Komin til að vera í Miami: „Ég er ekki að fara neitt“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. mars 2025 10:32 Það er endalaust af tækifærum til að vera úti að leika á Miami. „Ísland verður alltaf heim,“ segir Kristján Olafsson sem býr ásamt eiginkonu sinni Hildu Olafsson og börnum þeirra fjórum á pálmaskrýddri golfvallareyju við Miami Beach. Þau hafa búið í bæði Los Angeles og New York en fyrir tilviljun þá leiddi vinnan hans Kristjáns þau suður til Flórída. Lóa Pind Aldísardóttir hitti þau Hildu, Kristján, börnin þeirra fjögur og þeirra fjölmörgu vini, ættingja á bæði Miami Beach og í Reykjavík, þar sem þau dvelja alltaf hluta á ári í fjórða þætti í sjöttu seríu af „Hvar er best að búa?“ Þau Kristján og Hilda hafa dvalið í nokkur ár á Miami og eru ekki á leiðinni heim. Þau langar ekki í slabbið, enda ansi góðu vön á Miami Beach þar sem meðalhitinn fer lægst niður í rúmlega tuttugu stiga hita. Leist ekki á blikuna til að byrja með Í þættinum kemur meðal annars fram að Hildu hafi ekki leist á blikuna á Miami til að byrja með. Hún var lengi að eignast vini og einmana framan af. Það hefur hinsvegar breyst og nú er félagslíf þeirra Kristjáns eins blómlegt og það getur orðið hjá stórri barnafjölskyldu. Þau eru nú í miðjum klíðum að opna rommverksmiðjuna Little River Distillery og „speak easy“ bar - í anda leynilegra öldurhúsa á bannárunum, í Miami. En auk þess framleiðir Hilda föt undir merkjum Norom og þau framleiða líka Helix vodka, Ask gin og Lagoon bay aperatíf undir merkjum Wanderlust spirits. Og þau segja Miami algjöra paradís fyrir börnin, með sundlaug í garðinum, ströndina skammt frá, geta gengið í góðan einkaskóla, stundað alls konar íþróttir og læra á hljóðfæri. Þó segja þau ekki endilega mun á tækifærunum sem börnin þeirra hafa miðað við þau tækifæri sem þau sjálf höfðu í sínum uppvexti á Íslandi. „Það er fullt af tækifærum á Íslandi líka. Alls konar skemmtilegt sem er að gerast þar. Tækifæri eru bara hvernig drifkraft þú hefur til að grípa þau. Og ég held að Íslendingurinn hafi líka drifkraft, allir með sidekick og sjö vinnur, allir að gera flotta hluti þarna. En þú veist, þetta er stór heimur. Ísland er lítið,“ segir Kristján. Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk sem rekur kaffihús, rommverksmiðju, kennir Pilates, vinnur hjá OECD, er í verktakabransanum, rekur heimili fyrir táningsmæður í Kenía, selur fasteignir, leysir tölvuvandamál, vinnur við smíðar, sinnir lýsingarhönnun, hannar föt og býr í stórborgum, sveit og bæjum á Tenerife, Borgundarhólmi, Miami Beach, í Mexíkó, París, Brussel, Kenía og Lettlandi. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður fjórða þáttar Ívar Kristján Ívarsson, klippingu annaðist Kári Jóhannsson hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Hvar er best að búa? Bandaríkin Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Eftir hrun fóru þau Þorfinnur Ómarsson fjölmiðlamaður með meiru og Ástrós Gunnarsdóttir dansari og Pílates þjálfari að líta í kringum sig í heiminum. 11. mars 2025 12:32 Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó „Lífið er ekkert flókið,“ segir Sturla Bjarki Hrafnsson, forritari, sem ákvað fyrir nokkrum árum að elta ástina til strandbæjarins Playa del Carmen í Mexíkó. 4. mars 2025 14:02 Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Frá því ég var 23 ára þá erum við Eva búin að stofna 10 fyrirtæki. Við erum búin að gera upp sjálfsagt einhverja 3500 fermetra á Íslandi og við vorum með líkamsræktarstöð, sjúkraþjálfun, veitingastað og fasteignafélag. Það var kominn tími til að bremsa sig aðeins af svo maður myndi nú ekki drepa sig á þessu,“ segir Davíð Kristinsson rafverktaki og lýsingarhönnuður sem flutti ásamt eiginkonu sinni Evu Ósk Elíasardóttur og þremur dætrum til Tenerife fyrir röskum tveimur árum. 26. febrúar 2025 15:01 Mest lesið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Fleiri fréttir Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Sjá meira
Lóa Pind Aldísardóttir hitti þau Hildu, Kristján, börnin þeirra fjögur og þeirra fjölmörgu vini, ættingja á bæði Miami Beach og í Reykjavík, þar sem þau dvelja alltaf hluta á ári í fjórða þætti í sjöttu seríu af „Hvar er best að búa?“ Þau Kristján og Hilda hafa dvalið í nokkur ár á Miami og eru ekki á leiðinni heim. Þau langar ekki í slabbið, enda ansi góðu vön á Miami Beach þar sem meðalhitinn fer lægst niður í rúmlega tuttugu stiga hita. Leist ekki á blikuna til að byrja með Í þættinum kemur meðal annars fram að Hildu hafi ekki leist á blikuna á Miami til að byrja með. Hún var lengi að eignast vini og einmana framan af. Það hefur hinsvegar breyst og nú er félagslíf þeirra Kristjáns eins blómlegt og það getur orðið hjá stórri barnafjölskyldu. Þau eru nú í miðjum klíðum að opna rommverksmiðjuna Little River Distillery og „speak easy“ bar - í anda leynilegra öldurhúsa á bannárunum, í Miami. En auk þess framleiðir Hilda föt undir merkjum Norom og þau framleiða líka Helix vodka, Ask gin og Lagoon bay aperatíf undir merkjum Wanderlust spirits. Og þau segja Miami algjöra paradís fyrir börnin, með sundlaug í garðinum, ströndina skammt frá, geta gengið í góðan einkaskóla, stundað alls konar íþróttir og læra á hljóðfæri. Þó segja þau ekki endilega mun á tækifærunum sem börnin þeirra hafa miðað við þau tækifæri sem þau sjálf höfðu í sínum uppvexti á Íslandi. „Það er fullt af tækifærum á Íslandi líka. Alls konar skemmtilegt sem er að gerast þar. Tækifæri eru bara hvernig drifkraft þú hefur til að grípa þau. Og ég held að Íslendingurinn hafi líka drifkraft, allir með sidekick og sjö vinnur, allir að gera flotta hluti þarna. En þú veist, þetta er stór heimur. Ísland er lítið,“ segir Kristján. Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk sem rekur kaffihús, rommverksmiðju, kennir Pilates, vinnur hjá OECD, er í verktakabransanum, rekur heimili fyrir táningsmæður í Kenía, selur fasteignir, leysir tölvuvandamál, vinnur við smíðar, sinnir lýsingarhönnun, hannar föt og býr í stórborgum, sveit og bæjum á Tenerife, Borgundarhólmi, Miami Beach, í Mexíkó, París, Brussel, Kenía og Lettlandi. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður fjórða þáttar Ívar Kristján Ívarsson, klippingu annaðist Kári Jóhannsson hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2.
Hvar er best að búa? Bandaríkin Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Eftir hrun fóru þau Þorfinnur Ómarsson fjölmiðlamaður með meiru og Ástrós Gunnarsdóttir dansari og Pílates þjálfari að líta í kringum sig í heiminum. 11. mars 2025 12:32 Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó „Lífið er ekkert flókið,“ segir Sturla Bjarki Hrafnsson, forritari, sem ákvað fyrir nokkrum árum að elta ástina til strandbæjarins Playa del Carmen í Mexíkó. 4. mars 2025 14:02 Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Frá því ég var 23 ára þá erum við Eva búin að stofna 10 fyrirtæki. Við erum búin að gera upp sjálfsagt einhverja 3500 fermetra á Íslandi og við vorum með líkamsræktarstöð, sjúkraþjálfun, veitingastað og fasteignafélag. Það var kominn tími til að bremsa sig aðeins af svo maður myndi nú ekki drepa sig á þessu,“ segir Davíð Kristinsson rafverktaki og lýsingarhönnuður sem flutti ásamt eiginkonu sinni Evu Ósk Elíasardóttur og þremur dætrum til Tenerife fyrir röskum tveimur árum. 26. febrúar 2025 15:01 Mest lesið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Fleiri fréttir Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Sjá meira
Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Eftir hrun fóru þau Þorfinnur Ómarsson fjölmiðlamaður með meiru og Ástrós Gunnarsdóttir dansari og Pílates þjálfari að líta í kringum sig í heiminum. 11. mars 2025 12:32
Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó „Lífið er ekkert flókið,“ segir Sturla Bjarki Hrafnsson, forritari, sem ákvað fyrir nokkrum árum að elta ástina til strandbæjarins Playa del Carmen í Mexíkó. 4. mars 2025 14:02
Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Frá því ég var 23 ára þá erum við Eva búin að stofna 10 fyrirtæki. Við erum búin að gera upp sjálfsagt einhverja 3500 fermetra á Íslandi og við vorum með líkamsræktarstöð, sjúkraþjálfun, veitingastað og fasteignafélag. Það var kominn tími til að bremsa sig aðeins af svo maður myndi nú ekki drepa sig á þessu,“ segir Davíð Kristinsson rafverktaki og lýsingarhönnuður sem flutti ásamt eiginkonu sinni Evu Ósk Elíasardóttur og þremur dætrum til Tenerife fyrir röskum tveimur árum. 26. febrúar 2025 15:01