Fréttamynd ársins er af sprunguleit í Grindavík Jón Ísak Ragnarsson skrifar 22. mars 2025 15:43 Leit að manni sem féll í sprungu í Grindavík Eggert Jóhannesson Eggert Jóhannesson og Golli hlutu í dag verðlaun fyrir mynd ársins og fréttamynd ársins 2024. Verðlaunin voru afhent í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, en þar var á sama tíma opnuð ljósmyndasýning sem verður opin til 27. apríl 2025. Dómnefndarstörf fóru fram snemma í febrúar en óháðu nefndina í ár skipuðu Árni Torfason, Hrund Þórsdóttir, Una Sighvatsdóttir og Patrick Brown, en Patrick er tvöfaldur World press photo vinningshafi og var formaður nefndarinnar. Umsagnir dómnefndar Mynd ársins 2024 „Dómnefnd var einróma í vali á mynd ársins. Myndin grípur strax og er áhugaverð fyrir margra hluta sakir. Myndin er hluti af myndröð um flóttafólk frá Palestínu og mótmæli vegna framgöngu yfirvalda í málefnum þeirra. Hún kjarnar á vissan hátt eitt stærsta mál samtímans, stöðu flóttafólks í veröldinni. Börn og fjölskyldur sem búa við stöðuga ógn leita skjóls, sem oft er erfitt að finna. Barnið á myndinni er á stað sem heita má öruggur, en leitar þó athvarfs og á vissan hátt er táknrænt að barnið virðist vaxið upp úr skjóli sínu. Mynd ársins eftir Golla á Heimildinni.Golli Táknmynd sjálfstæðis, Jón Sigurðsson, vakir yfir og flugvélin gefur tengingu við umheiminn en minnir jafnframt á þá áframhaldandi ógn sem flóttafólk býr við, að geta átt von á því að vera sent úr landi. Myndin hefði verið sterk án flugvélarinnar en ljósmyndarinn var þolinmóður og smellti af á hárréttu augnabliki. Marglaga, vel uppbyggð og afar falleg mynd að mati dómnefndar en um leið þrungin merkingu.“ Fréttamynd ársins 2024 „Fréttamynd ársins fangar augnablik sem breytti sögunni, tímapunktinn þegar þjóðin áttaði sig endanlega á alvarleika stöðunnar í Grindavík. Mannslíf hafði tapast, skilningur okkar á aðstæðum breyst, vendipunkti var náð. Myndin fangar nöturleikann vel og gefur góða tilfinningu fyrir umfangi björgunaraðgerða og hversu erfiðar þær voru. Aðstæður á vettvangi voru afar krefjandi fyrir björgunarfólk og vafalaust einnig fyrir ljósmyndara að störfum. Um hættusvæði var að ræða, aðgangur takmarkaður, veður slæmt. Fréttamynd ársins eftir Eggert Jóhannesson á Morgunblaðinu.Eggert Jóhannesson Ljósmyndari staðsetur sig fullkomlega; sýnir okkur atburðinn vel og minnir á að sprungan er ekki staðsett á víðavangi heldur alveg við hús, hús sem stendur að því er virðist á engu. Aðstæður hamla ekki ljósmyndaranum við störf sín heldur nýtir hann þær sér í hag og bleytan á linsunni bætir dýpt í myndina, endurspeglar aðstæður með áþreifanlegum hætti. Myndefnið er vel rammað inn og þótt segja megi að ró sé yfir, má skynja þungann undir. Yfir vettvangi hanga síðan rauð flögg, sem er einstaklega táknrænt. Ein fjölsóttasta ljósmyndasýning ársins Á ljósmyndasýningunni Myndir ársins 2024 er 101 mynd frá 14 blaðaljósmyndurum sem valdar voru úr mörg hundruð innsendum myndum. Á sýningunni eru myndirnar í sex flokkum: fréttamyndir, daglegt líf, íþróttamyndir, portrettmyndir, umhverfismyndir, og myndaraðir. Í ár veitti dómnefndin verðlaun fyrir bestu fréttamynd ársins auk þess sem ein mynd úr fyrrnefndum flokkum var valin mynd ársins 2024.