Dyraverðir keppist um völd í undirheimunum Tómas Arnar Þorláksson skrifar 22. mars 2025 19:01 „Það má ætla að einhverjir af þeim hafi komið við sögu hjá lögreglu áður.“ Vísir/Kolbeinn tumi Þrettán manns voru handteknir á víð og dreif um höfuðborgina í nótt vegna þriggja mála sem eru talin tengjast. Tveir menn voru fluttir með sjúkrabíl frá Ingólfstorgi í gær, einn af þeim með þrjú stungusár. Að sögn lögreglu er rannsókn málsins viðamikil. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru mennirnir tveir að störfum sem dyraverðir fyrir íslenskt fyrirtæki, sem sérhæfir sig í öryggisþjónustu á borð við lífvarðarþjónustu, dyravarðaþjónustu og útkallsþjónustu, er árásin átti sér stað. Einn stofnenda umrædds fyrirtækis, Armando Beqirai, var myrtur fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði í febrúar 2021. Tveir núverandi eigendur fyrirtækisins voru vitni í því máli. Báðir þeir sem voru fluttir frá vettvangi hafa verið útskrifaðir af sjúkrahúsi og eru á batavegi. Heimildir fréttastofu herma að kylfum og hnífum hafi verið beitt í árásinni á Ingólfstorgi í nótt. Átökin brutust út vegna erja á milli starfsmanna tveggja fyrirtækja sem bjóða upp á dyravarðaþjónustu. Erjurnar eiga rætur sínar að rekja til ólöglegrar starfsemi þar sem tvær fylkingar keppast um völd í undirheimum. Þá tengist málið einnig erlendum brotamanni sem kom til landsins til að reyna hasla sér völl. Agnes Eide Kristínardóttir, yfirlögregluþjónn á miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar, staðfestir í samtali við fréttastofu að lögreglan hafi lagt hald á fjölda vopna sem eru talin tengjast málunum þremur í nótt. Það sé nú rannsakað en rannsókn málsins er á viðkvæmu stigi. „Rannsókninni miðar ágætlega. Við erum með slatta af lögreglumönnum í þessu núna sem eru að vinna úr gögnum sem var lagt hald á. Það er verið að ræða við gerendur, vitni og slasaða,“ segir Agnes sem bætir við að það sé ekki endilega ljóst að málin þrjú í nótt tengist en það megi ætla það. „Það má ætla að einverjir af þeim hafi komið við sögu hjá lögreglu áður.“Vísir/Kolbeinn Tumi Einnig sé í skoðun hvort óskað verði eftir gæsluvarðhaldi yfir einhverjum af þeim þrettán sem sitja í fangageymslu. „Það má ætla að einhverjir af þeim hafi komið við sögu hjá lögreglu áður, en þetta er allt í skoðun.“ Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Samkvæmt heimildum fréttastofu voru mennirnir tveir að störfum sem dyraverðir fyrir íslenskt fyrirtæki, sem sérhæfir sig í öryggisþjónustu á borð við lífvarðarþjónustu, dyravarðaþjónustu og útkallsþjónustu, er árásin átti sér stað. Einn stofnenda umrædds fyrirtækis, Armando Beqirai, var myrtur fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði í febrúar 2021. Tveir núverandi eigendur fyrirtækisins voru vitni í því máli. Báðir þeir sem voru fluttir frá vettvangi hafa verið útskrifaðir af sjúkrahúsi og eru á batavegi. Heimildir fréttastofu herma að kylfum og hnífum hafi verið beitt í árásinni á Ingólfstorgi í nótt. Átökin brutust út vegna erja á milli starfsmanna tveggja fyrirtækja sem bjóða upp á dyravarðaþjónustu. Erjurnar eiga rætur sínar að rekja til ólöglegrar starfsemi þar sem tvær fylkingar keppast um völd í undirheimum. Þá tengist málið einnig erlendum brotamanni sem kom til landsins til að reyna hasla sér völl. Agnes Eide Kristínardóttir, yfirlögregluþjónn á miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar, staðfestir í samtali við fréttastofu að lögreglan hafi lagt hald á fjölda vopna sem eru talin tengjast málunum þremur í nótt. Það sé nú rannsakað en rannsókn málsins er á viðkvæmu stigi. „Rannsókninni miðar ágætlega. Við erum með slatta af lögreglumönnum í þessu núna sem eru að vinna úr gögnum sem var lagt hald á. Það er verið að ræða við gerendur, vitni og slasaða,“ segir Agnes sem bætir við að það sé ekki endilega ljóst að málin þrjú í nótt tengist en það megi ætla það. „Það má ætla að einverjir af þeim hafi komið við sögu hjá lögreglu áður.“Vísir/Kolbeinn Tumi Einnig sé í skoðun hvort óskað verði eftir gæsluvarðhaldi yfir einhverjum af þeim þrettán sem sitja í fangageymslu. „Það má ætla að einhverjir af þeim hafi komið við sögu hjá lögreglu áður, en þetta er allt í skoðun.“
Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira