Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 10. mars 2025 09:02 Matthildur Emma er meðal keppenda í Ungfrú Ísland. „Þegar ég keppti í Ungfrú Ísland í fyrsta skipti á síðasta ári var ég mjög kvíðin yfir því að stíga fram með gervifót. Ég geng örlítið öðruvísi og fannst hugmyndin um að ganga á sviði í bikiní ógnvekjandi. Sekúndubroti áður en ég steig inn á sviðið var ég viss um að ég myndi kikna í hnjánum,“ segir hin nítján ára Matthildur Emma Sigurðardóttir spurð um stærstu áskorunina sem hún hefur tekist á við í lífinu. Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland verður haldin í tíunda skipti þann 3. apríl næstkomandi og fer fram í Gamla bíói. Keppendur eru tuttugu talsins og eru á aldrinum 18 til 37 ára. Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland í ár og fær að kynnast þeim aðeins betur. Ungfrú Ísland verður í beinni útsendingu þann 3. apríl á Vísi og Stöð 2 Vísi. Fullt nafn? Matthildur Emma Sigurðardóttir. Aldur? 19 ára Starf? Er faglærður förðunarfræðingur. Menntun? Fjölbrautaskóli og förðunarfræðingur. Hvernig myndir þú lýsa sjálfri þér í þremur orðum? jákvæð, einlæg og sterk. Arnór Trausti Hvað kæmi fólki mest á óvart að vita um þig? Það hefur komið fólki mikið á óvart hvað ég er opin gagnvart öllu sem tengist því að vera með gervifót. Hver er fyrirmynd þín í lífinu? Foreldrar mínir og Jessica Watson. Hvað hefur mótað þig mest? Gervifóturinn minn, er frekar viss um að ef ég væri ekki með gervifót væri ég önnur manneskja. Hver er mesta áskorunin sem þú hefur þurft að takast á við, og hvernig komstu þér í gegnum hana? Held að ég verð bara að segja þegar ég keppti í fyrsta skipti í ungfrú ísland á seinasta ári. Ég var mjög hrædd við það að vera með gervifót útaf því að ég labba smá skringilega og að þurfa að labba á sviði í bikiní. Ég hélt að það myndi líða yfir mig sekúnduna áður en ég labbaði inná svið. Það sem hjálpar mér alltaf í þessum aðstæðum er hugarfarið sem getur verið minn mesti óvinur. Ég hugsa alltaf, sem kannski mörgum gæti finnst óþæginlegt, er það að það eru alltaf einhverjir sem dæma mig. Mér finnast það skrítið og asnalegt en hvað get ég gert í því? Ekki neitt, þannig af hverju að hafa áhyggjur af einhverju sem ég get ekki breytt. Hverju ertu stoltust af? Hversu langt ég hef komist í lífinu og að geta alltaf horft á björtu hliðina. Hver er þín mesta gæfa í lífinku? Vinir mínir og fjölskyldan, ég dýrka þau mest. Hvernig tekstu á við stress og álag? Ég reyni að fá bara smá tíma ein til að aðeins laga hugarfarið og svo reyni ég að raða niður hvað ég get gert til að minnka álag eða stress og vinn svo bara í því. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Það skiptir ekki máli hvaðan þú ert að koma, heldur hvert þú ert að fara. Arnór Trausti Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Ég veit það ekki alveg, kemur ekkert svona upp í hugann en örugglega bara þegar ég datt fyrir framan fullt af fólki. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileika? Ég get svona semí sungið og hef gefið út tvö lög á Spotify. Hvað finnst þér heillandi í fari fólks? Mér finnst rosalega heillandi hvernig fólk getur komið saman og gert stórkostlega hluti. En óheillandi? Þegar við meiðum hvort annað. Hver er þinn helsti ótti? Ég er vandræðalega hrædd við tannlækna og geitunga. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Ég sé mig ferðast um heiminn eða vera í sálfræðinámi. Hvaða tungumál talarðu? Ég tala bara íslensku og ensku, er samt stúdent í dönsku. Hvað er uppáhalds maturinn þinn? Nautakjöt með trufluolíu 100% Hvaða lag tekur þú í karókí? Það er mjög skemmtilegt að taka Bohemian Rhapsody með vinkonunum. Hver er frægasti einstaklingur sem þú hefur hitt? Ég hef ekki hitt neinn svakalega frægan en eg vann á sama setti og Nicholas að farða. Hvort kýstu að skrifa skilaboð eða eiga samskipti við fólk í eigin persónu? Eiga samskipti við fólk í eigin persónu, finnst bara eitthvað svo ópersónulegt að skrifa allt í skilaboð og sérstaklega ef það er eitthvað mikið og mikilvægt. Ef þú fengir tíu milljónir til umráða, hvað myndirðu gera við peningana? Ég myndi ferðast eitthvað um heiminn. Svo auðvitað setja eitthvað til hliðar fyrir framtíðina. Síðan langar mig rosalega mikið að fara til Afríku í sjálfboðastarf, þannig eitthvað af peningnum myndi fara í að koma mér þangað og styrkja. Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni? Ég byrjaði að horfa á þessa keppni þegar ég var frekar ung og dáðist að henni og var alltaf að leika mér að labba með inni í herbergi eins og ég væri þarna á sviðinu. Ég man ég beið í nokkur ár þangað til ég varð 18 ára og sótti strax um þegar umsóknir opnuðust. Svo var bara svo rosalega gaman að keppa á seinasta ári að ég þurfti bara að koma aftur. View this post on Instagram A post shared by MATTHILDUR EMMA (@matthilduremma) Hvað ert þú búin að læra í ferlinu? Maður lærir svo mikið um sjálfan sig í þessu ferli, og þroskast rosalega. Þú verður svo opin fyrir nýjum hlutum og eignast svo æðislegar vinkonur. Hvaða samfélagslega málefni brennur þú fyrir? Neikvæð áhrif snjalltækja hjá yngri kynslóðum. Hvaða kosti þarf Ungfrú Ísland að búa yfir? Hún þarf að vera jákvæð, hjálpsöm og óhrædd við að vera opinber rödd í samfélaginu. Auk þess þarf hún að vera tilbúin að vera góð fyrirmynd fyrir Ísland. Af hverju sækist þú eftir því að vera næsta Ungfrú Ísland? Ég tel mig vera frábæra fyrirmynd fyrir hönd Íslands. Ég er hjálpsöm, jákvæð og umhyggjusöm. Ég vil vera rödd í samfélaginu og væri titillinn fullkomið fyrirtæki fyrir það. Ég vil sýna fólki sem kannski finnst það ekki vera nógu fullkomið, eða finnst eitthvað hindra þau útlitslega, að það eru allir fullkomnir á sinn eigin hátt og allir geta fylgt draumum sínum. Hvað greinir þig frá öðrum keppendum? Það svona augljóslegasta er auðvitað gervifóturinn minn en svo erum við allar bara mjög ólíkar á svo frábæran hátt og á margar vegur. Hvert er stærsta vandamálið sem þín kynslóð stendur frammi fyrir? Og hvernig mætti leysa það? Ég myndi segja ofbeldi. Held að það myndi hjálpa að fræða fólk meira um þetta málefni og taka harðari á svona vandamálum. Hvað viltu segja við þá sem hafa neikvæða skoðun á fegurðarsamkeppnum? Fegurðarsamkeppnir eru svo miklu meira en það sem meirihluti fólks heldur, þetta snýst ekki um hver er fallegasta stelpan eða eitthvað svoleiðis. Þessi keppni gjörsamlega breytti lífi mínu, ég óx mikið sem einstaklingur eftir síðustu keppni. Þú eignast frábærar vinkonur til framtíðar. Hvernig þessi hópur nær saman og hugsar hvor aðra er svo fallegt. Ungfrú Ísland Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Fleiri fréttir Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Sjá meira
Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland verður haldin í tíunda skipti þann 3. apríl næstkomandi og fer fram í Gamla bíói. Keppendur eru tuttugu talsins og eru á aldrinum 18 til 37 ára. Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland í ár og fær að kynnast þeim aðeins betur. Ungfrú Ísland verður í beinni útsendingu þann 3. apríl á Vísi og Stöð 2 Vísi. Fullt nafn? Matthildur Emma Sigurðardóttir. Aldur? 19 ára Starf? Er faglærður förðunarfræðingur. Menntun? Fjölbrautaskóli og förðunarfræðingur. Hvernig myndir þú lýsa sjálfri þér í þremur orðum? jákvæð, einlæg og sterk. Arnór Trausti Hvað kæmi fólki mest á óvart að vita um þig? Það hefur komið fólki mikið á óvart hvað ég er opin gagnvart öllu sem tengist því að vera með gervifót. Hver er fyrirmynd þín í lífinu? Foreldrar mínir og Jessica Watson. Hvað hefur mótað þig mest? Gervifóturinn minn, er frekar viss um að ef ég væri ekki með gervifót væri ég önnur manneskja. Hver er mesta áskorunin sem þú hefur þurft að takast á við, og hvernig komstu þér í gegnum hana? Held að ég verð bara að segja þegar ég keppti í fyrsta skipti í ungfrú ísland á seinasta ári. Ég var mjög hrædd við það að vera með gervifót útaf því að ég labba smá skringilega og að þurfa að labba á sviði í bikiní. Ég hélt að það myndi líða yfir mig sekúnduna áður en ég labbaði inná svið. Það sem hjálpar mér alltaf í þessum aðstæðum er hugarfarið sem getur verið minn mesti óvinur. Ég hugsa alltaf, sem kannski mörgum gæti finnst óþæginlegt, er það að það eru alltaf einhverjir sem dæma mig. Mér finnast það skrítið og asnalegt en hvað get ég gert í því? Ekki neitt, þannig af hverju að hafa áhyggjur af einhverju sem ég get ekki breytt. Hverju ertu stoltust af? Hversu langt ég hef komist í lífinu og að geta alltaf horft á björtu hliðina. Hver er þín mesta gæfa í lífinku? Vinir mínir og fjölskyldan, ég dýrka þau mest. Hvernig tekstu á við stress og álag? Ég reyni að fá bara smá tíma ein til að aðeins laga hugarfarið og svo reyni ég að raða niður hvað ég get gert til að minnka álag eða stress og vinn svo bara í því. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Það skiptir ekki máli hvaðan þú ert að koma, heldur hvert þú ert að fara. Arnór Trausti Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Ég veit það ekki alveg, kemur ekkert svona upp í hugann en örugglega bara þegar ég datt fyrir framan fullt af fólki. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileika? Ég get svona semí sungið og hef gefið út tvö lög á Spotify. Hvað finnst þér heillandi í fari fólks? Mér finnst rosalega heillandi hvernig fólk getur komið saman og gert stórkostlega hluti. En óheillandi? Þegar við meiðum hvort annað. Hver er þinn helsti ótti? Ég er vandræðalega hrædd við tannlækna og geitunga. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Ég sé mig ferðast um heiminn eða vera í sálfræðinámi. Hvaða tungumál talarðu? Ég tala bara íslensku og ensku, er samt stúdent í dönsku. Hvað er uppáhalds maturinn þinn? Nautakjöt með trufluolíu 100% Hvaða lag tekur þú í karókí? Það er mjög skemmtilegt að taka Bohemian Rhapsody með vinkonunum. Hver er frægasti einstaklingur sem þú hefur hitt? Ég hef ekki hitt neinn svakalega frægan en eg vann á sama setti og Nicholas að farða. Hvort kýstu að skrifa skilaboð eða eiga samskipti við fólk í eigin persónu? Eiga samskipti við fólk í eigin persónu, finnst bara eitthvað svo ópersónulegt að skrifa allt í skilaboð og sérstaklega ef það er eitthvað mikið og mikilvægt. Ef þú fengir tíu milljónir til umráða, hvað myndirðu gera við peningana? Ég myndi ferðast eitthvað um heiminn. Svo auðvitað setja eitthvað til hliðar fyrir framtíðina. Síðan langar mig rosalega mikið að fara til Afríku í sjálfboðastarf, þannig eitthvað af peningnum myndi fara í að koma mér þangað og styrkja. Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni? Ég byrjaði að horfa á þessa keppni þegar ég var frekar ung og dáðist að henni og var alltaf að leika mér að labba með inni í herbergi eins og ég væri þarna á sviðinu. Ég man ég beið í nokkur ár þangað til ég varð 18 ára og sótti strax um þegar umsóknir opnuðust. Svo var bara svo rosalega gaman að keppa á seinasta ári að ég þurfti bara að koma aftur. View this post on Instagram A post shared by MATTHILDUR EMMA (@matthilduremma) Hvað ert þú búin að læra í ferlinu? Maður lærir svo mikið um sjálfan sig í þessu ferli, og þroskast rosalega. Þú verður svo opin fyrir nýjum hlutum og eignast svo æðislegar vinkonur. Hvaða samfélagslega málefni brennur þú fyrir? Neikvæð áhrif snjalltækja hjá yngri kynslóðum. Hvaða kosti þarf Ungfrú Ísland að búa yfir? Hún þarf að vera jákvæð, hjálpsöm og óhrædd við að vera opinber rödd í samfélaginu. Auk þess þarf hún að vera tilbúin að vera góð fyrirmynd fyrir Ísland. Af hverju sækist þú eftir því að vera næsta Ungfrú Ísland? Ég tel mig vera frábæra fyrirmynd fyrir hönd Íslands. Ég er hjálpsöm, jákvæð og umhyggjusöm. Ég vil vera rödd í samfélaginu og væri titillinn fullkomið fyrirtæki fyrir það. Ég vil sýna fólki sem kannski finnst það ekki vera nógu fullkomið, eða finnst eitthvað hindra þau útlitslega, að það eru allir fullkomnir á sinn eigin hátt og allir geta fylgt draumum sínum. Hvað greinir þig frá öðrum keppendum? Það svona augljóslegasta er auðvitað gervifóturinn minn en svo erum við allar bara mjög ólíkar á svo frábæran hátt og á margar vegur. Hvert er stærsta vandamálið sem þín kynslóð stendur frammi fyrir? Og hvernig mætti leysa það? Ég myndi segja ofbeldi. Held að það myndi hjálpa að fræða fólk meira um þetta málefni og taka harðari á svona vandamálum. Hvað viltu segja við þá sem hafa neikvæða skoðun á fegurðarsamkeppnum? Fegurðarsamkeppnir eru svo miklu meira en það sem meirihluti fólks heldur, þetta snýst ekki um hver er fallegasta stelpan eða eitthvað svoleiðis. Þessi keppni gjörsamlega breytti lífi mínu, ég óx mikið sem einstaklingur eftir síðustu keppni. Þú eignast frábærar vinkonur til framtíðar. Hvernig þessi hópur nær saman og hugsar hvor aðra er svo fallegt.
Ungfrú Ísland Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Fleiri fréttir Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”