“ Blaðaljósmyndarafélag Íslands var stofnað árið 1976 og starfar innan Blaðamannafélags Íslands. Sýningin Myndir ársins hefur verið haldin síðan 1979 og er ein fjölsóttasta ljósmyndasýningin landsins ár hvert. Stjórn Blaðaljósmyndarafélags Íslands í ár skipa Kjartan Þorbjörnsson, Golli, (formaður), Anton Brink, Eyþór Árnason og Ragnhildur Aðalsteinsdóttir. Samhliða sýningunni kemur út bók með öllum myndum sýningarinnar sem er til sölu í safnbúð Ljósmyndasafns Reykjavíkur. Fjölmiðlar Ljósmyndun Fréttir ársins 2024 Féll í sprungu í Grindavík Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Dómnefndarstörf fóru fram snemma í febrúar en óháðu nefndina í ár skipuðu Árni Torfason, Hrund Þórsdóttir, Una Sighvatsdóttir og Patrick Brown, en Patrick er tvöfaldur World press photo vinningshafi og var formaður nefndarinnar. Umsagnir dómnefndar Mynd ársins 2024 „Dómnefnd var einróma í vali á mynd ársins. Myndin grípur strax og er áhugaverð fyrir margra hluta sakir. Myndin er hluti af myndröð um flóttafólk frá Palestínu og mótmæli vegna framgöngu yfirvalda í málefnum þeirra. Hún kjarnar á vissan hátt eitt stærsta mál samtímans, stöðu flóttafólks í veröldinni. Börn og fjölskyldur sem búa við stöðuga ógn leita skjóls, sem oft er erfitt að finna. Barnið á myndinni er á stað sem heita má öruggur, en leitar þó athvarfs og á vissan hátt er táknrænt að barnið virðist vaxið upp úr skjóli sínu. Mynd ársins eftir Golla á Heimildinni.Golli Táknmynd sjálfstæðis, Jón Sigurðsson, vakir yfir og flugvélin gefur tengingu við umheiminn en minnir jafnframt á þá áframhaldandi ógn sem flóttafólk býr við, að geta átt von á því að vera sent úr landi. Myndin hefði verið sterk án flugvélarinnar en ljósmyndarinn var þolinmóður og smellti af á hárréttu augnabliki. Marglaga, vel uppbyggð og afar falleg mynd að mati dómnefndar en um leið þrungin merkingu.“ Fréttamynd ársins 2024 „Fréttamynd ársins fangar augnablik sem breytti sögunni, tímapunktinn þegar þjóðin áttaði sig endanlega á alvarleika stöðunnar í Grindavík. Mannslíf hafði tapast, skilningur okkar á aðstæðum breyst, vendipunkti var náð. Myndin fangar nöturleikann vel og gefur góða tilfinningu fyrir umfangi björgunaraðgerða og hversu erfiðar þær voru. Aðstæður á vettvangi voru afar krefjandi fyrir björgunarfólk og vafalaust einnig fyrir ljósmyndara að störfum. Um hættusvæði var að ræða, aðgangur takmarkaður, veður slæmt. Fréttamynd ársins eftir Eggert Jóhannesson á Morgunblaðinu.Eggert Jóhannesson Ljósmyndari staðsetur sig fullkomlega; sýnir okkur atburðinn vel og minnir á að sprungan er ekki staðsett á víðavangi heldur alveg við hús, hús sem stendur að því er virðist á engu. Aðstæður hamla ekki ljósmyndaranum við störf sín heldur nýtir hann þær sér í hag og bleytan á linsunni bætir dýpt í myndina, endurspeglar aðstæður með áþreifanlegum hætti. Myndefnið er vel rammað inn og þótt segja megi að ró sé yfir, má skynja þungann undir. Yfir vettvangi hanga síðan rauð flögg, sem er einstaklega táknrænt. Ein fjölsóttasta ljósmyndasýning ársins Á ljósmyndasýningunni Myndir ársins 2024 er 101 mynd frá 14 blaðaljósmyndurum sem valdar voru úr mörg hundruð innsendum myndum. Á sýningunni eru myndirnar í sex flokkum: fréttamyndir, daglegt líf, íþróttamyndir, portrettmyndir, umhverfismyndir, og myndaraðir. Í ár veitti dómnefndin verðlaun fyrir bestu fréttamynd ársins auk þess sem ein mynd úr fyrrnefndum flokkum var valin mynd ársins 2024.“ Blaðaljósmyndarafélag Íslands var stofnað árið 1976 og starfar innan Blaðamannafélags Íslands. Sýningin Myndir ársins hefur verið haldin síðan 1979 og er ein fjölsóttasta ljósmyndasýningin landsins ár hvert. Stjórn Blaðaljósmyndarafélags Íslands í ár skipa Kjartan Þorbjörnsson, Golli, (formaður), Anton Brink, Eyþór Árnason og Ragnhildur Aðalsteinsdóttir. Samhliða sýningunni kemur út bók með öllum myndum sýningarinnar sem er til sölu í safnbúð Ljósmyndasafns Reykjavíkur.
Fjölmiðlar Ljósmyndun Fréttir ársins 2024 Féll í sprungu í Grindavík Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira