Dyraverðir keppist um völd í undirheimunum Tómas Arnar Þorláksson skrifar 22. mars 2025 19:01 „Það má ætla að einhverjir af þeim hafi komið við sögu hjá lögreglu áður.“ Vísir/Kolbeinn tumi Þrettán manns voru handteknir á víð og dreif um höfuðborgina í nótt vegna þriggja mála sem eru talin tengjast. Tveir menn voru fluttir með sjúkrabíl frá Ingólfstorgi í gær, einn af þeim með þrjú stungusár. Að sögn lögreglu er rannsókn málsins viðamikil. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru mennirnir tveir að störfum sem dyraverðir fyrir íslenskt fyrirtæki, sem sérhæfir sig í öryggisþjónustu á borð við lífvarðarþjónustu, dyravarðaþjónustu og útkallsþjónustu, er árásin átti sér stað. Einn stofnenda umrædds fyrirtækis, Armando Beqirai, var myrtur fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði í febrúar 2021. Tveir núverandi eigendur fyrirtækisins voru vitni í því máli. Báðir þeir sem voru fluttir frá vettvangi hafa verið útskrifaðir af sjúkrahúsi og eru á batavegi. Heimildir fréttastofu herma að kylfum og hnífum hafi verið beitt í árásinni á Ingólfstorgi í nótt. Átökin brutust út vegna erja á milli starfsmanna tveggja fyrirtækja sem bjóða upp á dyravarðaþjónustu. Erjurnar eiga rætur sínar að rekja til ólöglegrar starfsemi þar sem tvær fylkingar keppast um völd í undirheimum. Þá tengist málið einnig erlendum brotamanni sem kom til landsins til að reyna hasla sér völl. Agnes Eide Kristínardóttir, yfirlögregluþjónn á miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar, staðfestir í samtali við fréttastofu að lögreglan hafi lagt hald á fjölda vopna sem eru talin tengjast málunum þremur í nótt. Það sé nú rannsakað en rannsókn málsins er á viðkvæmu stigi. „Rannsókninni miðar ágætlega. Við erum með slatta af lögreglumönnum í þessu núna sem eru að vinna úr gögnum sem var lagt hald á. Það er verið að ræða við gerendur, vitni og slasaða,“ segir Agnes sem bætir við að það sé ekki endilega ljóst að málin þrjú í nótt tengist en það megi ætla það. „Það má ætla að einverjir af þeim hafi komið við sögu hjá lögreglu áður.“Vísir/Kolbeinn Tumi Einnig sé í skoðun hvort óskað verði eftir gæsluvarðhaldi yfir einhverjum af þeim þrettán sem sitja í fangageymslu. „Það má ætla að einhverjir af þeim hafi komið við sögu hjá lögreglu áður, en þetta er allt í skoðun.“ Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira
Samkvæmt heimildum fréttastofu voru mennirnir tveir að störfum sem dyraverðir fyrir íslenskt fyrirtæki, sem sérhæfir sig í öryggisþjónustu á borð við lífvarðarþjónustu, dyravarðaþjónustu og útkallsþjónustu, er árásin átti sér stað. Einn stofnenda umrædds fyrirtækis, Armando Beqirai, var myrtur fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði í febrúar 2021. Tveir núverandi eigendur fyrirtækisins voru vitni í því máli. Báðir þeir sem voru fluttir frá vettvangi hafa verið útskrifaðir af sjúkrahúsi og eru á batavegi. Heimildir fréttastofu herma að kylfum og hnífum hafi verið beitt í árásinni á Ingólfstorgi í nótt. Átökin brutust út vegna erja á milli starfsmanna tveggja fyrirtækja sem bjóða upp á dyravarðaþjónustu. Erjurnar eiga rætur sínar að rekja til ólöglegrar starfsemi þar sem tvær fylkingar keppast um völd í undirheimum. Þá tengist málið einnig erlendum brotamanni sem kom til landsins til að reyna hasla sér völl. Agnes Eide Kristínardóttir, yfirlögregluþjónn á miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar, staðfestir í samtali við fréttastofu að lögreglan hafi lagt hald á fjölda vopna sem eru talin tengjast málunum þremur í nótt. Það sé nú rannsakað en rannsókn málsins er á viðkvæmu stigi. „Rannsókninni miðar ágætlega. Við erum með slatta af lögreglumönnum í þessu núna sem eru að vinna úr gögnum sem var lagt hald á. Það er verið að ræða við gerendur, vitni og slasaða,“ segir Agnes sem bætir við að það sé ekki endilega ljóst að málin þrjú í nótt tengist en það megi ætla það. „Það má ætla að einverjir af þeim hafi komið við sögu hjá lögreglu áður.“Vísir/Kolbeinn Tumi Einnig sé í skoðun hvort óskað verði eftir gæsluvarðhaldi yfir einhverjum af þeim þrettán sem sitja í fangageymslu. „Það má ætla að einhverjir af þeim hafi komið við sögu hjá lögreglu áður, en þetta er allt í skoðun.“
Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira