur fyrir stjórnarsetu, til að mynda sitja allir bæjarstjórar höfuðborgarsvæðisins í stjórn Slökkviliðsins. Því eru heildarmánaðarlaun nokkurra yfir þrjár milljónir króna, þrefalt meira en meðallaun í landinu. Láglaunafólk berst í bökkum Haft var eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar í fréttum Stöðvar tvö í gær að ýmsir bæjarstjórar fái launahækkun samkvæmt launavísitölu tvisvar á ári sem þekkist ekki á almennum markaði. Hún sagði há laun bæjarstjóra á Íslandi óforsvaranleg. „Sveitarfélögin geta ekki haldið úti almennilegri grunnþjónustu. Leikskólarnir eru í stórkostlegum vandræðum, skólakerfið okkar er í stórkostlegum vandræðum, fólkið sem starfar við grundvallarstörf, ómissandi starfsfólk og láglaunafólk, það berst í bökkum. Svo þurfum við enn eina ferðina að fá fréttir af því að fólk sem getur sjálft skammtað sér launin sín geri það og sýni enga hófsemd," sagði Sólveig. Ekki í aðstöðu til að gagnrýna Jón Björn Hákonarson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segist hafa skilning á gagnrýni Sólveigar þar sem fáum hefur dulist að rekstur sveitarfélaga sé þungur. Hann sé þó ósammála því að sveitarfélög haldi ekki úti grunnþjónustu. Hver og ein sveitarstjórn ákveði laun síns bæjarstjóra. Samband íslenskra sveitarfélaga eigi enga aðkomu að því. En hvað finnst þér sjálfum um laun bæjarstjóra? „Ég held að hver og ein sveitastjórn þurfi að skoða þessi mál. Ég er ekki í aðstöðu til þess að gagnrýna þetta á nokkurn hátt. Sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga þá beiti ég mér ekki í þessum málum þar sem sveitarfélög fara með sitt frumkvæði. Sveitarfélög eru hvert um sig sjálfstætt stjórnvald og halda þessum málum hjá sér. Ég fer ekki að beita mér í þeim efnum. Eðlilega kemur fram gagnrýni og ég er viss um að sveitarstjórnir hlusta á það eins og aðra gagnrýni sem við fáum sem sitjum í sveitarstjórnum.“
Kjaramál Sveitarstjórnarmál Vinnumarkaður Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Sjá meira