Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Kristján Már Unnarsson skrifar 16. mars 2025 21:21 Horft frá Hafnarnesi í Hornafirði til vesturs í átt til Mýra. Næst er nýja brúin yfir ósa Bergár. Fjær sést í nýju brúna yfir Hoffellsá. Egill Aðalsteinsson Framkvæmdir við nýjan þjóðveg þvert yfir Hornafjörð skotganga og stefnir í að umferð verði hleypt á nýja Hornafjarðarfljótsbrú eftir átta mánuði. Við það styttist hringvegurinn um tólf kílómetra. Gamla brúin yfir Hornafjarðarfljót er orðin 64 ára gömul, byggð 1961, en hún var á þeim tíma sú næstlengsta á Íslandi, 255 metra löng. En hún er fyrir löngu orðin barn síns tíma, einbreið, sem veldur því að aðeins er hægt að aka yfir hana í aðra áttina í einu. Gamla brúin yfir Hornafjarðarfljót er lengsta einbreiða brú landsins.Egill Aðalsteinsson En núna er verið að leggja nýja leið mun nær sjónum. Á drónamyndum Egils Aðalsteinssonar sjáum við hvar sveigt verður af núverandi þjóðvegi yfir á þann nýja þegar ekið er frá Mýrum í austurátt til Hornafjarðar. Hér sést hvar nýi vegurinn liggur frá Mýrum til Hornafjarðar. Núverandi þjóðvegur til vinstri. Ný gatnamót sjást neðst til vinstri.Egill Aðalsteinsson Um fimmtíu manns hafa unnið að verkinu á vegum verktakans Ístaks, sem er með yfir tuttugu stórar vinnuvélar á svæðinu, en framkvæmdir hófust síðsumars 2022. Ný leið yfir Hornafjörð styttir hringveginn um tólf kílómetra. Verkinu fylgja alls fjórar nýjar brýr..Grafík/Stöð 2 Ný brú yfir Hornafjarðarfljót, 250 metra löng, er stærsti hluti verksins. Jafnframt koma þrjár aðrar brýr, yfir Hoffellsá, Djúpá og Bergá, og er búið að steypa upp þær allar. Nýja brúin yfir ósa Bergár milli Árnaness og Hafnarness.Egill Aðalsteinsson Verkinu fylgir umtalsverð lagning nýrra vega; nítján kílómetrar af þjóðvegi og níu kílómetrar af hliðarvegum. Ný gatnamót hringvegarins og afleggjarans að Höfn koma svo rétt fyrir utan bæinn. Það þýðir að hringvegurinn verður sneiddur framhjá Nesjahverfi. Nýi þjóðvegurinn um Hornafjörð verður nítján kílómetra langur og styttir leiðina um tólf kílómetra. Nýja brúin yfir Hornafjarðarfljót fyrir miðri mynd.Egill Aðalsteinsson Heildarkostnaður er núna áætlaður um níu milljarðar króna, samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar. Verklok eru áætluð í desember á þessu ári og þá styttist hringvegurinn um tólf kílómetra. Stefnt er að því að innheimta veggjald strax frá opnun vegarins. Fjárhæð þess hefur ekki verið ákveðin. Hér er frétt Stöðvar 2: Sveitarfélagið Hornafjörður Vegagerð Samgöngur Umferðaröryggi Ferðaþjónusta Tengdar fréttir Krefst undanbragðalausra skýringa á því hversvegna Vestfirðir voru snuðaðir Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi ráðherra og alþingismaður Vestfjarða og Norðvesturkjördæmis, krefst þess að samgönguyfirvöld skýri það undanbragðalaust fyrir komandi alþingiskosningar hversvegna vegaframkvæmdir í Gufudalssveit og á Dynjandisheiði stöðvuðust og hvort fjármunir, sem Alþingi hafði ráðstafað í verkin, hafi verið fluttir í Hornafjarðarfljót. 20. nóvember 2024 11:50 Öll stór verkútboð liggja í salti hjá Vegagerðinni Útboð stórra verka hafa verið stopp hjá Vegagerðinni frá því síðastliðið haust og stefnir í að engar nýjar stórframkvæmdir hefjist á þessu ári. Helsta skýringin er sögð sú að áform um einkafjármögnun vegagerðar yfir Hornafjörð gengu ekki eftir og því þurfi að fjármagna hana úr öðrum verkefnum. 26. júní 2024 23:00 Framkvæmdir við nýjan hringveg þvert yfir Hornafjörð hefjast með haustinu Vegagerðin og Ístak hafa skrifað undir 6,3 milljarða króna verksamning um gerð nýs vegar þvert yfir Hornafjörð, sem styttir hringveginn um tólf kílómetra. Samningurinn markar tímamót því hann er sá fyrsti á grundvelli laga um samvinnuverkefni, en í því felst einkafjármögnun og að vegfarendur greiði vegtoll. 18. júlí 2022 18:51 Nýja brúin sem lætur menn hossast minna í Hornafirði Hún verður önnur mesta stytting hringvegarins frá því Hvalfjarðargöng voru opnuð. 9. maí 2016 20:45 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mómæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Sjá meira
