Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Stefán Árni Pálsson skrifar 26. febrúar 2025 15:01 Eva og Davíð hafa búið í tvö ár á Tenerife. „Frá því ég var 23 ára þá erum við Eva búin að stofna 10 fyrirtæki. Við erum búin að gera upp sjálfsagt einhverja 3500 fermetra á Íslandi og við vorum með líkamsræktarstöð, sjúkraþjálfun, veitingastað og fasteignafélag. Það var kominn tími til að bremsa sig aðeins af svo maður myndi nú ekki drepa sig á þessu,“ segir Davíð Kristinsson rafverktaki og lýsingarhönnuður sem flutti ásamt eiginkonu sinni Evu Ósk Elíasardóttur og þremur dætrum til Tenerife fyrir röskum tveimur árum. Í fyrsta þætti af sjöttu seríu af Hvar er best að búa? heimsækir Lóa Pind Aldísardóttir þau Evu, Davíð og dætur þeirra tvær í fjallaþorpi á Tenerife en sú elsta er farin heim í framhaldsskóla. Þátturinn var á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöld. Evu og Davíð langaði að lifa rólegra lífi og ákváðu því að prófa eitt ár í hitanum á Tene. En síðan eru liðin tvö og hálft ár og þau eru alls ekki á leiðinni heim. Þau eru búin að byggja sér stórt einbýlishús í fjallaþorpinu Guía de Isora sem er um 20 kílómetra frá hinum vinsæla ferðamannastað Costa Adeje, sem margir Íslendingar þekkja. Það er hins vegar vafamál hvort lífið sé eitthvað rólegra á Tene. Því heima á Akureyri voru þau önnum kafin við að brasa, kaupa, byggja, breyta - en eru nú farin að gera slíkt hið sama á Tene. En þó er kanaríski hamagangurinn töluvert afslappaðri en sá íslenski, segja þau hjónin. Þurfa ekki að eiga allt það nýjasta „Þegar þú kemur inn í svona bæ, þá er enginn að spá í hvort þú eigir nýjasta bílinn eða nýjasta Ittala. Ekki það, mér var svo sem alveg sama um það á Íslandi en þetta bara böggaði mig svo mikið, hvað allir þurftu að eiga eins. Svona eitthvað lífsgæðakapphlaup sem er að drepa Íslendinga. Ég bara nenni því ekki. Við höfum það mjög gott. Ég þarf ekkert að eiga allt það nýjasta og flottasta. Og ég nenni ekki að vera í þessari typpakeppni,“ segir Davíð. Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk sem rekur kaffihús, rommverksmiðju, kennir Pilates, vinnur hjá OECD, er í verktakabransanum, rekur heimili fyrir táningsmæður í Kenía, selur fasteignir, leysir tölvuvandamál, vinnur við smíðar, sinnir lýsingarhönnun, hannar föt og býr í stórborgum, sveit og bæjum á Tenerife, Borgundarhólmi, Miami Beach, í Mexíkó, París, Brussel, Kenía og Lettlandi. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 1. þáttar Ívar Kristján Ívarsson, klippingu annaðist Magnús Ingvar Bjarnason hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Hvar er best að búa? Kanaríeyjar Spánn Íslendingar erlendis Ástin og lífið Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun Kemur út sem pankynhneigð Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Nýju fötin forsetans Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári Lífið Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Fleiri fréttir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Sjá meira
Í fyrsta þætti af sjöttu seríu af Hvar er best að búa? heimsækir Lóa Pind Aldísardóttir þau Evu, Davíð og dætur þeirra tvær í fjallaþorpi á Tenerife en sú elsta er farin heim í framhaldsskóla. Þátturinn var á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöld. Evu og Davíð langaði að lifa rólegra lífi og ákváðu því að prófa eitt ár í hitanum á Tene. En síðan eru liðin tvö og hálft ár og þau eru alls ekki á leiðinni heim. Þau eru búin að byggja sér stórt einbýlishús í fjallaþorpinu Guía de Isora sem er um 20 kílómetra frá hinum vinsæla ferðamannastað Costa Adeje, sem margir Íslendingar þekkja. Það er hins vegar vafamál hvort lífið sé eitthvað rólegra á Tene. Því heima á Akureyri voru þau önnum kafin við að brasa, kaupa, byggja, breyta - en eru nú farin að gera slíkt hið sama á Tene. En þó er kanaríski hamagangurinn töluvert afslappaðri en sá íslenski, segja þau hjónin. Þurfa ekki að eiga allt það nýjasta „Þegar þú kemur inn í svona bæ, þá er enginn að spá í hvort þú eigir nýjasta bílinn eða nýjasta Ittala. Ekki það, mér var svo sem alveg sama um það á Íslandi en þetta bara böggaði mig svo mikið, hvað allir þurftu að eiga eins. Svona eitthvað lífsgæðakapphlaup sem er að drepa Íslendinga. Ég bara nenni því ekki. Við höfum það mjög gott. Ég þarf ekkert að eiga allt það nýjasta og flottasta. Og ég nenni ekki að vera í þessari typpakeppni,“ segir Davíð. Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk sem rekur kaffihús, rommverksmiðju, kennir Pilates, vinnur hjá OECD, er í verktakabransanum, rekur heimili fyrir táningsmæður í Kenía, selur fasteignir, leysir tölvuvandamál, vinnur við smíðar, sinnir lýsingarhönnun, hannar föt og býr í stórborgum, sveit og bæjum á Tenerife, Borgundarhólmi, Miami Beach, í Mexíkó, París, Brussel, Kenía og Lettlandi. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 1. þáttar Ívar Kristján Ívarsson, klippingu annaðist Magnús Ingvar Bjarnason hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2.
Hvar er best að búa? Kanaríeyjar Spánn Íslendingar erlendis Ástin og lífið Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun Kemur út sem pankynhneigð Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Nýju fötin forsetans Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári Lífið Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Fleiri fréttir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Sjá meira
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning