Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Stefán Árni Pálsson skrifar 26. febrúar 2025 15:01 Eva og Davíð hafa búið í tvö ár á Tenerife. „Frá því ég var 23 ára þá erum við Eva búin að stofna 10 fyrirtæki. Við erum búin að gera upp sjálfsagt einhverja 3500 fermetra á Íslandi og við vorum með líkamsræktarstöð, sjúkraþjálfun, veitingastað og fasteignafélag. Það var kominn tími til að bremsa sig aðeins af svo maður myndi nú ekki drepa sig á þessu,“ segir Davíð Kristinsson rafverktaki og lýsingarhönnuður sem flutti ásamt eiginkonu sinni Evu Ósk Elíasardóttur og þremur dætrum til Tenerife fyrir röskum tveimur árum. Í fyrsta þætti af sjöttu seríu af Hvar er best að búa? heimsækir Lóa Pind Aldísardóttir þau Evu, Davíð og dætur þeirra tvær í fjallaþorpi á Tenerife en sú elsta er farin heim í framhaldsskóla. Þátturinn var á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöld. Evu og Davíð langaði að lifa rólegra lífi og ákváðu því að prófa eitt ár í hitanum á Tene. En síðan eru liðin tvö og hálft ár og þau eru alls ekki á leiðinni heim. Þau eru búin að byggja sér stórt einbýlishús í fjallaþorpinu Guía de Isora sem er um 20 kílómetra frá hinum vinsæla ferðamannastað Costa Adeje, sem margir Íslendingar þekkja. Það er hins vegar vafamál hvort lífið sé eitthvað rólegra á Tene. Því heima á Akureyri voru þau önnum kafin við að brasa, kaupa, byggja, breyta - en eru nú farin að gera slíkt hið sama á Tene. En þó er kanaríski hamagangurinn töluvert afslappaðri en sá íslenski, segja þau hjónin. Þurfa ekki að eiga allt það nýjasta „Þegar þú kemur inn í svona bæ, þá er enginn að spá í hvort þú eigir nýjasta bílinn eða nýjasta Ittala. Ekki það, mér var svo sem alveg sama um það á Íslandi en þetta bara böggaði mig svo mikið, hvað allir þurftu að eiga eins. Svona eitthvað lífsgæðakapphlaup sem er að drepa Íslendinga. Ég bara nenni því ekki. Við höfum það mjög gott. Ég þarf ekkert að eiga allt það nýjasta og flottasta. Og ég nenni ekki að vera í þessari typpakeppni,“ segir Davíð. Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk sem rekur kaffihús, rommverksmiðju, kennir Pilates, vinnur hjá OECD, er í verktakabransanum, rekur heimili fyrir táningsmæður í Kenía, selur fasteignir, leysir tölvuvandamál, vinnur við smíðar, sinnir lýsingarhönnun, hannar föt og býr í stórborgum, sveit og bæjum á Tenerife, Borgundarhólmi, Miami Beach, í Mexíkó, París, Brussel, Kenía og Lettlandi. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 1. þáttar Ívar Kristján Ívarsson, klippingu annaðist Magnús Ingvar Bjarnason hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Hvar er best að búa? Kanaríeyjar Spánn Íslendingar erlendis Ástin og lífið Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Laufey á landinu Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
Í fyrsta þætti af sjöttu seríu af Hvar er best að búa? heimsækir Lóa Pind Aldísardóttir þau Evu, Davíð og dætur þeirra tvær í fjallaþorpi á Tenerife en sú elsta er farin heim í framhaldsskóla. Þátturinn var á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöld. Evu og Davíð langaði að lifa rólegra lífi og ákváðu því að prófa eitt ár í hitanum á Tene. En síðan eru liðin tvö og hálft ár og þau eru alls ekki á leiðinni heim. Þau eru búin að byggja sér stórt einbýlishús í fjallaþorpinu Guía de Isora sem er um 20 kílómetra frá hinum vinsæla ferðamannastað Costa Adeje, sem margir Íslendingar þekkja. Það er hins vegar vafamál hvort lífið sé eitthvað rólegra á Tene. Því heima á Akureyri voru þau önnum kafin við að brasa, kaupa, byggja, breyta - en eru nú farin að gera slíkt hið sama á Tene. En þó er kanaríski hamagangurinn töluvert afslappaðri en sá íslenski, segja þau hjónin. Þurfa ekki að eiga allt það nýjasta „Þegar þú kemur inn í svona bæ, þá er enginn að spá í hvort þú eigir nýjasta bílinn eða nýjasta Ittala. Ekki það, mér var svo sem alveg sama um það á Íslandi en þetta bara böggaði mig svo mikið, hvað allir þurftu að eiga eins. Svona eitthvað lífsgæðakapphlaup sem er að drepa Íslendinga. Ég bara nenni því ekki. Við höfum það mjög gott. Ég þarf ekkert að eiga allt það nýjasta og flottasta. Og ég nenni ekki að vera í þessari typpakeppni,“ segir Davíð. Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk sem rekur kaffihús, rommverksmiðju, kennir Pilates, vinnur hjá OECD, er í verktakabransanum, rekur heimili fyrir táningsmæður í Kenía, selur fasteignir, leysir tölvuvandamál, vinnur við smíðar, sinnir lýsingarhönnun, hannar föt og býr í stórborgum, sveit og bæjum á Tenerife, Borgundarhólmi, Miami Beach, í Mexíkó, París, Brussel, Kenía og Lettlandi. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 1. þáttar Ívar Kristján Ívarsson, klippingu annaðist Magnús Ingvar Bjarnason hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2.
Hvar er best að búa? Kanaríeyjar Spánn Íslendingar erlendis Ástin og lífið Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Laufey á landinu Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira