Ríkið tekur við börnum með fjölþættan vanda Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. mars 2025 16:13 Frá undirritun í Safnahúsinu í dag. Stjórnarráðið Ríkið hefur undirritað samkomulag ríkisins við Samband íslenskra sveitarfélaga um ábyrgðarskiptingu í málefnum barna með fjölþættan vanda og uppbyggingu hjúkrunarheimila. Breytingunum er ætlað að einfalda verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga og um leið styrkja fjárhag sveitarfélaga. Þau taka gildi um mitt þetta ár. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir samkomulagið marka tímamót í tveimur mikilvægum málaflokkum. Það kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. „Þetta samkomulag markar tímamót í tveimur mikilvægum málaflokkum. Við erum að greiða fyrir uppbyggingu hjúkrunarheimila og ættum því að geta spýtt í lófana og flýtt framkvæmdum. Um leið leysum við úr málum sem snúa að börnum með fjölþættan vanda. Við ætlum að taka til hendinni í þeim málaflokki og sýnum það með þessu samkomulagi og í fjármálaáætlun sem verður lögð fram seinna í þessum mánuði.“ Þjónusta við börn og ungmenni með fjölþættan vanda flyst til ríkisins Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og Arnar Þór Sævarsson framkvæmdastjóri Sambandsins, undirrituðu samkomulag um breytta ábyrgðaskiptingu ríkis og sveitarfélaga í málefnum barna með fjölþættan vanda. Í samkomulaginu felst að ríkið tekur að sér framkvæmd og ber ábyrgð á fjármögnun sérhæfðrar þjónustu við börn með fjölþættan vanda sem búsett eru utan heimilis. Fyrirkomulag og innihald þjónustu við börn með fjölþættan vanda hefur lengi verið umfjöllunarefni í samskiptum ríkis og sveitarfélaga og er breytt ábyrgðaskipting í samræmi við tillögur starfshóps á vegum félags- og vinnumarkaðsráðherra sem birtar voru í áfangaskýrslu í september 2024. Börnin sem um ræðir hafa miklar stuðningsþarfir og þarfnast meðal annars tímabundinnar vistunar utan heimilis þar sem veitt er meðferð vegna vanda barns. Það er gríðarlega mikilvægt að þessi viðkvæmi hópur fái þjónustu við hæfi og jafnræðis sé gætt til að veita slíka þjónustu. Sveitarfélögin laus við uppbyggingu hjúkrunarheimila Daði Már, Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra , Alma Möller heilbrigðisráðherra, Heiða Björg Hilmisdóttir og Arnar Þór undirrituðu samkomulag vegna uppbyggingar hjúkrunarheimila. Í því felst að sveitarfélög bera ekki lengur 15% stofnkostnaðar hjúkrunarheimila og þeim verður heimilt að innheimta gatnagerðargjöld. Þegar sveitarfélög úthluta lóðum undir hjúkrunarheimili verður það áfram gert án lóðarleigu og án byggingarréttargjalda. Settur verður á fót stýrihópur sem falið verður að útfæra nánar skiptingu á eldri hjúkrunarheimilum milli ríkis og sveitarfélaga en gengið er út frá því að þar sem um sameiginlegt eignarhald ríkis og sveitarfélaga er að ræða muni eignarhlutur sveitarfélags í hjúkrunarheimilum færast yfir til ríkis, með sama hætti og þegar eignir ríkisins hafa færst til sveitarfélaga vegna breyttrar verkaskiptingar. Breytt ábyrgðarskipting í málefnum barna með fjölþættan vanda og við uppbyggingu hjúkrunarheimila felur ekki í sér breytingar á tekjustofnun sveitarfélaga né framlögum til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Um er að ræða aðgerðir til að einfalda verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga og styrkja fjárhag sveitarfélaga. Lagt þungar byrðar á mörg sveitarfélög „Það er ánægjulegt að samkomulag hefur náðst um skiptingu ábyrgðar í málefnum barna með fjölþættan vanda. Verkefni sem hefur lagt þungar byrðar á mörg sveitarfélög. Þá er ekki síður gleðilegt að geta rofið þá kyrrstöðu sem hefur verið í uppbyggingu hjúkrunarheimila og einfaldað samskipti ríkis og sveitarfélaga á því sviði. Samningarnir sem undirritaðir eru í dag fela í sér að sú togstreita sem ríkt hefur um ábyrgð í þessum mikilvægu málaflokkum er úr sögunni og sýnir í verki vilja þessarar ríkisstjórnar til þess að bæta og styrkja samskipti ríkis og sveitarfélaga,“ segir Daði Már. „Það er gleðilegt að ná samkomulagi um að ríkið taki yfir ábyrgð og framkvæmd á 3. stigs þjónustu við börn með fjölþættan vanda. Sveitarfélög hafa kallað eftir því frá árinu 2010, bæði til að skýra verkaskiptingu en ekki síður til að tryggja að börn þessari viðkvæmu stöðu fái faglegan einstaklingmiðaðan stuðning og meðferð. Það er samfélagslega mikilvægt að við eflum alla þjónustu og styrkjum umgjörð um börn í viðkvæmri stöðu og fjölskyldur þeirra. Það er einnig stór áfangi að ná samkomulagi við ríkið um að sveitarfélögum beri ekki að greiða 15% af kostnaði við uppbyggingu hjúkrunarheimila. Undanfarin ár hafa byggst upp of fá hjúkrunarrými. Sveitarfélög munu áfram vinna með ríkinu að því að greiða fyrir uppbyggingu enda gríðarlega mikilvægt fyrir okkar íbúa að hafa aðgang að þessari mikilvægu heilbrigðisþjónustu,“ segir Heiða Björg. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sveitarstjórnarmál Heilbrigðismál Rekstur hins opinbera Börn og uppeldi Félagsmál Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sjá meira
