Þúsundir lítra af kjötsúpu á Hvolsvelli Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. ágúst 2024 20:06 Aðalheiður Ásgeirsdóttir, bóndi á Stóru Mörk III undir Eyjafjöllum að hræra í pottinum í gærkvöldi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúar á Hvolsvelli og í sveitunum þar í kring, ásamt gestum munu torga í sig einhverjum þúsundum lítra af kjötsúpu um helgina á sérstakri kjötsúpuhátíð. Bændur undir Eyjafjöllum tóku reyndar forskot á sæluna í gærkvöldi og buðu upp á gómsæta súpu. Fjölmenni mætti á bæinn Stóru Mörk III til að þiggja kjötsúpu og reyndar gúllassúpu líka hjá bændunum á bænum í gærkvöldi, en þau hlutu íslenska landbúnaðarverðlaun í ár, enda búið á Stóru Mörk einstaklega glæsilegt og kýrnar þar mjólka vel og nautin gefa mikið af kjöti af sér. „Það er nóg af kjöti í súpunni, svo sannarlega, allt frá „Beint frá býli”, lamb og naut. Þetta er kjöt frá okkur, þetta er allt frá okkur nema hvítlaukurinn og laukurinn,” segir Aðalheiður Ásgeirsdóttir, bóndi á Stóru Mörk III. Og það verður mikið um að vera á Hvolsvelli og nágrenni um helgina því þá fer fram Kjötsúpuhátíð. Þetta verður til dæmis á föstudaginn. „Þá ætla fyrirtæki á svæðinu að bjóða upp á drykk og mat, grillkynningar og vínsmökkun og það verður sumarkjólahlaup. Svo á laugardeginum verður aðaldagskráin okkar en þá verður fjölskylduskemmtun og verðlaunaafhendingar og ýmislegt fleira. Það eru allir velkomnir, allt frítt og um kvöldið verður ball hjá okkur með Stuðlabandinu,” segir Sigmundur Páll Jónsson, markaðs- og kynningarfulltrúi Rangárþings eystra. Sigmundur Páll Jónsson, markaðs- og kynningarfulltrúi Rangárþings eystra, sem býður alla velkomna á Kjötsúpuhátíðina um helgina.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Sigmundur segir að það verði örugglega einhverjir þúsundir lítra af kjötsúpu sem heimamenn og gestir munu njóta á Kjötsúpuhátíðinni en sérstakt kjötsúpurölt verður á föstudagskvöldið. Af hverju heitir þetta Kjötsúpuhátíð ? „Við erum náttúrulega hér í landbúnaðarhéraðinu og fögnum kjötsúpunni svona á hausti og til ná inn smá orku fyrir veturinn,” segir Sigmundur. Tveir ánægðir með kjötsúpuna í gærkvöldi, Elvar Eyvindsson, bóndi á Skíðbakka í Landeyjum (til vinstri) og Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, ásamt syni sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heyskapur gekk vel á Stóru Mörk í sumar enda þriðja slætti ný lokið. En hvað urðu heyrúllurnar margar? „Ég held að þetta hafi farið í eitt þúsund og átta hundruð rúllur,” segir Eyvindur Ágústsson, bóndi á Stóru Mörk III sposkur á svip. Fjölmargir mættu í súpuna á Stóru Mörk III.Magnús Hlynur Hreiðarsson Facebooksíða hátíðarinnar Rangárþing eystra Landbúnaður Menning Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Sjá meira
Fjölmenni mætti á bæinn Stóru Mörk III til að þiggja kjötsúpu og reyndar gúllassúpu líka hjá bændunum á bænum í gærkvöldi, en þau hlutu íslenska landbúnaðarverðlaun í ár, enda búið á Stóru Mörk einstaklega glæsilegt og kýrnar þar mjólka vel og nautin gefa mikið af kjöti af sér. „Það er nóg af kjöti í súpunni, svo sannarlega, allt frá „Beint frá býli”, lamb og naut. Þetta er kjöt frá okkur, þetta er allt frá okkur nema hvítlaukurinn og laukurinn,” segir Aðalheiður Ásgeirsdóttir, bóndi á Stóru Mörk III. Og það verður mikið um að vera á Hvolsvelli og nágrenni um helgina því þá fer fram Kjötsúpuhátíð. Þetta verður til dæmis á föstudaginn. „Þá ætla fyrirtæki á svæðinu að bjóða upp á drykk og mat, grillkynningar og vínsmökkun og það verður sumarkjólahlaup. Svo á laugardeginum verður aðaldagskráin okkar en þá verður fjölskylduskemmtun og verðlaunaafhendingar og ýmislegt fleira. Það eru allir velkomnir, allt frítt og um kvöldið verður ball hjá okkur með Stuðlabandinu,” segir Sigmundur Páll Jónsson, markaðs- og kynningarfulltrúi Rangárþings eystra. Sigmundur Páll Jónsson, markaðs- og kynningarfulltrúi Rangárþings eystra, sem býður alla velkomna á Kjötsúpuhátíðina um helgina.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Sigmundur segir að það verði örugglega einhverjir þúsundir lítra af kjötsúpu sem heimamenn og gestir munu njóta á Kjötsúpuhátíðinni en sérstakt kjötsúpurölt verður á föstudagskvöldið. Af hverju heitir þetta Kjötsúpuhátíð ? „Við erum náttúrulega hér í landbúnaðarhéraðinu og fögnum kjötsúpunni svona á hausti og til ná inn smá orku fyrir veturinn,” segir Sigmundur. Tveir ánægðir með kjötsúpuna í gærkvöldi, Elvar Eyvindsson, bóndi á Skíðbakka í Landeyjum (til vinstri) og Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, ásamt syni sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heyskapur gekk vel á Stóru Mörk í sumar enda þriðja slætti ný lokið. En hvað urðu heyrúllurnar margar? „Ég held að þetta hafi farið í eitt þúsund og átta hundruð rúllur,” segir Eyvindur Ágústsson, bóndi á Stóru Mörk III sposkur á svip. Fjölmargir mættu í súpuna á Stóru Mörk III.Magnús Hlynur Hreiðarsson Facebooksíða hátíðarinnar
Rangárþing eystra Landbúnaður Menning Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Sjá meira