Gamla brúin yfir Hornafjarðarfljót er orðin 64 ára gömul, byggð 1961, en hún var á þeim tíma sú næstlengsta á Íslandi, 255 metra löng. En hún er fyrir löngu orðin barn síns tíma, einbreið, sem veldur því að aðeins er hægt að aka yfir hana í aðra áttina í einu. Gamla brúin yfir Hornafjarðarfljót er lengsta einbreiða brú landsins.Egill Aðalsteinsson En núna er verið að leggja nýja leið mun nær sjónum. Á drónamyndum Egils Aðalsteinssonar sjáum við hvar sveigt verður af núverandi þjóðvegi yfir á þann nýja þegar ekið er frá Mýrum í austurátt til Hornafjarðar. Hér sést hvar nýi vegurinn liggur frá Mýrum til Hornafjarðar. Núverandi þjóðvegur til vinstri. Ný gatnamót sjást neðst til vinstri.Egill Aðalsteinsson Um fimmtíu manns hafa unnið að verkinu á vegum verktakans Ístaks, sem er með yfir tuttugu stórar vinnuvélar á svæðinu, en framkvæmdir hófust síðsumars 2022. Ný leið yfir Hornafjörð styttir hringveginn um tólf kílómetra. Verkinu fylgja alls fjórar nýjar brýr..Grafík/Stöð 2 Ný brú yfir Hornafjarðarfljót, 250 metra löng, er stærsti hluti verksins. Jafnframt koma þrjár aðrar brýr, yfir Hoffellsá, Djúpá og Bergá, og er búið að steypa upp þær allar. Nýja brúin yfir ósa Bergár milli Árnaness og Hafnarness.Egill Aðalsteinsson Verkinu fylgir umtalsverð lagning nýrra vega; nítján kílómetrar af þjóðvegi og níu kílómetrar af hliðarvegum. Ný gatnamót hringvegarins og afleggjarans að Höfn koma svo rétt fyrir utan bæinn. Það þýðir að hringvegurinn verður sneiddur framhjá Nesjahverfi. Nýi þjóðvegurinn um Hornafjörð verður nítján kílómetra langur og styttir leiðina um tólf kílómetra. Nýja brúin yfir Hornafjarðarfljót fyrir miðri mynd.Egill Aðalsteinsson Heildarkostnaður er núna áætlaður um níu milljarðar króna, samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar. Verklok eru áætluð í desember á þessu ári og þá styttist hringvegurinn um tólf kílómetra. Stefnt er að því að innheimta veggjald strax frá opnun vegarins. Fjárhæð þess hefur ekki verið ákveðin. Hér er frétt Stöðvar 2:
Sveitarfélagið Hornafjörður Vegagerð Samgöngur Umferðaröryggi Ferðaþjónusta Tengdar fréttir Krefst undanbragðalausra skýringa á því hversvegna Vestfirðir voru snuðaðir Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi ráðherra og alþingismaður Vestfjarða og Norðvesturkjördæmis, krefst þess að samgönguyfirvöld skýri það undanbragðalaust fyrir komandi alþingiskosningar hversvegna vegaframkvæmdir í Gufudalssveit og á Dynjandisheiði stöðvuðust og hvort fjármunir, sem Alþingi hafði ráðstafað í verkin, hafi verið fluttir í Hornafjarðarfljót. 20. nóvember 2024 11:50 Öll stór verkútboð liggja í salti hjá Vegagerðinni Útboð stórra verka hafa verið stopp hjá Vegagerðinni frá því síðastliðið haust og stefnir í að engar nýjar stórframkvæmdir hefjist á þessu ári. Helsta skýringin er sögð sú að áform um einkafjármögnun vegagerðar yfir Hornafjörð gengu ekki eftir og því þurfi að fjármagna hana úr öðrum verkefnum. 26. júní 2024 23:00 Framkvæmdir við nýjan hringveg þvert yfir Hornafjörð hefjast með haustinu Vegagerðin og Ístak hafa skrifað undir 6,3 milljarða króna verksamning um gerð nýs vegar þvert yfir Hornafjörð, sem styttir hringveginn um tólf kílómetra. Samningurinn markar tímamót því hann er sá fyrsti á grundvelli laga um samvinnuverkefni, en í því felst einkafjármögnun og að vegfarendur greiði vegtoll. 18. júlí 2022 18:51 Nýja brúin sem lætur menn hossast minna í Hornafirði Hún verður önnur mesta stytting hringvegarins frá því Hvalfjarðargöng voru opnuð. 9. maí 2016 20:45 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mómæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Sjá meira
Krefst undanbragðalausra skýringa á því hversvegna Vestfirðir voru snuðaðir Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi ráðherra og alþingismaður Vestfjarða og Norðvesturkjördæmis, krefst þess að samgönguyfirvöld skýri það undanbragðalaust fyrir komandi alþingiskosningar hversvegna vegaframkvæmdir í Gufudalssveit og á Dynjandisheiði stöðvuðust og hvort fjármunir, sem Alþingi hafði ráðstafað í verkin, hafi verið fluttir í Hornafjarðarfljót. 20. nóvember 2024 11:50
Öll stór verkútboð liggja í salti hjá Vegagerðinni Útboð stórra verka hafa verið stopp hjá Vegagerðinni frá því síðastliðið haust og stefnir í að engar nýjar stórframkvæmdir hefjist á þessu ári. Helsta skýringin er sögð sú að áform um einkafjármögnun vegagerðar yfir Hornafjörð gengu ekki eftir og því þurfi að fjármagna hana úr öðrum verkefnum. 26. júní 2024 23:00
Framkvæmdir við nýjan hringveg þvert yfir Hornafjörð hefjast með haustinu Vegagerðin og Ístak hafa skrifað undir 6,3 milljarða króna verksamning um gerð nýs vegar þvert yfir Hornafjörð, sem styttir hringveginn um tólf kílómetra. Samningurinn markar tímamót því hann er sá fyrsti á grundvelli laga um samvinnuverkefni, en í því felst einkafjármögnun og að vegfarendur greiði vegtoll. 18. júlí 2022 18:51
Nýja brúin sem lætur menn hossast minna í Hornafirði Hún verður önnur mesta stytting hringvegarins frá því Hvalfjarðargöng voru opnuð. 9. maí 2016 20:45