Mourinho þóttist sofna á miðjum blaðamannafundi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. mars 2025 07:01 Jose Mourinho þykist hér sofna á blaðamannafundinum í gærkvöldi. Skjámynd/@footballontnt · Jose Mourinho horfði upp á sína menn í Fenerbahce steinliggja 3-1 á heimavelli á móti Rangers í gærkvöldi í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Mourinho varaði þó Skotana við eftir leik að þeir þyrftu að róa sig aðeins niður því þetta væri ekki búið. Seinni leikurinn fer fram í Skotlandi í næstu viku. „Þeir þurfa að róa sig aðeins. Þetta einvígi er ekki búið. Fenerbahce var slakt á öllum stöðum í kvöld. Þeir gerðu ótrúleg, ótrúleg mistök,“ sagði Jose Mourinho. „Skoska liðið kom mér samt ekki á óvart. Þeir vörðust mjög vel og eyddu svo tímanum með tuttugu meiðslum. Jack Butland í markinu tók sér líka þrjátíu sekúndur í hvert skipti sem hann fékk boltann í hendurnar,“ sagði Mourinho. Jose Mourinho pretended to fall asleep while a reporter asked him a long question in a press conference 😭Always box office 😂🍿 pic.twitter.com/FJqZqWdxCD— ESPN FC (@ESPNFC) March 6, 2025 Mourinho reyndi þó að horfa á jákvæðu hlutina. „Þetta voru samt góð úrslit miðað við að þetta hefði getað orðið enn stærra tap,“ sagði Mourinho. „Að mínu mati áttum við þessi úrslit skilið sem refsingu fyrir það hvernig við spiluðum. En ef einhver ætlar að spyrja mig um það hvort að þetta sé búið þá er þetta ekki búið,“ sagði Mourinho. „Ég ráðlegg þeim að fagna þessu ekki of mikið því við eigum eftir að mætast aftur í seinni leiknum í næstu viku. Ef þeir fagna eftir seinni leikinn þá mun ég óska þeim til hamingju en nú þurfa þeir að róa sig aðeins því þetta er ekki búið,“ sagði Mourinho. Mourinho fékk eina mjög langa spurningu á tyrknesku á blaðamannafundinum sem þurfti síðan að þýða fyrir hann. Hann þóttist því sofna á miðjum blaðamannafundi eins og sjá má hér fyrir neðan. Blaðamaðurinn fékk ekkert svar. „Þetta er of mikið fyrir hausinn minn núna. Ég er of þreyttur til að hlusta á svona spurningar,“ sagði Mourinho en blaðamaðurinn vildi fá svar um taktíska uppstillingu Portúgalans í leiknum en spurningin var vissulega mjög löng og ítarleg. José Mourinho pretended to fall asleep after this journalist took too long to ask him a question 🥱🤣📺 @tntsports & @discoveryplusUK pic.twitter.com/1nsy3N4nJV— Football on TNT Sports (@footballontnt) March 6, 2025 Evrópudeild UEFA Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Fleiri fréttir Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Sjá meira
Mourinho varaði þó Skotana við eftir leik að þeir þyrftu að róa sig aðeins niður því þetta væri ekki búið. Seinni leikurinn fer fram í Skotlandi í næstu viku. „Þeir þurfa að róa sig aðeins. Þetta einvígi er ekki búið. Fenerbahce var slakt á öllum stöðum í kvöld. Þeir gerðu ótrúleg, ótrúleg mistök,“ sagði Jose Mourinho. „Skoska liðið kom mér samt ekki á óvart. Þeir vörðust mjög vel og eyddu svo tímanum með tuttugu meiðslum. Jack Butland í markinu tók sér líka þrjátíu sekúndur í hvert skipti sem hann fékk boltann í hendurnar,“ sagði Mourinho. Jose Mourinho pretended to fall asleep while a reporter asked him a long question in a press conference 😭Always box office 😂🍿 pic.twitter.com/FJqZqWdxCD— ESPN FC (@ESPNFC) March 6, 2025 Mourinho reyndi þó að horfa á jákvæðu hlutina. „Þetta voru samt góð úrslit miðað við að þetta hefði getað orðið enn stærra tap,“ sagði Mourinho. „Að mínu mati áttum við þessi úrslit skilið sem refsingu fyrir það hvernig við spiluðum. En ef einhver ætlar að spyrja mig um það hvort að þetta sé búið þá er þetta ekki búið,“ sagði Mourinho. „Ég ráðlegg þeim að fagna þessu ekki of mikið því við eigum eftir að mætast aftur í seinni leiknum í næstu viku. Ef þeir fagna eftir seinni leikinn þá mun ég óska þeim til hamingju en nú þurfa þeir að róa sig aðeins því þetta er ekki búið,“ sagði Mourinho. Mourinho fékk eina mjög langa spurningu á tyrknesku á blaðamannafundinum sem þurfti síðan að þýða fyrir hann. Hann þóttist því sofna á miðjum blaðamannafundi eins og sjá má hér fyrir neðan. Blaðamaðurinn fékk ekkert svar. „Þetta er of mikið fyrir hausinn minn núna. Ég er of þreyttur til að hlusta á svona spurningar,“ sagði Mourinho en blaðamaðurinn vildi fá svar um taktíska uppstillingu Portúgalans í leiknum en spurningin var vissulega mjög löng og ítarleg. José Mourinho pretended to fall asleep after this journalist took too long to ask him a question 🥱🤣📺 @tntsports & @discoveryplusUK pic.twitter.com/1nsy3N4nJV— Football on TNT Sports (@footballontnt) March 6, 2025
Evrópudeild UEFA Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Fleiri fréttir Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Sjá meira