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir samkomulagið marka tímamót í tveimur mikilvægum málaflokkum. Það kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. „Þetta samkomulag markar tímamót í tveimur mikilvægum málaflokkum. Við erum að greiða fyrir uppbyggingu hjúkrunarheimila og ættum því að geta spýtt í lófana og flýtt framkvæmdum. Um leið leysum við úr málum sem snúa að börnum með fjölþættan vanda. Við ætlum að taka til hendinni í þeim málaflokki og sýnum það með þessu samkomulagi og í fjármálaáætlun sem verður lögð fram seinna í þessum mánuði.“ Þjónusta við börn og ungmenni með fjölþættan vanda flyst til ríkisins Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og Arnar Þór Sævarsson framkvæmdastjóri Sambandsins, undirrituðu samkomulag um breytta ábyrgðaskiptingu ríkis og sveitarfélaga í málefnum barna með fjölþættan vanda. Í samkomulaginu felst að ríkið tekur að sér framkvæmd og ber ábyrgð á fjármögnun sérhæfðrar þjónustu við börn með fjölþættan vanda sem búsett eru utan heimilis. Fyrirkomulag og innihald þjónustu við börn með fjölþættan vanda hefur lengi verið umfjöllunarefni í samskiptum ríkis og sveitarfélaga og er breytt ábyrgðaskipting í samræmi við tillögur starfshóps á vegum félags- og vinnumarkaðsráðherra sem birtar voru í áfangaskýrslu í september 2024. Börnin sem um ræðir hafa miklar stuðningsþarfir og þarfnast meðal annars tímabundinnar vistunar utan heimilis þar sem veitt er meðferð vegna vanda barns. Það er gríðarlega mikilvægt að þessi viðkvæmi hópur fái þjónustu við hæfi og jafnræðis sé gætt til að veita slíka þjónustu. Sveitarfélögin laus við uppbyggingu hjúkrunarheimila Daði Már, Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra , Alma Möller heilbrigðisráðherra, Heiða Björg Hilmisdóttir og Arnar Þór undirrituðu samkomulag vegna uppbyggingar hjúkrunarheimila. Í því felst að sveitarfélög bera ekki lengur 15% stofnkostnaðar hjúkrunarheimila og þeim verður heimilt að innheimta gatnagerðargjöld. Þegar sveitarfélög úthluta lóðum undir hjúkrunarheimili verður það áfram gert án lóðarleigu og án byggingarréttargjalda. Settur verður á fót stýrihópur sem falið verður að útfæra nánar skiptingu á eldri hjúkrunarheimilum milli ríkis og sveitarfélaga en gengið er út frá því að þar sem um sameiginlegt eignarhald ríkis og sveitarfélaga er að ræða muni eignarhlutur sveitarfélags í hjúkrunarheimilum færast yfir til ríkis, með sama hætti og þegar eignir ríkisins hafa færst til sveitarfélaga vegna breyttrar verkaskiptingar. Breytt ábyrgðarskipting í málefnum barna með fjölþættan vanda og við uppbyggingu hjúkrunarheimila felur ekki í sér breytingar á tekjustofnun sveitarfélaga né framlögum til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Um er að ræða aðgerðir til að einfalda verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga og styrkja fjárhag sveitarfélaga. Lagt þungar byrðar á mörg sveitarfélög „Það er ánægjulegt að samkomulag hefur náðst um skiptingu ábyrgðar í málefnum barna með fjölþættan vanda. Verkefni sem hefur lagt þungar byrðar á mörg sveitarfélög. Þá er ekki síður gleðilegt að geta rofið þá kyrrstöðu sem hefur verið í uppbyggingu hjúkrunarheimila og einfaldað samskipti ríkis og sveitarfélaga á því sviði. Samningarnir sem undirritaðir eru í dag fela í sér að sú togstreita sem ríkt hefur um ábyrgð í þessum mikilvægu málaflokkum er úr sögunni og sýnir í verki vilja þessarar ríkisstjórnar til þess að bæta og styrkja samskipti ríkis og sveitarfélaga,“ segir Daði Már. „Það er gleðilegt að ná samkomulagi um að ríkið taki yfir ábyrgð og framkvæmd á 3. stigs þjónustu við börn með fjölþættan vanda. Sveitarfélög hafa kallað eftir því frá árinu 2010, bæði til að skýra verkaskiptingu en ekki síður til að tryggja að börn þessari viðkvæmu stöðu fái faglegan einstaklingmiðaðan stuðning og meðferð. Það er samfélagslega mikilvægt að við eflum alla þjónustu og styrkjum umgjörð um börn í viðkvæmri stöðu og fjölskyldur þeirra. Það er einnig stór áfangi að ná samkomulagi við ríkið um að sveitarfélögum beri ekki að greiða 15% af kostnaði við uppbyggingu hjúkrunarheimila. Undanfarin ár hafa byggst upp of fá hjúkrunarrými. Sveitarfélög munu áfram vinna með ríkinu að því að greiða fyrir uppbyggingu enda gríðarlega mikilvægt fyrir okkar íbúa að hafa aðgang að þessari mikilvægu heilbrigðisþjónustu,“ segir Heiða Björg.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sveitarstjórnarmál Heilbrigðismál Rekstur hins opinbera Börn og uppeldi Félagsmál Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sjá meira