Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. mars 2025 14:30 UN Women stendur fyrir herferðinn March Forward sem fer af stað með viðburði í Sjálfstæðissalnum klukkan 15 í dag. UN Women UN Women á Íslandi hefur hrundið af stað heimsherferðinni „March Forward“ til að hvetja fólk til að taka afstöðu til gegn bakslagi mannréttinda kvenna og hinsegin fólks. Herferðinni verður ýtt úr vör í dag, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, á viðburði í Sjálfstæðissalnum við Austurvöll. Kynnar á viðburðinum verða Íris Tanja Flygenring og Fannar Arnarsson. Á dagskrá viðburðarins munu Domus Vox, Karlakórinn Fóstbræður, Kvennakór Reykjavíkur og Skólakór Kársness syngja saman og hefur sérstakur tónlistargjörningur verið skapaður í tilefni dagsins. Erindi og hugvekjur verða fluttar og meðal ræðumanna verða Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra, Guðrún Ágústsdóttir rauðsokka, Guðrúnu Evu Mínervudóttur rithöfundur og Grace Achieng athafnakona. Lesa má um dagskrána nánar á Facebook-síðu viðburðarins. Viðburðurinn hefst klukkan 15, húsið opnar 14:30 og stendur dagskráin yfir til 17. Vísir verður með beint streymi frá viðburðinum sem hægt er að fylgjast með hér að neðan. Fimmtíu ár frá tímamótum „March Forward er alþjóðlegt átak sem leitt er af UN Women á Íslandi og er markmið þess að skapa hreyfingu sem sameinar fólk til að taka afstöðu gegn bakslaginu sem orðið hefur í jafnréttismálum á heimsvísu og þeirri alvarlegu afturför kynjajafnréttis sem á sér stað í heiminum,“ segir í tilkynningu frá UN Women. Átakið fer fram á tímamótum í baráttu fyrir jafnrétti og er hluti af mikilvægu afmælisári þar sem fimmtíu ár eru liðin frá fyrsta alþjóðlega kvennaári Sameinuðu Þjóðanna 1975, þrjátíu ár eru frá samþykkt Peking-sáttmálans og fimmtán ár eru frá stofnun UN Women. Allar þrettán landsnefndir UN Women taka þátt í átakinu, sem og höfuðstöðvar UN Women í New York og landsskrifstofur UN Women um allan heim. „Ísland er það land í heiminum sem er næst því að ná fullkomnu kynjajafnrétti og það er okkar markmið að Ísland haldi þeirri vegferð áfram og verði fyrsta landið í sögu mannkyns þar sem konur og hinsegin fólk býr við jafnan rétt, öryggi og tækifæri. Þetta er ástæðan fyrir því að UN Women á Íslandi leiðir þessa heimsherferð og með stuðningi íslenskra stjórnvalda og fyrirtækja,“ segir Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, í tilkynningu. Mannréttindi Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Fleiri fréttir Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sjá meira
Kynnar á viðburðinum verða Íris Tanja Flygenring og Fannar Arnarsson. Á dagskrá viðburðarins munu Domus Vox, Karlakórinn Fóstbræður, Kvennakór Reykjavíkur og Skólakór Kársness syngja saman og hefur sérstakur tónlistargjörningur verið skapaður í tilefni dagsins. Erindi og hugvekjur verða fluttar og meðal ræðumanna verða Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra, Guðrún Ágústsdóttir rauðsokka, Guðrúnu Evu Mínervudóttur rithöfundur og Grace Achieng athafnakona. Lesa má um dagskrána nánar á Facebook-síðu viðburðarins. Viðburðurinn hefst klukkan 15, húsið opnar 14:30 og stendur dagskráin yfir til 17. Vísir verður með beint streymi frá viðburðinum sem hægt er að fylgjast með hér að neðan. Fimmtíu ár frá tímamótum „March Forward er alþjóðlegt átak sem leitt er af UN Women á Íslandi og er markmið þess að skapa hreyfingu sem sameinar fólk til að taka afstöðu gegn bakslaginu sem orðið hefur í jafnréttismálum á heimsvísu og þeirri alvarlegu afturför kynjajafnréttis sem á sér stað í heiminum,“ segir í tilkynningu frá UN Women. Átakið fer fram á tímamótum í baráttu fyrir jafnrétti og er hluti af mikilvægu afmælisári þar sem fimmtíu ár eru liðin frá fyrsta alþjóðlega kvennaári Sameinuðu Þjóðanna 1975, þrjátíu ár eru frá samþykkt Peking-sáttmálans og fimmtán ár eru frá stofnun UN Women. Allar þrettán landsnefndir UN Women taka þátt í átakinu, sem og höfuðstöðvar UN Women í New York og landsskrifstofur UN Women um allan heim. „Ísland er það land í heiminum sem er næst því að ná fullkomnu kynjajafnrétti og það er okkar markmið að Ísland haldi þeirri vegferð áfram og verði fyrsta landið í sögu mannkyns þar sem konur og hinsegin fólk býr við jafnan rétt, öryggi og tækifæri. Þetta er ástæðan fyrir því að UN Women á Íslandi leiðir þessa heimsherferð og með stuðningi íslenskra stjórnvalda og fyrirtækja,“ segir Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, í tilkynningu.
Mannréttindi Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Fleiri fréttir Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sjá meira