Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Magnús Jochum Pálsson skrifar 15. mars 2025 22:16 Íbúar á Hvolsvelli á Kjötsúpuhátíðinni í fyrra og fiðluleikari Toronto-sinfóníunnar í sundhöll YMCA. Sinfóníuhljómsveit Íslands ætlar nú bara að spila fyrir íslenska sundgesti gegnum sjón- eða útvarp. Vísir/Magnús Hlynur/Getty Sveitarstjórn Rangárþings eystra þakkar Sinfóníuhljómsveit Íslands fyrir frumkvæði að viðburðinum „Sinfó í sundi“. Hins vegar fer fram kjötsúpurölt í sveitarfélaginu á sama tíma og sér sveitarstjórnin sér því ekki fært að taka þátt. Sinfóníuhljómsveit Íslands er 75 ára í ár og í tilefni stórafmælisins og tíu ára afmælis Klassíkurinnar okkar hefur Sinfóníuhljómsveitin leitast eftir samstarfi við sveitarstjórnir landsins um verkefnið „Sinfó í sundi“ sem gengur út á að boðið sé upp á beina útsendingu í sundlaugum frá sjónvarpstónleikunum sem hefjast klukkan 20 á RÚV þann 29. ágúst. Ttónleikarnir verði þá sýndir með hjálp skjávarpa, sjónvarps- eða útvarpstækja í laugunum. Sendi Sinfónían bréf um verkefnið á sveitarstjórnir landsins og hvatti „sveitarstjórnarfólk, menningarfulltrúa, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og rekstraraðila sundlauga“ til að hafa opið fram á kvöld á meðan á tónleikunum stæði. Sjá sér ekki fært að taka þátt Nokkur sveitarfélög hafa tekið jákvætt í beiðni Sinfóníuhljómsveitarinnar og vísað henni áfram til viðeigandi nefnda eða fulltrúa til framkvæmdar. Þar má nefna sveitarfélögin Skagafjörð, Fjallabyggð, Norðurþing, Bláskógabyggð og Strandabyggð Eitt sveitarfélag hefur þó slegið hugmyndina af borðinu en það er Rangárþing eystra. Ástæðan virðist vera að of annríkt sé í sveitafélaginu á þeim tíma sem Klassíkin okkar er sýnd sökum kjötsúpuhátíðar. Árlega er haldin kjötsúpuhátíð á Hvolsvelli og fer þar fram kjötsúpurölt, Magnús Hlynur Hreiðarsson Á sveitarstjórnarfundi sveitarfélagsins þann 13. mars 2025 var bréf Sinfóníuhljómsveitar Íslands lagt fram og málið tekið fyrir í bókun. Þar þakkar sveitarstjórn fyrir erindið og fagnar frumkvæði sinfóníuhljómsveitarinnar að viðburðinum. „Hins vegar hentar tímasetning viðburðarins þann 29. ágúst kl. 20:00, mjög illa fyrir íbúa í Rangárþingi eystra, þar sem að á sama tíma fer fram hið árlega súpurölt í tengslum við bæjarhátið sveitarfélagsins, Kjötsúpuhátið. Því sér sveitarstjórn sér ekki fært að taka þátt í viðburðinum að þessu sinni,“ sagði í bókuninni. Var bókunin síðan samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum. Rangárþing eystra Sinfóníuhljómsveit Íslands Sundlaugar og baðlón Tengdar fréttir Þúsundir lítra af kjötsúpu á Hvolsvelli Íbúar á Hvolsvelli og í sveitunum þar í kring, ásamt gestum munu torga í sig einhverjum þúsundum lítra af kjötsúpu um helgina á sérstakri kjötsúpuhátíð. Bændur undir Eyjafjöllum tóku reyndar forskot á sæluna í gærkvöldi og buðu upp á gómsæta súpu. 28. ágúst 2024 20:06 Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Fleiri fréttir Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Sjá meira
Sinfóníuhljómsveit Íslands er 75 ára í ár og í tilefni stórafmælisins og tíu ára afmælis Klassíkurinnar okkar hefur Sinfóníuhljómsveitin leitast eftir samstarfi við sveitarstjórnir landsins um verkefnið „Sinfó í sundi“ sem gengur út á að boðið sé upp á beina útsendingu í sundlaugum frá sjónvarpstónleikunum sem hefjast klukkan 20 á RÚV þann 29. ágúst. Ttónleikarnir verði þá sýndir með hjálp skjávarpa, sjónvarps- eða útvarpstækja í laugunum. Sendi Sinfónían bréf um verkefnið á sveitarstjórnir landsins og hvatti „sveitarstjórnarfólk, menningarfulltrúa, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og rekstraraðila sundlauga“ til að hafa opið fram á kvöld á meðan á tónleikunum stæði. Sjá sér ekki fært að taka þátt Nokkur sveitarfélög hafa tekið jákvætt í beiðni Sinfóníuhljómsveitarinnar og vísað henni áfram til viðeigandi nefnda eða fulltrúa til framkvæmdar. Þar má nefna sveitarfélögin Skagafjörð, Fjallabyggð, Norðurþing, Bláskógabyggð og Strandabyggð Eitt sveitarfélag hefur þó slegið hugmyndina af borðinu en það er Rangárþing eystra. Ástæðan virðist vera að of annríkt sé í sveitafélaginu á þeim tíma sem Klassíkin okkar er sýnd sökum kjötsúpuhátíðar. Árlega er haldin kjötsúpuhátíð á Hvolsvelli og fer þar fram kjötsúpurölt, Magnús Hlynur Hreiðarsson Á sveitarstjórnarfundi sveitarfélagsins þann 13. mars 2025 var bréf Sinfóníuhljómsveitar Íslands lagt fram og málið tekið fyrir í bókun. Þar þakkar sveitarstjórn fyrir erindið og fagnar frumkvæði sinfóníuhljómsveitarinnar að viðburðinum. „Hins vegar hentar tímasetning viðburðarins þann 29. ágúst kl. 20:00, mjög illa fyrir íbúa í Rangárþingi eystra, þar sem að á sama tíma fer fram hið árlega súpurölt í tengslum við bæjarhátið sveitarfélagsins, Kjötsúpuhátið. Því sér sveitarstjórn sér ekki fært að taka þátt í viðburðinum að þessu sinni,“ sagði í bókuninni. Var bókunin síðan samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.
Rangárþing eystra Sinfóníuhljómsveit Íslands Sundlaugar og baðlón Tengdar fréttir Þúsundir lítra af kjötsúpu á Hvolsvelli Íbúar á Hvolsvelli og í sveitunum þar í kring, ásamt gestum munu torga í sig einhverjum þúsundum lítra af kjötsúpu um helgina á sérstakri kjötsúpuhátíð. Bændur undir Eyjafjöllum tóku reyndar forskot á sæluna í gærkvöldi og buðu upp á gómsæta súpu. 28. ágúst 2024 20:06 Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Fleiri fréttir Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Sjá meira
Þúsundir lítra af kjötsúpu á Hvolsvelli Íbúar á Hvolsvelli og í sveitunum þar í kring, ásamt gestum munu torga í sig einhverjum þúsundum lítra af kjötsúpu um helgina á sérstakri kjötsúpuhátíð. Bændur undir Eyjafjöllum tóku reyndar forskot á sæluna í gærkvöldi og buðu upp á gómsæta súpu. 28. ágúst 2024 20:06