Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. mars 2025 10:31 Marco Asensio hefur skorað sjö mörk í síðustu fimm leikjum sínum fyrir Aston Villa. ap/Darren Staples Ensku liðin Arsenal og Aston Villa flugu inn í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í gær. Hákon Arnar Haraldsson og félagar hans í Lille eru hins vegar úr leik. Lítil sem engin spenna var fyrir seinni leik Arsenal og PSV Eindhoven enda unnu Skytturnar fyrri leikinn, 1-7. Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, gerði þó nokkrar breytingar á liði sínu en það kom ekki að sök. Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli og Arsenal vann því einvígið, 9-3 samanlagt. Oleksandr Zinchenko kom Arsenal yfir á 6. mínútu en Ivan Perisic jafnaði fyrir PSV á 18. mínútu. Heimamenn náðu aftur forystunni á 37. mínútu þegar Declan Rice skoraði. Couhaib Driouech jafnaði svo fyrir PSV þegar tuttugu mínútur voru eftir og þar við sat. Líkt og Arsenal var Villa í afar góðri stöðu í rimmunni gegn Club Brugge eftir 1-3 sigur í fyrri leiknum í Belgíu. Hagur Villa vænkaðist enn frekar á 17. mínútu í leiknum í gær þegar Kyriani Sabbe, leikmaður Club Brugge, fékk rauða spjaldið. Staðan var markalaus í hálfleik en í seinni hálfleik skoraði Marco Asensio tvö mörk og Ian Maatsen eitt og Villa vann leikinn, 3-0, og einvígið, 6-1 samanlagt. Lille var yfir í hálfleik í leiknum gegn Borussia Dortmund eftir að Jonathan David skoraði strax á 5. mínútu. Emre Can jafnaði fyrir Dortmund á 54. mínútu og Maximilian Beier skoraði svo sigurmark liðsins ellefu mínútum síðar. Dortmund vann leikinn, 2-1, og einvígið, 3-2 samanlagt. Hákon lék fyrstu 83 mínúturnar í liði Lille. Hann skoraði mark Frakkanna í fyrri leiknum. Mörkin úr leikjum gærdagsins í Meistaradeildinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Arsenal 2-2 PSV og Aston Villa 3-0 Club Brugge Klippa: Lille 1-2 Dortmund Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Real Madrid sló Atlético Madrid úr leik á dramatískan hátt í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Um fátt var meira rætt eftir leik en spyrnu Juliáns Alvarez í vítakeppninni. 13. mars 2025 07:33 Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Ensku úrvalsdeildarliðin Aston Villa og Arsenal tryggðu sér í kvöld sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar og verða einu ensku liðin þar. 12. mars 2025 21:50 Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Meistaradeildarævintýri Hákonar Arnars Haraldssonar og félagar hans í franska liðinu Lille lauk í kvöld eftir tap á heimavelli. 12. mars 2025 19:35 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Sjá meira
Lítil sem engin spenna var fyrir seinni leik Arsenal og PSV Eindhoven enda unnu Skytturnar fyrri leikinn, 1-7. Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, gerði þó nokkrar breytingar á liði sínu en það kom ekki að sök. Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli og Arsenal vann því einvígið, 9-3 samanlagt. Oleksandr Zinchenko kom Arsenal yfir á 6. mínútu en Ivan Perisic jafnaði fyrir PSV á 18. mínútu. Heimamenn náðu aftur forystunni á 37. mínútu þegar Declan Rice skoraði. Couhaib Driouech jafnaði svo fyrir PSV þegar tuttugu mínútur voru eftir og þar við sat. Líkt og Arsenal var Villa í afar góðri stöðu í rimmunni gegn Club Brugge eftir 1-3 sigur í fyrri leiknum í Belgíu. Hagur Villa vænkaðist enn frekar á 17. mínútu í leiknum í gær þegar Kyriani Sabbe, leikmaður Club Brugge, fékk rauða spjaldið. Staðan var markalaus í hálfleik en í seinni hálfleik skoraði Marco Asensio tvö mörk og Ian Maatsen eitt og Villa vann leikinn, 3-0, og einvígið, 6-1 samanlagt. Lille var yfir í hálfleik í leiknum gegn Borussia Dortmund eftir að Jonathan David skoraði strax á 5. mínútu. Emre Can jafnaði fyrir Dortmund á 54. mínútu og Maximilian Beier skoraði svo sigurmark liðsins ellefu mínútum síðar. Dortmund vann leikinn, 2-1, og einvígið, 3-2 samanlagt. Hákon lék fyrstu 83 mínúturnar í liði Lille. Hann skoraði mark Frakkanna í fyrri leiknum. Mörkin úr leikjum gærdagsins í Meistaradeildinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Arsenal 2-2 PSV og Aston Villa 3-0 Club Brugge Klippa: Lille 1-2 Dortmund
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Real Madrid sló Atlético Madrid úr leik á dramatískan hátt í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Um fátt var meira rætt eftir leik en spyrnu Juliáns Alvarez í vítakeppninni. 13. mars 2025 07:33 Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Ensku úrvalsdeildarliðin Aston Villa og Arsenal tryggðu sér í kvöld sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar og verða einu ensku liðin þar. 12. mars 2025 21:50 Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Meistaradeildarævintýri Hákonar Arnars Haraldssonar og félagar hans í franska liðinu Lille lauk í kvöld eftir tap á heimavelli. 12. mars 2025 19:35 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Sjá meira
Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Real Madrid sló Atlético Madrid úr leik á dramatískan hátt í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Um fátt var meira rætt eftir leik en spyrnu Juliáns Alvarez í vítakeppninni. 13. mars 2025 07:33
Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Ensku úrvalsdeildarliðin Aston Villa og Arsenal tryggðu sér í kvöld sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar og verða einu ensku liðin þar. 12. mars 2025 21:50
Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Meistaradeildarævintýri Hákonar Arnars Haraldssonar og félagar hans í franska liðinu Lille lauk í kvöld eftir tap á heimavelli. 12. mars 2025 19:35