Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. mars 2025 22:19 Logi Einarsson er menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra. Vísir/Vilhelm Menningarráðherra segir ekkert hæft í því að afstaða þingmanns Flokks fólksins til umfjöllunar um styrkjamálið sé valdur að breytingum á fjölmiðlafrumvarpi hans. Vinna við breytingar, á skjön við fyrri yfirlýsingar, hafi verið hafin um miðjan janúar, áður en styrkjamálið kom upp. Í grein Morgunblaðsins í dag er tímalína máls sem snýr að fyrirhuguðum breytingum á styrkjum til fjölmiðla rakin. Stjórnarráðið greinir frá því að 10. janúar hafi Logi Einarsson menningarráðherra lagt fram minnisblað á fundi ríkisstjórnar um stuðning til einkarekinna fjölmiðla. Hann hafi greint frá því að frumvarp hans um stuðning myndi taka óbreytt upp ákvæði sem féllu úr gildi um áramót, og lögin myndu gilda til eins árs. Vinna væri hafin við endurskoðun á kerfinu öllu. Frumvarp um stuðning til einkarekinna fjölmiðla birtist í samráðsgátt 20. febrúar, en þar er lagt til að þakið á stuðningi til einstakra fyrirtækja sem hluti af heildarupphæð færist úr 25 prósentum í 22 prósent. Í millitíðinni kom upp hið svokallaða styrkjamál, sem Morgunblaðið hóf umfjöllun um 21. janúar, og aðrir miðlar fylgdu í kjölfarið. Við það sagðist Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins telja að endurskoða ætti styrki til Morgunblaðsins vegna umfjöllunar um styrkjamálið, og hagsmuni hans af strandveiðum. Stefnubreyting Loga hefur verið sett í samhengi við þau ummæli, en sjálfur segir hann það af og frá. „Fimmtánda janúar þá kallaði ég eftir minnisblaði þar sem ég var að biðja um yfirlit yfir hvaða breytingar höfðu verið gerðar og hvað hægt var að gera. Það var áður en fulltrúar Flokks fólksins tjá sig um þessi mál,“ segir Logi. Fréttastofa kallaði eftir gögnum þessu til stuðnings. Minnisblaðið sem Logi vísar til er dagsett daginn eftir, 16. janúar. Þar er farið yfir breytingar sem gerðar hafa verið á frumvörpum til fjölmiðlalaga í meðförum þingsins. Minnisblað um mögulega lækkun á þakinu er hins vegar dagsett 29. janúar, daginn áður en Sigurjón lét ummæli sín falla, en eftir að styrkjamálið komst í hámæli. Logi segir málið hafa verið tekið af dagskrá starfsstjórnar sem var við völd áður en núverandi ríkisstjórn tók við. „Þá blasti það þannig við mér að breytingarnar gætu tafist, vegna þess að við þyrftum meðal annars að fá ráðgefandi álit frá ESA,“ segir hann. Í upphafi hafi tímaramminn virst of knappur til að ráðast strax í breytingar á lögum um fjölmiðla, en tryggja hafi þurft stöðugleika í millitíðinni. „Síðan kemur í ljós þegar ég fer að skoða málið strax í janúar að forsendur eru breyttar. Ég get gert minniháttar lagfæringar á þessu. Ég vildi strax gefa vísbendingu um hvert ég ætlaði, þegar heildarendurskoðunin kemur á næsta ári, og gerði þessar breytingar,“ segir Logi. Breytingarnar hafi ekkert með ummæli Sigurjóns Þórðarsonar að gera. „Ég hef verið skýr, ég hef fordæmt þau ummæli og almennt finnst mér það ekki smekklegt að stjórnmálafólk sé að höggva í fjölmiðla með þessum hætti, sem gegna mjög mikilvægu lýðræðislegu hlutverki. Það hef ég ekki gert, og það mun ég ekki gera.“ Fjölmiðlar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Í grein Morgunblaðsins í dag er tímalína máls sem snýr að fyrirhuguðum breytingum á styrkjum til fjölmiðla rakin. Stjórnarráðið greinir frá því að 10. janúar hafi Logi Einarsson menningarráðherra lagt fram minnisblað á fundi ríkisstjórnar um stuðning til einkarekinna fjölmiðla. Hann hafi greint frá því að frumvarp hans um stuðning myndi taka óbreytt upp ákvæði sem féllu úr gildi um áramót, og lögin myndu gilda til eins árs. Vinna væri hafin við endurskoðun á kerfinu öllu. Frumvarp um stuðning til einkarekinna fjölmiðla birtist í samráðsgátt 20. febrúar, en þar er lagt til að þakið á stuðningi til einstakra fyrirtækja sem hluti af heildarupphæð færist úr 25 prósentum í 22 prósent. Í millitíðinni kom upp hið svokallaða styrkjamál, sem Morgunblaðið hóf umfjöllun um 21. janúar, og aðrir miðlar fylgdu í kjölfarið. Við það sagðist Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins telja að endurskoða ætti styrki til Morgunblaðsins vegna umfjöllunar um styrkjamálið, og hagsmuni hans af strandveiðum. Stefnubreyting Loga hefur verið sett í samhengi við þau ummæli, en sjálfur segir hann það af og frá. „Fimmtánda janúar þá kallaði ég eftir minnisblaði þar sem ég var að biðja um yfirlit yfir hvaða breytingar höfðu verið gerðar og hvað hægt var að gera. Það var áður en fulltrúar Flokks fólksins tjá sig um þessi mál,“ segir Logi. Fréttastofa kallaði eftir gögnum þessu til stuðnings. Minnisblaðið sem Logi vísar til er dagsett daginn eftir, 16. janúar. Þar er farið yfir breytingar sem gerðar hafa verið á frumvörpum til fjölmiðlalaga í meðförum þingsins. Minnisblað um mögulega lækkun á þakinu er hins vegar dagsett 29. janúar, daginn áður en Sigurjón lét ummæli sín falla, en eftir að styrkjamálið komst í hámæli. Logi segir málið hafa verið tekið af dagskrá starfsstjórnar sem var við völd áður en núverandi ríkisstjórn tók við. „Þá blasti það þannig við mér að breytingarnar gætu tafist, vegna þess að við þyrftum meðal annars að fá ráðgefandi álit frá ESA,“ segir hann. Í upphafi hafi tímaramminn virst of knappur til að ráðast strax í breytingar á lögum um fjölmiðla, en tryggja hafi þurft stöðugleika í millitíðinni. „Síðan kemur í ljós þegar ég fer að skoða málið strax í janúar að forsendur eru breyttar. Ég get gert minniháttar lagfæringar á þessu. Ég vildi strax gefa vísbendingu um hvert ég ætlaði, þegar heildarendurskoðunin kemur á næsta ári, og gerði þessar breytingar,“ segir Logi. Breytingarnar hafi ekkert með ummæli Sigurjóns Þórðarsonar að gera. „Ég hef verið skýr, ég hef fordæmt þau ummæli og almennt finnst mér það ekki smekklegt að stjórnmálafólk sé að höggva í fjölmiðla með þessum hætti, sem gegna mjög mikilvægu lýðræðislegu hlutverki. Það hef ég ekki gert, og það mun ég ekki gera.“
Fjölmiðlar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira