Sex skjálftar yfir 3,0 Atli Ísleifsson skrifar 13. mars 2025 14:35 Tilkynningar hafa borist um að skjálftarnir hafi fundist í byggð, þar á meðal í Grindavík sem er um tólf kílómetra austan við virknina. Veðurstofan Nokkuð áköf jarðskjálftahrina hófst nærri Reykjanestá klukkan 14:30 í gær og hafa þar mælst allt að sex hundruð skjálftar hingað til. Sex þeirra hafa mælst stærri en 3 að stærð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni. Þar segir að margar skjálftahrinur hafi átt sér stað á svæðinu síðan 2021 og að skjálftavirknin gæti haldið áfram með hléum. Engar skýrar vísbendingar eru um aflögun á svæðinu. Fram kemur að mestur ákafi hafi verið í hrinunni í upphafi þegar um fimmtíu til sextíu jarðskjálftar mældust fyrstu klukkustundirnar. „Þegar leið á daginn dró úr virkninni, en jókst síðan aftur skömmu fyrir miðnætti þegar jarðskjálfti af stærð 3,5 varð. Eftir að virknin jókst aftur í gærkvöldi færðist virknin aðeins vestar eins og meðfylgjandi mynd sýnir, þar sem bláir hringir sýna staðsetningu skjálfta sem urðu í upphafi hrinunnar í gærdag en gulir og rauðir skjálftar sem síðan urðu seint í gærkvöldi og nótt. Alls hafa mælst um 600 jarðskjálftar í hrinunni og þar af sex skjálftar yfir M3 að stærð. Tilkynningar hafa borist um að skjálftarnir hafi fundist í byggð, þ.á.m. Grindavík sem er um 12 km austan við virknina. Hegðun hrinunnar hingað til sýnir að virknin getur dvínað og aukist svo skyndilega aftur. Síðan 2023 hafa fimm jarðskjálftahrinur orðið á sama svæði og virknin er núna. Auk þess hafa verið töluverðar hrinur þarna á árunum 2021 og 2022 svo dæmi séu tekin. Jarðskjálftarnir eru mögulega gikkskjálftar vegna breytinga á spennusviði á Reykjanesskaganum samhliða jarðhræringum þar síðustu ár. Aflögunarmælingar síðustu daga sýna engar skýrar breytingar sem myndi benda til að kvikuhreyfingar valdi jarðskjálftahrinunni. Vísindafólk VÍ fylgist þó áfram náið með öllum tiltækum mælingum í kringum Reykjanestá, til að meta líklegustu orsök jarðskjálftahrinunnar,“ segir í færslunni. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 „Hrinan mallar áfram þó örlítið virðist hafa dregið úr ákafanum,“ segir Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, um skjálftahrinu sem hófst á Reykjanestá í gær. 13. mars 2025 07:10 Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni. Þar segir að margar skjálftahrinur hafi átt sér stað á svæðinu síðan 2021 og að skjálftavirknin gæti haldið áfram með hléum. Engar skýrar vísbendingar eru um aflögun á svæðinu. Fram kemur að mestur ákafi hafi verið í hrinunni í upphafi þegar um fimmtíu til sextíu jarðskjálftar mældust fyrstu klukkustundirnar. „Þegar leið á daginn dró úr virkninni, en jókst síðan aftur skömmu fyrir miðnætti þegar jarðskjálfti af stærð 3,5 varð. Eftir að virknin jókst aftur í gærkvöldi færðist virknin aðeins vestar eins og meðfylgjandi mynd sýnir, þar sem bláir hringir sýna staðsetningu skjálfta sem urðu í upphafi hrinunnar í gærdag en gulir og rauðir skjálftar sem síðan urðu seint í gærkvöldi og nótt. Alls hafa mælst um 600 jarðskjálftar í hrinunni og þar af sex skjálftar yfir M3 að stærð. Tilkynningar hafa borist um að skjálftarnir hafi fundist í byggð, þ.á.m. Grindavík sem er um 12 km austan við virknina. Hegðun hrinunnar hingað til sýnir að virknin getur dvínað og aukist svo skyndilega aftur. Síðan 2023 hafa fimm jarðskjálftahrinur orðið á sama svæði og virknin er núna. Auk þess hafa verið töluverðar hrinur þarna á árunum 2021 og 2022 svo dæmi séu tekin. Jarðskjálftarnir eru mögulega gikkskjálftar vegna breytinga á spennusviði á Reykjanesskaganum samhliða jarðhræringum þar síðustu ár. Aflögunarmælingar síðustu daga sýna engar skýrar breytingar sem myndi benda til að kvikuhreyfingar valdi jarðskjálftahrinunni. Vísindafólk VÍ fylgist þó áfram náið með öllum tiltækum mælingum í kringum Reykjanestá, til að meta líklegustu orsök jarðskjálftahrinunnar,“ segir í færslunni.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 „Hrinan mallar áfram þó örlítið virðist hafa dregið úr ákafanum,“ segir Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, um skjálftahrinu sem hófst á Reykjanestá í gær. 13. mars 2025 07:10 Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 „Hrinan mallar áfram þó örlítið virðist hafa dregið úr ákafanum,“ segir Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, um skjálftahrinu sem hófst á Reykjanestá í gær. 13. mars 2025 07:10