Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. mars 2025 19:02 Elísa Ingólfsdóttir framkvæmdstjóri Barnaverndar Reykjavíkur segist skilja vel uppnámið sem foreldrar og börn í Breiðholti eru í. Vísir/Einar Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir starfsfólk ekki veigra sér við því að taka á málum barna af erlendum uppruna. Barnavernd skorti oft úrræði vegna plássleysis og langra biðlista. Hún skilur vel að foreldrar og börn í Breiðholti séu í uppnámi vegna stöðunnar sem þar er komin upp. Fram kom í tilkynningu frá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar á föstudag að velferðarsvið og barnavernd hafi komið að málum einstakra barna, vegna hóps drengja í sjöunda bekk Breiðholtsskóla sem hefur haldið öllu hverfinu í heljargreipum. „Ég hef fullan skilning á því að foreldrum og börnum í Breiðholtinu, sem eru nálægt þessum atburðum og hafa mögulega orðið fyrir ofbeldi. Ég hef fullan skilning á að það sé hræðileg staða,“ segir Elísa Ingólfsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur. Alltaf betra þegar unnið er með foreldrum Hún segir barnavernd aldrei grípa inn í mál nema tilkynning hafi borist til hennar og eftir að farsældarlögin tóku gildi sé reynt að nýta fyrst úrræði í nærumhverfi, til dæmis hjá þjónustumiðstöðvum. Miklu máli skipti í svona málum að foreldrarnir taki þátt með Barnavernd. „Okkur gengur alltaf best ef að fólk vinnur með okkur og við náum að sameinast um markmiðin og náum að vera í ríkulegri og góðri samvinnu. Það er alltaf barninu fyrir bestu.“ Samkvæmt upplýsingum frá Barna- og fjölskyldustofu fjölgaði tilkynningum til barnaverndar vegna áhættuhegðunar barna um 17,6 prósent á fyrstu sex mánuðum síðasta árs miðað við árið áður. Mest var það vegna tilkynninga um neyslu áfengis eða annarra efna, en þeim fjölgaði um 96,2 prósent. Tilkynningum um að barn beitti ofbeldi fjölgaði um 24,4 prósent. „Það vantar fleiri pláss“ Elísa segir nokkuð ljóst að í sumum tilvikum nái úrræðin, sem eru í boði, ekki nógu vel til barnanna. Lengi hafi verið bent á að það vanti þriðja stigs úrræði, til dæmis fleiri pláss á Stuðlum og stytta þurfi bíðtíma eftir fjölkerfameðferðum - þar sem unnið er með börn inni á heimilum. „Það vantar fleiri pláss, fleiri tegundir af úrræðum. Meiri þunga inn í málin, fyrr,þegar við sjáum að það er það sem þarf,“ segir Elísa. Hún segir barnavernd Reykjavíkur ekki veigra sér við því að taka á malum vegna þess að börnin séu af erlendum uppruna. Hjá þeim sé sérstakt teymi sem sérhæfi sig í slíkum málum, þau hafi sótt námskeið og kynnt sér uppeldisaðferðir annarra þjóða. „Þannig að við veigrum okkur sannarlega ekki við því, þvert á móti, við leggjum mikið upp úr því að vinna vel með þessum fjölskyldum eins og öllum öðrum.“ Barnavernd Reykjavík Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Ofbeldi barna Tengdar fréttir Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Menntamálaráðherra segir að gera eigi gangskör í málum barna með fjölþættan vanda. Hún segir málaflokkinn hafa verið vanræktan í allt of langan tíma. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar vísar á bug ásökunum foreldra um að ekkert hafi verið aðhafst vegna ófremdarástands í Breiðholtsskóla. 14. mars 2025 19:49 Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Skóla- og frístundasvið vísar þeim ummælum á bug sem ítrekað hafi komið fram um að ekkert hafi verið gert í málefnum Breiðholtsskóla. Gripið hafi verið til ýmissa úrræða. 14. mars 2025 15:28 Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar harmar að börn séu ítrekað að beita önnur börn ofbeldi í Breiðholti. Borgin og skólayfirvöld hafi gert ýmislegt til að reyna að bregðast við ástandinu. 