Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. mars 2025 20:01 Efling stéttarfélag, ásamt Alþýðusambandi Íslands og Starfsgreinasambandinu, hafa lagt fram kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs fyrirtækja á veitingamarkaði. Vísir ASÍ, Efling og SGS kvörtuðu í dag til Samkeppniseftirlitins vegna meintra samkeppnislagabrota fyrirtækja á veitingamarkaði. Þau halda því fram að SVEIT hafi stofnað gervistéttarfélag til að veikja kjör launafólks og samið svo við það. Eftirlitið hefur ákveðið að taka málið til skoðunar. Formaður Eflingar segir um að ræða eitt alvarlegasta mál sinnar tegundar. Verkalýðsforystan sendi í dag kvörtun til Samkeppniseftirlitsins þar sem því er haldið fram að Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) og aðildarfélög þess hafi gert ólöglegan kjarasamning við Virðingu, sem sé í raun gervistéttarfélag. Virðing sé undir stjórn sjálfra veitingafyrirtækjanna og því feli kjarasamningurinn í sér samráð um launakjör sem samsvari brotum á samkeppnislögum. Eitt alvarlegasta mál sem hefur komið upp Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir málið eitt það alvarlegasta sem hefur komið inn á borð stéttarfélagsins. „Við höfum auðvitað áður þurft að takast á við gul stéttarfélög. Þarna er hins vegar um stærra og alvarlegra mál en áður hefur komið upp. Atvinnurekendur ákveða þarna sjálfir að stofna gerivistéttarfélag og útbúa svo í gegnum það kjarasamning við launafólk sitt sem er verri en sá sem samið var um á almennum vinnumarkaði,“ segir Sólveig. Sólveig segir að lögmenn verkalýðsfélaganna telji um ólöglegt samráð að ræða og því hafi verið ákveðið að kvarta til Samkeppniseftirlitsins. Engar upplýsingar um félagsmenn Virðing stéttarfélagið sem um ræðir er samkvæmt heimasíðu opið öllum sem starfa á veitinga-og gistimarkaði. Félagið var stofnað í september á síðasta ári. Forsvarsmenn Virðingar höfnuðu viðtali við fréttastofu vegna málsins í dag en sögðu að von væri á tilkynningu frá stjórn félagsins. Ekki var unnt að fá upplýsingar um hversu félagsmenn margir eru í Virðingu. Á heimasíðu SVEIT kemur fram að aðildarfélagar hafi samþykkt kjarasamning við Virðingu í febrúar á þessu ári. Framkvæmdastjóri hjá SVEIT vildi ekki tjá sig um málatilbúnað verkalýðsfélaganna þegar fréttastofa hafði samband í dag. Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða málið Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að taka málið til skoðunar samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Það þýðir að eftirlitið mun afla sér upplýsinga frá aðilum málsins. Eftir það er ákveðið hvort tilefni sé til rannsóknar. Félagsmál ASÍ Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Vinnumarkaður Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Samkeppnismál Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fleiri fréttir Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Sjá meira
Verkalýðsforystan sendi í dag kvörtun til Samkeppniseftirlitsins þar sem því er haldið fram að Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) og aðildarfélög þess hafi gert ólöglegan kjarasamning við Virðingu, sem sé í raun gervistéttarfélag. Virðing sé undir stjórn sjálfra veitingafyrirtækjanna og því feli kjarasamningurinn í sér samráð um launakjör sem samsvari brotum á samkeppnislögum. Eitt alvarlegasta mál sem hefur komið upp Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir málið eitt það alvarlegasta sem hefur komið inn á borð stéttarfélagsins. „Við höfum auðvitað áður þurft að takast á við gul stéttarfélög. Þarna er hins vegar um stærra og alvarlegra mál en áður hefur komið upp. Atvinnurekendur ákveða þarna sjálfir að stofna gerivistéttarfélag og útbúa svo í gegnum það kjarasamning við launafólk sitt sem er verri en sá sem samið var um á almennum vinnumarkaði,“ segir Sólveig. Sólveig segir að lögmenn verkalýðsfélaganna telji um ólöglegt samráð að ræða og því hafi verið ákveðið að kvarta til Samkeppniseftirlitsins. Engar upplýsingar um félagsmenn Virðing stéttarfélagið sem um ræðir er samkvæmt heimasíðu opið öllum sem starfa á veitinga-og gistimarkaði. Félagið var stofnað í september á síðasta ári. Forsvarsmenn Virðingar höfnuðu viðtali við fréttastofu vegna málsins í dag en sögðu að von væri á tilkynningu frá stjórn félagsins. Ekki var unnt að fá upplýsingar um hversu félagsmenn margir eru í Virðingu. Á heimasíðu SVEIT kemur fram að aðildarfélagar hafi samþykkt kjarasamning við Virðingu í febrúar á þessu ári. Framkvæmdastjóri hjá SVEIT vildi ekki tjá sig um málatilbúnað verkalýðsfélaganna þegar fréttastofa hafði samband í dag. Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða málið Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að taka málið til skoðunar samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Það þýðir að eftirlitið mun afla sér upplýsinga frá aðilum málsins. Eftir það er ákveðið hvort tilefni sé til rannsóknar.
Félagsmál ASÍ Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Vinnumarkaður Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Samkeppnismál Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fleiri fréttir Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Sjá meira