„Ég hef engin samskipti haft við fjölmiðla vegna þessa máls“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 22. mars 2025 19:43 Áslaug Arna segist engin samskipti hafa haft við fjölmiðla vegna uppljóstrunar Ólafar Björnsdóttur um mál er varðar samband barnamálaráðherra við barnsföður hennar frá því fyrir 36 árum. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki hafa haft samskipti við fjölmiðla vegna máls Ásthildar Lóu Þórsdóttur, fráfarandi barnamálaráðherra. Hún telur nær að „þrautreyndir smjörklípumenn“ kalli eftir viðbrögðum úr eigin röðum. Áslaug birti Facebook-færslu um málið upp úr 19 og svaraði þar Össuri Skarphéðinssyni, fyrrverandi formanni Samfylkingarinnar, sem hafði síðdegis kallað eftir rannsókn á aðkomu Áslaugar í málinu. „Flestir sjá í gegnum samsæriskenningar og tilraunir til þess að láta vandræði ríkisstjórnarinnar snúast um Sjálfstæðisflokkinn En eins og oft áður treysta margir á þá aðferð þegar vandræðin hrannast upp í eigin garði,“ skrifar hún í færslunni um skrif Össurar. „Mér er ljúft og skylt að greina frá því að ég hef engin samskipti haft við fjölmiðla vegna þessa máls,“ segir Áslaug. Hún segir hins vegar rétt að Ólöf Björnsdóttir hafi haft samband við sig með tölvupósti þann 14. mars síðastliðinn. Ólöf hafi óskað eftir því að Áslaug myndi hringja í sig vegna mennta- og barnamálaráðherra. „Ég hafði ekki samband við Ólöfu og hef ekki enn gert,“ skrifar Áslaug. „Margur heldur mig sig“ Áslaug segir broslegt að „þrautreyndir smjörklípumenn eins og Össur Skarphéðinsson og Kristján Möller“ bíði spenntir eftir viðbrögðum frá sér vegna málsins. Þar sannist hið fornkveðna: „að margur heldur mig sig.“ „Væri ekki nær fyrir smjörklípuherrana að kalla eftir viðbrögðum úr eigin röðum eða frá Viðreisn - hvers þingmenn sitja með Flokki fólksins í ríkisstjórn? Fremur en að amast út í „hinn fallna formannskandídat“ eins og þeir orða það svo smekklega?“ spyr Áslaug í færslunni. En fyrst hún sé látin bregðast sérstaklega við „enn öðru vandræðamáli ríkisstjórnarinnar“ segir Áslaug að það sé ekkert nema eðlilegt að spurningar vakni þegar „klúður á klúður ofan einkennir fyrstu 100 daga stjórnarinnar.“ Þar sé af nægu að taka og eðlilegt að menn hrökkvi þess vegna í kút og reyni að bæta böl sitt með að benda á aðra. Einstaklingur svikinn um trúnað fái ráðherra í óumbeðið kvöldkaffi „Spurningin sem eftir stendur er sú hver það er sem ber raunverulega ábyrgð á því að einstaklingur, sem hefur samband við forsætisráðherra í góðri trú, er svikinn um trúnað og endar með annan ráðherra í ríkisstjórn hjá sér í óumbeðnu kvöldkaffi eftir að hafa setið undir símtalaflóði frá ráðherranum dagana á undan,“ skrifar hún. Áslaug segir jafnframt að sami fráfarandi ráðherra hafi staðfest það að hafa fengið upplýsingar um Ólöfu frá aðstoðarmanni forsætisráðherra nokkrum dögum áður en hún hafi fengið tölvupóst sendan. „Umræðan á að snúast um ábyrgð en ekki útúrsnúninga. Það lærist smjörklípustrákunum líklega seint úr þessu,“ skrifar Áslaug að lokum. Barnamálaráðherra segir af sér Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Flokkur fólksins Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Fleiri fréttir Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Sjá meira
Áslaug birti Facebook-færslu um málið upp úr 19 og svaraði þar Össuri Skarphéðinssyni, fyrrverandi formanni Samfylkingarinnar, sem hafði síðdegis kallað eftir rannsókn á aðkomu Áslaugar í málinu. „Flestir sjá í gegnum samsæriskenningar og tilraunir til þess að láta vandræði ríkisstjórnarinnar snúast um Sjálfstæðisflokkinn En eins og oft áður treysta margir á þá aðferð þegar vandræðin hrannast upp í eigin garði,“ skrifar hún í færslunni um skrif Össurar. „Mér er ljúft og skylt að greina frá því að ég hef engin samskipti haft við fjölmiðla vegna þessa máls,“ segir Áslaug. Hún segir hins vegar rétt að Ólöf Björnsdóttir hafi haft samband við sig með tölvupósti þann 14. mars síðastliðinn. Ólöf hafi óskað eftir því að Áslaug myndi hringja í sig vegna mennta- og barnamálaráðherra. „Ég hafði ekki samband við Ólöfu og hef ekki enn gert,“ skrifar Áslaug. „Margur heldur mig sig“ Áslaug segir broslegt að „þrautreyndir smjörklípumenn eins og Össur Skarphéðinsson og Kristján Möller“ bíði spenntir eftir viðbrögðum frá sér vegna málsins. Þar sannist hið fornkveðna: „að margur heldur mig sig.“ „Væri ekki nær fyrir smjörklípuherrana að kalla eftir viðbrögðum úr eigin röðum eða frá Viðreisn - hvers þingmenn sitja með Flokki fólksins í ríkisstjórn? Fremur en að amast út í „hinn fallna formannskandídat“ eins og þeir orða það svo smekklega?“ spyr Áslaug í færslunni. En fyrst hún sé látin bregðast sérstaklega við „enn öðru vandræðamáli ríkisstjórnarinnar“ segir Áslaug að það sé ekkert nema eðlilegt að spurningar vakni þegar „klúður á klúður ofan einkennir fyrstu 100 daga stjórnarinnar.“ Þar sé af nægu að taka og eðlilegt að menn hrökkvi þess vegna í kút og reyni að bæta böl sitt með að benda á aðra. Einstaklingur svikinn um trúnað fái ráðherra í óumbeðið kvöldkaffi „Spurningin sem eftir stendur er sú hver það er sem ber raunverulega ábyrgð á því að einstaklingur, sem hefur samband við forsætisráðherra í góðri trú, er svikinn um trúnað og endar með annan ráðherra í ríkisstjórn hjá sér í óumbeðnu kvöldkaffi eftir að hafa setið undir símtalaflóði frá ráðherranum dagana á undan,“ skrifar hún. Áslaug segir jafnframt að sami fráfarandi ráðherra hafi staðfest það að hafa fengið upplýsingar um Ólöfu frá aðstoðarmanni forsætisráðherra nokkrum dögum áður en hún hafi fengið tölvupóst sendan. „Umræðan á að snúast um ábyrgð en ekki útúrsnúninga. Það lærist smjörklípustrákunum líklega seint úr þessu,“ skrifar Áslaug að lokum.
Barnamálaráðherra segir af sér Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Flokkur fólksins Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Fleiri fréttir Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Sjá meira