14. mars 2025 11:45 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Fram kom í tilkynningu frá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar á föstudag að velferðarsvið og barnavernd hafi komið að málum einstakra barna, vegna hóps drengja í sjöunda bekk Breiðholtsskóla sem hefur haldið öllu hverfinu í heljargreipum. „Ég hef fullan skilning á því að foreldrum og börnum í Breiðholtinu, sem eru nálægt þessum atburðum og hafa mögulega orðið fyrir ofbeldi. Ég hef fullan skilning á að það sé hræðileg staða,“ segir Elísa Ingólfsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur. Alltaf betra þegar unnið er með foreldrum Hún segir barnavernd aldrei grípa inn í mál nema tilkynning hafi borist til hennar og eftir að farsældarlögin tóku gildi sé reynt að nýta fyrst úrræði í nærumhverfi, til dæmis hjá þjónustumiðstöðvum. Miklu máli skipti í svona málum að foreldrarnir taki þátt með Barnavernd. „Okkur gengur alltaf best ef að fólk vinnur með okkur og við náum að sameinast um markmiðin og náum að vera í ríkulegri og góðri samvinnu. Það er alltaf barninu fyrir bestu.“ Samkvæmt upplýsingum frá Barna- og fjölskyldustofu fjölgaði tilkynningum til barnaverndar vegna áhættuhegðunar barna um 17,6 prósent á fyrstu sex mánuðum síðasta árs miðað við árið áður. Mest var það vegna tilkynninga um neyslu áfengis eða annarra efna, en þeim fjölgaði um 96,2 prósent. Tilkynningum um að barn beitti ofbeldi fjölgaði um 24,4 prósent. „Það vantar fleiri pláss“ Elísa segir nokkuð ljóst að í sumum tilvikum nái úrræðin, sem eru í boði, ekki nógu vel til barnanna. Lengi hafi verið bent á að það vanti þriðja stigs úrræði, til dæmis fleiri pláss á Stuðlum og stytta þurfi bíðtíma eftir fjölkerfameðferðum - þar sem unnið er með börn inni á heimilum. „Það vantar fleiri pláss, fleiri tegundir af úrræðum. Meiri þunga inn í málin, fyrr,þegar við sjáum að það er það sem þarf,“ segir Elísa. Hún segir barnavernd Reykjavíkur ekki veigra sér við því að taka á malum vegna þess að börnin séu af erlendum uppruna. Hjá þeim sé sérstakt teymi sem sérhæfi sig í slíkum málum, þau hafi sótt námskeið og kynnt sér uppeldisaðferðir annarra þjóða. „Þannig að við veigrum okkur sannarlega ekki við því, þvert á móti, við leggjum mikið upp úr því að vinna vel með þessum fjölskyldum eins og öllum öðrum.“
Barnavernd Reykjavík Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Ofbeldi barna Tengdar fréttir Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Menntamálaráðherra segir að gera eigi gangskör í málum barna með fjölþættan vanda. Hún segir málaflokkinn hafa verið vanræktan í allt of langan tíma. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar vísar á bug ásökunum foreldra um að ekkert hafi verið aðhafst vegna ófremdarástands í Breiðholtsskóla. 14. mars 2025 19:49 Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Skóla- og frístundasvið vísar þeim ummælum á bug sem ítrekað hafi komið fram um að ekkert hafi verið gert í málefnum Breiðholtsskóla. Gripið hafi verið til ýmissa úrræða. 14. mars 2025 15:28 Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar harmar að börn séu ítrekað að beita önnur börn ofbeldi í Breiðholti. Borgin og skólayfirvöld hafi gert ýmislegt til að reyna að bregðast við ástandinu. 14. mars 2025 11:45 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Menntamálaráðherra segir að gera eigi gangskör í málum barna með fjölþættan vanda. Hún segir málaflokkinn hafa verið vanræktan í allt of langan tíma. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar vísar á bug ásökunum foreldra um að ekkert hafi verið aðhafst vegna ófremdarástands í Breiðholtsskóla. 14. mars 2025 19:49
Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Skóla- og frístundasvið vísar þeim ummælum á bug sem ítrekað hafi komið fram um að ekkert hafi verið gert í málefnum Breiðholtsskóla. Gripið hafi verið til ýmissa úrræða. 14. mars 2025 15:28
Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar harmar að börn séu ítrekað að beita önnur börn ofbeldi í Breiðholti. Borgin og skólayfirvöld hafi gert ýmislegt til að reyna að bregðast við ástandinu. 14. mars 2025 11:45