Aukin skjálftavirkni meðan kvikan streymir áfram undir Svartsengi Magnús Jochum Pálsson skrifar 23. mars 2025 20:51 Storknað hraun við Svartsengi en kvika heldur áfram að streyma inn í kvikusöfnunarhólf undir svæðinu. Kvikumagn í hólfinu hefur ekki verið meira síðan 2023. Vísir/Vilhelm Náttúruvársérfræðingur telur ekkert hægt að lesa í aukna jarðskjáftavirkni við Sundhnúka í dag. Skjálftavirkni hafi aukist jafnt og þétt undanfarnar vikur sem sé eðlilegt vegna áframhaldandi kvikuinnstreymis undir Svartsengi. Skjálftavirkni við Sundhnúka hefur verið töluverð undanfarnar vikur. Ellefu skjálftar mældust á svæðinu fyrr í dag og voru þeir stærstu á bilinu 1-1,2 að stærð. Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands, áhugamannahópur um jarðfræði, fjallaði um skjálftavirknina í Facebook-færslu í dag þar sem því var haldið fram að fjöldi uppsafnaðra skjálfta á Sundhnúksgígaröðinni hefði tekið mikinn sveig upp á við um helgina. Ekkert hægt að lesa í virknina Jóhanna Malen Skúladóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, telur skjálftana í dag ekki benda til neins en undanfarnar vikur hafi skjálftavirkni aukist jafnt og þétt. Ekki sé hægt að horfa á virknina dag frá degi og reyna að túlka hana. „Vissulega núna viku frá viku hefur verið aukning og það er eðlilegt miðað við það að það er áframhaldandi kvikuinnstreymi undir Svartsengi og þar af leiðandi meiri spenna sem þarf að losna í formi fleiri skjálfta,“ segir Jóhanna. „Það er áfram mikil skjálftavirkni en ekki mesta skjálftavirkni á einum sólarhring sem við höfum séð í þessum mánuði, til dæmis,“ segir hún. Gos geti hafist hvenær sem er Við megum áfram eiga von á þessum skjálftum á meðan kvikumagnið eykst? „Jájá og við höfum séð það í undanfara allra gosa sem hafa orðið þarna að skjálftavirkni fer vaxandi á Sundhnúksgígaröðinni, sérstaklega á milli Sýlingafells og Stóra-Skógafells, vikurnar og dagana áður en gos hefst,“ segir Jóhanna. „Auðvitað erum við í þeirri stöðu áfram að gos getur hafist hvenær sem er,“ sagði Jóhanna og bætti við: „En það er ekkert hægt að lesa út úr þessu neitt meira en að það er aukin spenna áfram.“ Í fyrri eldgosum hefur skjálftavirknin alla jafna haldið áfram að aukast þar til gos hefst. Kvikuhlaup hefur í öll skiptin hafist með ákafri skjálftahrinu en Jóhanna segir að þar sé miða við annan skjálfta- og tímaskala. „Þó hafi hægt á því á undanförnum vikum þá er áfram landris og þar af leiðandi er kvika að streyma inn í kvikusöfnunarsvæðið undir Svartsengi,“ segir Jóhanna og bætir við: „Það er áfram aukin spenna og við erum áfram á tánum og bíðum.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Skjálftavirkni við Sundhnúka hefur verið töluverð undanfarnar vikur. Ellefu skjálftar mældust á svæðinu fyrr í dag og voru þeir stærstu á bilinu 1-1,2 að stærð. Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands, áhugamannahópur um jarðfræði, fjallaði um skjálftavirknina í Facebook-færslu í dag þar sem því var haldið fram að fjöldi uppsafnaðra skjálfta á Sundhnúksgígaröðinni hefði tekið mikinn sveig upp á við um helgina. Ekkert hægt að lesa í virknina Jóhanna Malen Skúladóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, telur skjálftana í dag ekki benda til neins en undanfarnar vikur hafi skjálftavirkni aukist jafnt og þétt. Ekki sé hægt að horfa á virknina dag frá degi og reyna að túlka hana. „Vissulega núna viku frá viku hefur verið aukning og það er eðlilegt miðað við það að það er áframhaldandi kvikuinnstreymi undir Svartsengi og þar af leiðandi meiri spenna sem þarf að losna í formi fleiri skjálfta,“ segir Jóhanna. „Það er áfram mikil skjálftavirkni en ekki mesta skjálftavirkni á einum sólarhring sem við höfum séð í þessum mánuði, til dæmis,“ segir hún. Gos geti hafist hvenær sem er Við megum áfram eiga von á þessum skjálftum á meðan kvikumagnið eykst? „Jájá og við höfum séð það í undanfara allra gosa sem hafa orðið þarna að skjálftavirkni fer vaxandi á Sundhnúksgígaröðinni, sérstaklega á milli Sýlingafells og Stóra-Skógafells, vikurnar og dagana áður en gos hefst,“ segir Jóhanna. „Auðvitað erum við í þeirri stöðu áfram að gos getur hafist hvenær sem er,“ sagði Jóhanna og bætti við: „En það er ekkert hægt að lesa út úr þessu neitt meira en að það er aukin spenna áfram.“ Í fyrri eldgosum hefur skjálftavirknin alla jafna haldið áfram að aukast þar til gos hefst. Kvikuhlaup hefur í öll skiptin hafist með ákafri skjálftahrinu en Jóhanna segir að þar sé miða við annan skjálfta- og tímaskala. „Þó hafi hægt á því á undanförnum vikum þá er áfram landris og þar af leiðandi er kvika að streyma inn í kvikusöfnunarsvæðið undir Svartsengi,“ segir Jóhanna og bætir við: „Það er áfram aukin spenna og við erum áfram á tánum og bíðum.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira